Bæjarráð

5. desember 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3365

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • 0712029 – Öldungaráð Hafnarfjarðar

   Fulltrúar öldurngaráðs mættu á fundinn og fóru yfir helstu áherslumál ráðsins.

   Formaður þakkað öldungaráði komuna og greinargóðar upplýsingar sem kæmu að góðum notum við frekari uppbyggingu þjónustu við þennan hóp.

  • 1312019 – Fluglest, kynning

   Runólfur Ágústsson mætti á fundinn og kynnti hugmyndir um fluglest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.

   Bæjarráð þakkar kynninguna.

  • 1210001 – Ráð og nefndir, vinnutilhögun

   Farið yfir fundaráætlun bæjarstjórnar, ráða og nefnda fram yfir jól og áramót.

   Til kynningar.

  • 1210486 – Sjúkraflutningar, samningur

   Lagt fram afrit að bréfi stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 25. nóvember 2013 varðandi framkvæmd verkloka vegna sjúkraflutninga og greiðsluáskorun.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1308536 – Breiðhella 3 og Hringhella 7, skipti á lóðum

   Tekið fyrir að nýju beiðni um skipti á ofangreindum lóðum.

   Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

  • 1311205 – Fjölsmiðjan, þjónustusamningur

   Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umbeðin umsögn fjölskylduráðs.

   Bæjarráð tekur undir umsögn fjölskylduráðs og samþykkir erindið með þeim fyrirvara að tryggðar verði viðunandi samgöngur við starfssemina.

  • 0902057 – Flensborgarskóli, samningur um hljóðvarpssendingar

   Tekið fyrir að nýju.$line$Upplýsingafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir málið.

   Bæajrráð samþykkir að fela Halldóri Árna Sveinssyni að taka yfir samninginn við Flensborg til 1. júní 2014.

  • 0806097 – Heimasíða Hafnarfjarðarbæjar, ytri og innri vefur

   Upplýsingafulltrúi og vefstjóri mættu á fundinn og fóru yfir niðurstöðu úr könnuninni: Hvað er spunnið í opinbera vefi?$line$

   Til kynningar.

  • 1311320 – HS-veitur 15% hlutur Hafnarfjarðarbæjar - fyrirspurn

   Bæjarstjóri lagði fram svar við framkominni fyrirspurn.

   Lagt fram.

  • 1105500 – SSH framtíðarhópur safnamál

   Lagt fram erindi Kópavogsbæjar dags. 28. nóvember sl. varðandi samstarf um rekstur héraðsskjalasafns.

   Bæjarráð samþykkir erindið og tilnefnir Jónu Ósk Guðjóndóttur sem fulltrúa sinn.

  • 0711114 – Suðurlindir ohf

   Lagt fram erindi stjórnar Suðurlinda ehf dags. 3. desember 2013 þar sem boðað er til aukahluthafafundar þann 12. desember nk.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð bæjarins á fundinum.

  • 1309593 – Strandgata 31 og 33, kauptilboð

   Lagt fram nýtt kauptilboð Áss fasteignarsölu dags. 27.11.2013 í ofangreinda eign.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð og felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.

  • 1308515 – Árshlutauppgjör 2013

   Fjármálastjóri kynnti rekstrarniðurstöðu janúar – október 2013.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017

   Tekin til umfjöllunar.$line$Fjármálastjóri kynnti breytingar sem orðið hafa frá framlagningu áætlunarinnar.$line$

   Lagt fram.

  Fundargerðir

  • 1301057 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2013

   Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25. nóvember sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1301054 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2013

   Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 18. nóvember sl. $line$Jafnframt rekstraryfirlit svæðanna fyrir janúar – september 2013.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

   Lögð fram fundargerð stjórnr Sorpu bs frá 25. nóvember sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1311019F – Menningar- og ferðamálanefnd - 212

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22. nóvember sl.$line$$line$

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt