Bæjarráð

24. október 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3362

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1310300 – Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði

   Farið yfir næstu skref í samræmi við bókun á sameiginlegum fundi bæjarráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs. Framkvæmdastjóri og heilbrigðisfulltrúi heilbrigðisefntirlitsins og sviðsstjóri umhverfis og framkvæmda mættu á fundinn og fóru yfir málið.

   Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs.

  • 1310344 – Jafnréttisþing 2013

   Lagt fram ódags. erindi félags- og húsnæðismálaráðherra og Jafnréttisráðs þar sem boðað er til jafnréttisþings 1. nóvember nk. Skráningarfrestur er til 30. október.$line$Þingið er opið fyrir alla.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1210332 – Hjúkrunarheimili á Völlum 7, Sólvellir ses

   Lagt fram erindi Sóknar lögmannsstofu dags. 17. október 2013 og bréf sömu aðila frá 18. september 2013.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

  • 1308515 – Árshlutauppgjör 2013

   Fjármálastjóri kynnti rekstrarniðurstöðu bæjarsjóðs fyrir janúar – ágúst 2013.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2024

   Fjármálastjóri kynnti áætlun fyrir stjórnsýslu og fór yfir ramma fyrir fjárhagsáætlun 2014.$line$$line$Fyrri umræða í bæjarstjórn verður 30. október nk.

   Lagt fram.

  • 1310362 – Foreldraráð Hafnarfjarðar, áheyrnarfulltrúi í íþrótta- og tómstundanefnd

   Lagt fram nýtt erindi foreldraráðs Hafnarfjarðar dags. 15. október 2013 um áheryrnarfulltrúa í íþrótta-og tómstundanefnd.$line$Lögmaður stjórnsýslu mætti á fundinn og fór yfir málið.

   Bæjarráð getur ekki fallist á að foreldraráð fái fasta áheyrn í íþrótta- og tómstundanefnd en bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að haft sé samráð við foreldraráðið þegar málefni frístundaheimila eru til umfjöllunar.

  • 1301033 – Lausar lóðir og verð 2013

   Sviðsstjóri stjórnsýslu fór yfir nánari útfærslu á samþykkt bæjarstjórnar um lækkunarheimild á gatnagerðargjöldum vegna atvinnulóða.

   Til kynningar.

  • 1310363 – Sorpa eigendasamkomulag

   Lögð fram tillag stjórnar SSH send í tölvupósti 21. október 2013 varðandi eigendasamkomulag Sorpu bs.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og vísar jafnframt eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar.$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að eigendasamkomulagi Sorpu bs.”

  • 1210486 – Sjúkraflutningar, samningur

   Lagt fram afrit af erindi Slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisins til heilbrigðisráðherrra dags. 21. október 2013 varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga.

   Bæjarráð tekur undir erindið.

  Styrkir

  Fundargerðir

  • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

   Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 21.10.2013

   Lagt fram til kynningar.

  • 1301061 – Strætó bs, fundargerðir 2013

   Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs frá 13. september sl., 23. september sl. og 11. október sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1310011F – Hafnarstjórn - 1436

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 15.10. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1310018F – Hafnarstjórn - 1437

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 18.10 sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1310020F – Hafnarstjórn - 1438

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 22. október 2013.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1310013F – Menningar- og ferðamálanefnd - 210

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.10.sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1309005F – Stjórn Hafnarborgar - 322

   Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 5. september sl.$line$

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt