Bæjarráð

21. nóvember 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3364

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1311115 – Veiðigjald og tekjur af orkuauðlindum, 14. mál

      Lagður fram tölvupóstur atvinnuveganefndar Alþingis þar sem óskað er eftir umsögnum um ofangreint mál.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar telur eðlilegt að sveitarfélög njóti sanngjarnrar hlutdeildar í arði af nýtingu auðlinda og styður því framkomna þingsályktunartillögu.

    • 1311184 – Landgræðsluverðlaun 2013

      Lagt fram erindi Landgræðslu ríkisins dags. 12. nóvember 2013 þar sem ffam kemur að ákveðið hefur verið að veita Hafnarfjarðarbæ ásamt tveimur öðrum ofangreind verðlaun.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar fagnar því að bæjarfélagið og frjáls félagasamtök í bænum fái viðurkenningu með þessum hætti.

    • 1311205 – Fjölsmiðjan, þjónustusamningur

      Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sent í tölvupósti 14. nóvember sl. varðandi nýjan þjónustusamning við Fjölsmiðjuna.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn fjölskylduráðs um verkefnið.

    • 0902057 – Flensborgarskóli, samningur um hljóðvarpssendingar

      Samningur vegna útsendinga af bæjarstjórnarfundum tekinn til umræðu þar sem búið er að leggja niður fjölmiðladeild Flensborgarskóla sem annast hefur útsendingar.$line$Fyrir liggur að skólinn getur ekki staðið við samninginn að óbreyttu.

      Bæjarráð felur bæjastjóra að taka saman greinargerð varðandi málið og leggja tillögu um framhaldið fyrir næsta bæjarráðsfund. $line$Jafnframt ítrekar bæjarráð samþykkt sína frá því í júlí sl. varðandi Flensborgarskóla og skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að gera skólanum kleift að viðhalda því fjölbreytta námsvali sem byggt hefur verið upp við skólann.

    • 1311129 – Hjallahraun 4, fasteignagjöld

      Lagt fram ódags. erindi Ingvars Arnar Karlsonar, móttekið 11.11.2013 varðandi endurreikning á fasteignagjöldum.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.

    • 1311193 – Konur í hættu og viðmunarreglur flóttamannanefndar

      Gerð grein fyrir erindi velferðarráðuneytis varðandi móttöku flóttamanna sem fjölskylduráði samþykkti fyrir sitt leyti á fundi 20.11. sl.

      Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við velferðarráðuneytið varðandi erindið.

    • 1311157 – Bæjarbíó, fjölnotahús, hugmynd af Betri Hafnarfjörður

      Lögð fram tillaga um notkun Bæjarbíós af samskiptavefnum Betri Hafnarfjörður.

      Bæjarráð bendir á að í húsinu fer fram starfsemi Kvikmyndasafns Íslands samkvæmt sérstökum samningi. $line$Jafnframt vísar bæjarráð málinu til umfjöllunar hjá menningar- og ferðamálanefndar.

    • 1311212 – Jafnlaunastaðall, tilraunaverkefni

      Lögð fram tillaga um þátttöku Hafnarfjarðarbæjar í tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals.

      Bæjarráð samþykktir að taka með beinum hætti þátt í tilraunverkefni velferðarráðneytis og fjármálaráðuneytis um innleiðingu jafnlaunastaðals.$line$Jafnframt óskar bæjarráð eftir kynningu á jafnlaunastaðli fyrir bæjarfulltrúa.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að rétt hefði verið að fyrirhugað tilraunaverkefni hefði verið kynnt bæjarfulltrúum áður en til afgreiðslu kom, hvernig að því yrði staðið og hvaða hugsanlegur kostnaður gæti falist í því. Mikilvægt er að bæjarfulltrúar eigi kost á að fylgjast með og rýna verkefnið eftir því sem því vindur fram.”

    • 0703261 – Námsleyfi og styrkir

      Lögð fram tillaga um námsleyfi á fyrri hluta árs 2014.$line$Um er að ræða 5 einstaklinga.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um samþykkt fjárhagsáætlunar.

    • 1101223 – Samband ísl. sveitarfélaga, kjarasamningsumboð

      Lagt fram samningsumboð til handa Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna Verkstjórasambands Íslanda og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að fela stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð fyrir sína hönd til kjarasamningsgerðar við ofangreind stéttarfélög.

    • 1311287 – Innkomuvöktun Securitas með myndavélum

      Lagt fram erindi Securitas hf dags. 18. nóvember sl varðandi innkomuvöktun við bæjarmörk sveitarfélaga með myndavélum.

      Bæjarráð synjar erindinu.

    • 1311286 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, gjaldskrá 2014

      Lögð fram gjaldskrá Slökkviliðsins fyrir árið 2014

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykktir fyrirliggjandi gjaldskrártillögu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.”

    • 1311320 – HS-veitur 15% hlutur Hafnarfjarðarbæjar - fyrirspurn

      Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um eftirfarandi vegna ummæla bæjarstjóra í Morgunblaðinu 12. nóvember sl. í kjölfar umræðu um viðskipti á eignarhlut Reykjanesbæjar í HS-veitum:$line$ $line$1. Hvað felst í þeirri fullyrðingu að: “þetta sé samfélagslega mikilvæg eign”?$line$

      Fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn HS veitna gerði grein fyrir stöðu málsins.

    Styrkir

    • 1311166 – Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar styrkbeiðni 2013

      Lagt fram erindi Mæðrastyrksnefndar í Hafnarfirði sent í tölvupósti 12. nóvember sl. varðandi jólaaðstoð nefndarinnar.

      Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 300.000.

    Fundargerðir

    • 1311204 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15. 11.sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 11.11. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301061 – Strætó bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð stjórnar Stætó frá 11.11. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1311009F – Menningar- og ferðamálanefnd - 211

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9. 11. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt