Bæjarráð

8. maí 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3376

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • 1401444 – Forkaupsréttur vegna skipa- og aflaheimilda

   Tekið fyrir að nýju.$line$Lögmaður bæjarins mætti á fundinn og fór yfir málið.

   Bæjarráð ítrekar bókun sína frá 10. apríl sl.

  • 1304340 – Endurfjármögnun láns

   Tekið fyrir að nýju.$line$Fulltrúi HF verðbréfa mætti á fundinn og lagði fram drög að útgáfulýsingu fyrir útgáfu og sölu skuldabréfa.

   Bæjarráð vísar fyrirliggjandi drögum með áorðnum breytingum að útgáfulýsingu til afgreiðslu í bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að heimila bæjarstjóra að ganga frá gerð og undirritun útgáfulýsingar sem byggir á fyrirliggjandi drögum að útgáfulýsingu fyrir skuldabréfaflokkinn “HFJ 141″. Heildarútgáfa flokksins verði allt að kr. 8 milljarðar að nafnverði. Jafnframt er bæjarstjóra heimilað að ganga frá útgáfu og sölu skuldabréfa úr skuldabréfaflokknum fyrir allt að 5,5 milljaða kr. að nafnverði.”

  • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

   Tekin fyrir að nýju.$line$Lagt fram minnisblað stjórnsýslu varðandi útboðskyldu og innkaupareglur bæjarins.$line$Lögmaður bæjarins fór yfir málið.

   Lagt fram.

  • 1405033 – Irish pub, breyting á rekstrarleyfi

   Lagt fram erindi Sýslumannsins í Hafnarfirði dags. 29. apríl 2014 þar sem óskað er eftir umsögn Hafnarfjarðarbæjar um heimild til að lengja opnunartíma Irish pub til kl. 04:00,

   Bæjarráð samþykkir lengdan opnunartíma til reynslu í 3 mánuði.

  • 1404169 – Kaffisamsæti og upplýsingar fyrir 70 ára heiðursfólk

   Lagt fram erindi Félags eldir borgara í Hafnarfirði dags. 10. apríl 2014 varðandi kaffisamsæti og upplýsingar fyrir 70 ára og eldri.

   Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra framkvæmdina.

  • 1404354 – Krýsuvíkurvegur 121495,endurnýjun á lóðarleigusamningi

   Sveinn Hannesson óskar eftir f.h. Gámaþjónustunnar hf, með bréfi dags. 22.4.2014, endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir lóðina Krýsuvíkurveg 121495 eða nýjan lóðarleigusamning vegna breyttrar notkunar.

   Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs.

  • 1404299 – Minnismerki um Örn Arnarson og Stjána bláa

   Lagt fram erindi Eyjólfs Þórs Sæmundssonar sent í tölvupósi þann 22.4. sl. varðandi minnismerki um Magnús Stefánsson skáld (Örn Arnarson)og Stjána bláa (Kristján Sveinsson). Erindið er líka til umfjöllunar hjá hafnarstjórn.

   Bæjarráð óskar eftir umsögn listráðs Hafnarborgar.

  • 1401869 – Bæjarbíó, rekstraraðili.

   Lögð fram afgreiðsla menningar- og ferðamálanefndar á umsóknum um rekstur Bæjarbíós.

   Bæjarráð staðfestir niðurstöðu menningar- og ferðamálanefndar og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.$line$$line$Eyjólfur Sæmundsson bókar eftirfarandi:$line$”Ég greiði atkvæði með samningnum á þeirri forsendu að hann er til eins árs og að framkvæmdin verði með þeim hætti að starfsemi Kvikmyndasafns Íslands geti verið með viðunandi hætti.”

  Umsóknir

  • 1404419 – Klukkuvellir 28-38, umsókn um lóð

   Reynir Einarsson f.h. ER-húsa sækir rafrænt, þann 29.4.2014, um raðhúsalóðirnar Klukkuvellir 28-38. Einnig sækir hann um lækkun á lóðarverði vegna þéttingar byggðar um allt að 9%.

   Bæjarráð felst ekki á lækkun lóðarverðs á grundvelli þéttingar byggða og felur bæjarstjóra að ræða við umsækjanda.

  Fundargerðir

  • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

   Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs frá 28.4. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1404023F – Hafnarstjórn - 1450

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 29.4. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1404025F – Menningar- og ferðamálanefnd - 222

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29.4. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1405005F – Menningar- og ferðamálanefnd - 223

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 6.5.sl.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt