Bæjarráð

18. október 2013 kl. 12:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 3361

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir varamaður

Sameiginlegur fundur með umhverfis- og framkvæmdaráði.
Auk ofangreindra ráðsmanna sat Kristján Sturluson sviðsstjórí fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Sameiginlegur fundur með umhverfis- og framkvæmdaráði.
Auk ofangreindra ráðsmanna sat Kristján Sturluson sviðsstjórí fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1310300 – Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði

      Lögð frma skýrsla Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um Þungmálma og brennistein í mosa á Íslandi 1990-2010: Áhrif iðjuvera.$line$Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins og formaður nefndarinnar mættu á fundinn og fóru yfir ma´lið.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar og umhverfis- og framkvæmdarráð taka mjög alvarlega niðurstöðum skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um þungmálma og brennistein í mosa á Íslandi 1990-2010. Skýrslan barst heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis í júní 2013. Í skýrslunni kemur fram að á iðnaðarsvæðum í Hellna- og Kapelluhraunui sunnan Reykjanesbrautar mælist styrkur nokkurra þungmálma það hár að mengun teljist veruleg og sé rakin til iðnaðarstarfsemi á svæðinu. Svæðið er innan þynningarsvæðis álsversins þar sem matvælaframleiðsla og föst búseta er ekki heimil. $line$Umræddar niðurstöður byggja á mælingum frá fáum mælistöðum. $line$Bæjarráð og umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkja að efna til frekari sýnatöku og mælinga til að kanna með nákvæmari hætti útbreiðslu mögulegrar mengunarinnar.$line$Umræddar mælingar verða framkvæmdar eins fljótt og kostur er og niðurstöður birtar opinberlega. Undirbúningur umhverfis- og framkvæmda um aðgerðir til bættra mengunarvarna munu hefjast þegar í stað í samráði við heilbrigðiseftirlitið og fyrirtæki á svæðinu.$line$

Ábendingagátt