Bæjarráð

30. janúar 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3368

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • 1308175 – Brekkugata 13, makaskipti á hluta af lóð

   Lagt fram erindi Eyglóar Gunnarsdóttur dags.15.01.2014 þar sem óskað er eftir makaskiptum á hluta út lóð við Brekkugötu 13 og hluta af lóð við Flensborgarskóla við Brekkugötu 19.

   Bæjarráð getur ekki afgreitt erindinu eins og það liggur fyrir en vísar því í yfirstandandi vinnu við deildiskipulag svæðisins sem er á lokastigi.

  • 1006250 – Hafnarfjarðarstofa

   Lögð fram samþykkt bæjarstjórnar frá 22. janúar sl. varðandi stofnun Hafnarfjarðarstofu.

   Bæjarstjóra falið að koma með tillögu um nánari útfærslu á stjórnsýslu og fyrirkomulagi stofunnar á næsta fund bæjarráðs.

  • 1401449 – Húsnæðismál

   Tekið fyrir að nýju og farið yfir nánari útfærslu tillögunnar.$line$Málið var einnig til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarráðs 28.janúar 2014.

   Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

  • 1210486 – Sjúkraflutningar, samningur

   Lagt fram erindi heilbrigðisráðherra dags. 24. janúar 2012 varðandi sjúkraflutninga og samning þar að lútandi.

   Bæjarráð Hafnarfjarðar ítrekar áður samþykkta ályktun um sjúkraflutninga sem samþykkt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 22. janúar 2014. Bæjarráð lýsir fullum stuðningi við stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og staðfestir umboð hennar í þeirri erfiðu vinnu sem farið hefur fram óslitið frá því í október 2011 vegna endurnýjunar á samningi á sjúkraflutningum SHS.$line$Bæjarráðið lýsir vonbrigðum sínum vegna skilningsleysis heilbrigðisráðuneytisins á því að ríkið þurfi að greiða þann kostnað sem ríkinu ber og hefur nú leitt til þess að stjórn SHS hefur þurft að grípa til þess neyðarúrræðis að biðja um verklok vegna þjónustunnar. Það neyðarúrræði byggist ekki á einlægum vilja til þess að slíta samstarfi ríkis og sveitarfélaga og skilja að sjúkraflutninga og slökkvistarf, heldur á algjöru vonleysi gagnvart stöðu mála.$line$$line$$line$

  • 1401062 – Styrkir bæjarráðs 2014

   Fyrirkomulag styrkveitinga bæjarráðs og reglur um styrkveitingar tekið til umfjöllunar.

   Frestað.

  • 1310152 – Verkfallslistar 2014

   Lagður fram listi yfir þá einstaklinga sem lögum samkvæmt hafa ekki verkfallsheimild en sveitarfélögum er skylt að birta slíka lista.

   Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi lista.

  • 11021243 – Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó.

   Farið yfir stöðuna í málefnum Bæjarbíós.$line$Lögð fram drög að samningi ofangreindra aðila til næstu þriggja ára sem samþykkt voru í menningar- og ferðamálanefnd 29.1.2014.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu við mennta- og menningarmálaráðuneytið.$line$$line$Jafnframt staðfestir bæjarráð samþykkt menningar- og ferðamálanefndar um að auglýst skuli eftir áhugasömum aðila til að taka að sér rekstur Bæjarbíós.

  • 1401190 – Betri Hafnarfjörður, Almennar kvikmyndasýningar í Bæjarbíó

   Lögð fram eftirfarandi hugmynd af vefnum Betri Hafnarfjörður:$line$$line$Almennar kvikmyndasýningar í Bæjarbíó $line$$line$Það væri ótrúlega mikill munur að geta farið í bíó í sínum heimabæ. Þrjúsýningar á sunnudögum t.d. fyrir börnin. Samstarf við Bíó Paradís væri áhugaverður kostur. Bjóða upp á þann möguleika að leigja salinn fyrir bíósýningar fyrir barnaafmæli og svo mætti áfram telja.

   Bæjarráð vísar málinu til skoðunar í menningar- og ferðamálanefnd.

  • 1401815 – Jafnréttisviðurkenning 2014

   Lagður fram tölvupóstur Jafnréttisráðs sendur af Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem óskað er eftir tilnefningu til jafnréttisviðkenninga 2014 fyrir

   Lagt fram.

  • 1401848 – Auglýsingar bæjarins, fyrirsprun

   Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:$line$”Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvernig og hvar auglýsingar á vegum bæjarins hafa birst sl. tvö ár..$line$Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um eftirfarandi:$line$1. Fjölda auglýsinga$line$2. Hvar þær hafa birst$line$3. Kostnað við auglýsingarnar$line$4. Ef fastir samningar eru í gangi við einhverja fjölmiðla þá er óskað eftir upplýsingum þar um. $line$5. Upplýsingar um stefnu bæjarins í auglýsinga- og kynningarmálum og árlegan heildarkostnað vegna þessa.” $line$

   Lagt fram.

  Fundargerðir

  • 1401067 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2014

   Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27. janúar sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1401008F – Menningar- og ferðamálanefnd - 214

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 20. janúar sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1401007F – Hafnarstjórn - 1444

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 28. janúar 2014.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt