Bæjarráð

27. júní 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3354

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Geir Jónsson varamaður

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir hdl.
  1. Almenn erindi

    • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar,

      Á fundi bæjarstjórnar 19.júní sl. var kosið í ráð og nefndir.$line$Bæjarráð til eins árs:$line$Aðalmenn$line$Gunnar Axel Axelsson, Brekkugötu 18, formaður$line$Sigríður Björk Jónsdóttir, Hverfisgötu 58$line$Eyjólfur Þór Sæmundsson, Fagrahvammi 7$line$Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7$line$Kristinn Andersen, Austurgötu 42$line$$line$Varamenn$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38$line$Lúðvík Geirsson, Fálkahrauni 1$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Suðurgötu 82$line$Geir Jónsson, Burknavöllum 1c$line$Valdimar Svavarsson, Birkibergi 30$line$$line$

      Eyjólfur Sæmundsson var tilnefndur sem varaformaður bæjarráðs. Ekki voru gerðar athugasemdir við þá tilnefningu og telst hann réttkjörinn sem varaformaður ráðsins.$line$$line$Lögð fram tillaga um tilnefningu varamanns í hafnarstjórn: Sigurður Björgvinsson, Norðurbakka 23.$line$$line$Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að varamaður í hafnarstjórn út kjörtímabilið verði Sigurður Björgvinsson, Norðurbakka 23.

    • 1306119 – Frjálsíþróttahús, framkvæmdir

      Lagt fram erindi frjálsíþróttadeildar FH dags. 6. júní 2013 varðandi viðræður um framkvæmdir við frjálsíþróttahúsið í Kaplakrika

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs og bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn félagsins.

    • 1306157 – Landsfundur jafnréttisnefnda 2013

      Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga sent í tölvupósti 13. júní sl. varðandi landsfund jafnréttisnefnda 2013.

    • 1306121 – Námsferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Skotlands 3.-5. september,

      Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 6. júní 2013 varðandi námsferð til Skotlands 3. – 5. september nk.

    • 1109068 – SSH framtíðarhópur, ferðaþjónusta fatlaðra

      Tekin fyrir afgreiðsla fjölskylduráðs frá 12. maí sl varðandi sameiginlegt útboð og sameiginlegar reglur fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og erindi stjórnar SSH frá 5. júní sl.$line$Innkaupastjóri mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindi stjórnar SSH og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á vettvangi SSH.

    • 1306167 – Arnarhraun 50, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn Þóru Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra Áss styrktarfélags, dags. 6. júní sl., um úthlutun lóðarinnar nr. 50 við Arnarhraun.

      Bæjarráð vísar umsókninni til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.

    • 1306166 – Norðurbær Hafnarfjarðar, lóðarumsókn

      Lagt fram bréf, dags. 6. júní sl., frá Þóru Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra Áss styrktarfélags þar sem þess er óskað að skoðaður verði möguleiki á úthlutun lóðar í norðurbæ Hafnarfjarðarbæjar.

      Bæjarráð vísar umsókninni til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.

    • 1306165 – Klukkuvellir 23-27, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn Þóru Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra Áss styrktarfélags, dags. 6. júní sl., um úthlutun lóðanna nr. 23-27 við Klukkuvelli.

      Bæjarráð vísar umsókninni til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.

    • 1306223 – Fjölgreinabraut í Hafnarfirði

      Lagt fram erindi, dags. 11. júní sl., frá kennurum fjölgreinabrautar í Hafnarfirði. Að auki lagt fram bréf, dags. 10. júní sl., frá skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði til skólastjóra í grunnskólum Hafnarfjarðar.

      Fyrir liggur ákvörðun skólastjórnenda Iðnskólans og Flensborgarskólans um fjölgreinabrautina enda málið á forræði ríkisins og viðkomandi framhaldsskóla.

    • 1210361 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016.

      Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2013 vegna fjölskylduþjónustu ásamt greinargerð. Rekstrarstjóri fjölskylduþjónustu mætti til fundarins.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkti framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna fjölskylduþjónustu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.

    • 10021776 – Kveikjan, frumkvöðlasetur

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að endurnýjun samnings við Garðabæ og Nýsköpunarmiðstöð Íslands vegna Kveikjunnar, frumkvöðlaseturs.

    • 1305347 – Nauðungarsölur án dómsúrskurðar

      Lagt fram opið bréf, dags. 18. júní sl., frá Hagsmunasamtökum heimilanna til sveitarstjórna.

    • 1210658 – Gjaldskrár Hafnarfjarðarbæjar 2013

      Lögð fram til staðfestingar leiðrétt gjaldskrá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sem tekur gildi frá 1. ágúst 2013 í samræmi við áður samþykkta gjaldskrá fræðsluráðs frá 26. nóvember 2012.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir gjaldskrá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

    Fundargerðir

    • 1306015F – Hafnarstjórn - 1431

    • 1301061 – Strætó bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 28. maí sl.

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 24. júní sl. ásamt leiðréttri fundargerð frá 3. júní sl.

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 12.06.13 og 19.06.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$

    • 1306009F – Skipulags- og byggingarráð - 325

      Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 25. júní sl.

    • 1306011F – Umhverfis- og framkvæmdaráð - 189

      Lögð fram fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26. júní sl.

Ábendingagátt