Bæjarráð

10. apríl 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3373

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1402169 – Vefstefna Hafnarfjarðar

      Vefstefna Hafnarfjarðar tekin fyrir að nýju.$line$Upplýsingafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að vefstefnu.”$line$$line$

    • 1401444 – Forkaupsréttur vegna skipa- og aflaheimilda

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lagt fram svarbréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis dags. 31. mars. 2014 varðandi forkaupsrétt Hafnarfjarðarkaupstaðar. $line$Einnig lagt fram afrit af bréfi Fiskistofu til atvinnu-og nýsköpunarráðneytis dags. 28.3.2014.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera ráðstafanir til að virkja forkaupsrétt Hafnarfjarðar í samræmi við 12. grein laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

    • 1404110 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ársteikningur 2013

      Lagður fram til kynningar ársreikingur heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis árið 2013

      Lagt fram til kynningar.

    • 1308515 – Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2013

      Lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans fyrir árið 2013.

      Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Tekið fyrir að nýju.$line$Fjármálastjóri og fulltrúi HF verðbréfa mættu á fundinn og fóru yfir stöðuna.

      Til upplýsinga.

    • 1009072 – Vesturgata 4, A Hansen, tjónamál

      Lagður fram dómur héraðsdóms frá 3. apríl 2014 í tjónamáli vegna framkvæmda við Vesturgötu 4.$line$Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmda mætti á fundinn og gerði grein fyrir breyttu verklagi.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1006250 – Hafnarfjarðarstofa

      Tekið fyrir að nýju.$line$Starfhópurinn mætti á fundinn og fór yfir stöðu verkefnisins.

      Til upplýsinga.

    • 1402171 – Ice Dome, verkefni

      Tekið fyrir að nýju.$line$Innkaupastjóri kynnti drög að viljayfirlýsingu varðandi verkefnið.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.

    • 1109068 – SSH framtíðarhópur, ferðaþjónusta fatlaðra

      Lagt fram erindi stjórnar SSH vegna samnings um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks sent í tölvupósti 8. apríl 2014.$line$Innkaupastjóri mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samkomulagi um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.

    • 1010873 – Skattframtal sveitarfélagsins 2010, fjármagnstekjuskattur

      Tekin fyrir að nýju niðurstaða héraðsdóms í málinu.

      Bæjarráð samþykkir að áfrýja málinu til hæstaréttar.

    Umsóknir

    • 1404044 – Bogfimiiðkun í Hafnarfirði, lóðarumsókn

      Lagt fram ódags. erindi Bogfimisetursins varðandi lóð fyrir bogfimiiðkun í Hafnarfirði.

      Bæjarráð felur skipulags- og byggingarráði að skoða möguleika á lóð fyrir þessa starfsemi.$line$Jafnframt óskar bæjarráð eftir umsögn íþrótta- og tómastundanefndar.

    • 1403388 – Einivellir 3, tilboð

      Lagt fram tilboð Haghúsa ehf dags. 24. mars 2014 í lóðina Einivellir 3.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs varðandi skipulagsþáttinn.

    Fundargerðir

    • 1401067 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs frá 7. apríl sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401066 – Strætó bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs frá 28.3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1403021F – Menningar- og ferðamálanefnd - 220

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 28.3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1404004F – Menningar- og ferðamálanefnd - 221

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 3. 4. sl.

Ábendingagátt