Bæjarráð

15. ágúst 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3356

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Geir Jónsson varamaður

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • 0803132 – Hvammur leikskóli, lausar stofur

   Lagt fram til kynningar endurnýjað samkomulag varðandi lausar kennslustofur við leikskólann.

   Lagt fram.

  • 1307266 – Strandgata 31 kauptilboð

   Lagt fram kauptilboð dags. 31. júlí 2013 í húseignina Strandgata 31.

   Bæjarráð synjar fyrirliggjandi tilboði.

  • 10101162 – Landspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali-Sólvangur)

   Lagt fram bréf bæjarstjóra til heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra, dags. 26. júlí sl., varðandi nýtingu og hlutverk húsnæðis St. Jósefsspítala.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1304141 – Öldrunarþjónusta, viljayfirlýsing

   Lagt fram bréf bæjarstjóra til heilbrigðisráðherra, dags. 24. júlí sl., varðandi tilnefningar í stýrihóp vegna miðstöðvar öldrunarþjónustu á Sólvangi.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1308123 – HS Veitur hf, hluthafafundur 30.8.2013

   Lagt fram erindi HS Veitna hf., dags. 8. ágúst sl.; dagskrá hluthafafundar sem boðaður er 30. ág. nk.

   Bæjarráð staðfestir fyrri ákvörðun um að Eyjólfur Sæmundsson sé fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar.

  Umsóknir

  • 1306167 – Arnarhraun 50, lóðarumsókn

   Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingasviðs.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Styrktarfélaginu Ás lóðinni Arnarhraun 50 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

  • 1306165 – Klukkuvellir 23-27, lóðarumsókn

   Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram jákvæð umsögn sviðsstjóra skipulags- og byggingarmála.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Styrktarfélaginu Ás lóðinni Klukkuvellir 23-27 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

  • 1306166 – Norðurbær Hafnarfjarðar, lóðarumsókn

   Tekið fyrir að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa.

   Afgreiðslu frestað.

Ábendingagátt