Bæjarráð

10. júlí 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3382

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Einar Birkir Einarsson varamaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1304541 – Byr - SPH, lífeyrisskuldbinding Eftirlaunasjóðs

      Tekið fyrir að nýju,$line$Kristinn Bjarnason hrl. lögmaður bæjarins í málinu mætti á fundinn og fór yfir fyrningafresti í málinu..

      Bæjarráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við lögmanninn.

    • 1401444 – Forkaupsréttur vegna skipa- og aflaheimilda

      Tekið fyrir að nýju. Lagt fram ítrekunarbréf til ráðuneytisins varðandi aflaheimildina.$line$Lögmaður bæjarins mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðunni.

      Bæjaráð felur lögmanni bæjarins að birta stefnu í málinu.

    • 1212213 – Staðarmörk sveitarfélaga, óbyggðanefnd

      Tekið fyrir að nýju.$line$Guðmundur Benediktsson hrl lögmaður bæjarins í málinu mætti á fundinn og fór yfir niðurstöðuna en með úrskurðinum er tæplega 3300 hektara svæði ákvarðað innan staðarmarka Hafnarfjarðar.

      Til kynningar.

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Tekið fyrir að nýju. $line$Fulltrúi HF verðbréfa og fjármálastjóri mættu á fundinn og fóru yfir stöðu endurfjármögnunar.

      Bæjarráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu.

    • 1402300 – Hótel- og ferðaþjónusta í Hafnarfjarðarhöfn

      Hafnarstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

      Til kynningar.

    • 1407094 – English pub, breytt rekstrarleyfi

      Lagt fram erindi sýslumannsins í Hafnarfirði þar sem óskað er eftir umsögn varðandi lengri opnunartíma fyrir English Pub Flatahrauni 5A

      Bæjarráð samþykkir lengdan opnunartíma til reynslu í 3 mánuði.

    • 1405033 – Irish pub, breyting á rekstrarleyfi

      Lagt fram erindi Sýslumannsins í Hafnarfirði dags. 7. júlí 2014 þar sem óskað er eftir umsögn varðandi lengri opnunartíma fyrir Irish pub Reykjavíkurvegi 60. Staðurinn fékk bráðabirgðaleyfi 23. maí sem gildir til 23. ágúst nk.

      Bæjarráð felur sviðsstjóra að afla upplýsinga um hvernig til tóks á reynslutímanum.

    • 1406380 – Fasteignamat 2015

      Gerð grein fyrir breytingum á fasteignamati fyrir árið 2015.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1407091 – Landsfundur jafnréttisnefnda 2014

      Lagt fram fundarboð vegna landsfundar jafnréttisnefnda sem haldinn verður 19. september 2014

      Lagt fram til kynningar.

    • 1407095 – Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, ályktanir 15. þings

      Lagðar fram til kynningar ályktanir frá 15. þingi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutingarmanna.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1407093 – Samband íslenskra sveitarfélaga, XXXVIII. landsþing 2014

      Lagt fram fundarboð XXXVIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1406391 – Sólvangsvegur 1-3,lóðarleigusamningur

      Stjórn Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar óskar með bréfi dags 3.7.2014 að gerð verði breyting á lóðarleigusamningi vegna lóðarinnar Sólvangsvegur 1-3.

      Bæjarráð staðfesti fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 1407105 – Flóttamenn, samningur um móttöku

      Lögð fram drög að samningi við velferðarráðuneytið um móttöku flóttamanna, Um er að ræða 1 fjölskyldu, 6 manns.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sviðsstjóra að ganga frá samningnum.

    • 1402287 – Herjólfsgata 30 - 34, deiliskipulag

      Lagður fram til afgreiðslu bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar 2. liður út fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 8. júlí sl. $line$$line$1402287 – Herjólfsgata 30 – 34, deiliskipulag$line$Tekið fyrir að nýju erindi Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts Hornsteinum ehf f.h. Laxamýri ehf. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum fyrir lóðirnar Herjólfsgötu 30 – 34 skv. meðfylgjandi gögnum dags. 03.03.14. Skipulagið var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulags- og byggignarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim. Lögð fram viðbótargögn frá Hornsteinum ehf og Skipulags- og byggingarsviði.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn Skipulags-og byggingarsviðs að sinni, samþykkir deiliskipulagið með þeim breytingum að bílastæðakvöð verði 1.8 stæði á íbúð, bílastæðum verði fækkað að því marki ofan jarðar, og gerður verði kantur útað götunni.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deilsikipulagi Hleina að Langeyramölum hvað varðar lóðirnar Herjólfsgötu 30-34 dags. 3. mars 2014 og að málinu verði lokið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð vísar málinu áfram til afgreiðslu Bæjarstjórnar Garðabæjar”$line$ $line$

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

      Farið yfir störf verkefnisstjórnar um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis og umboð hennar.$line$

      Bæjarráð mun endurskipa verkefnistjórn og umboð hennar á næsta fundi.

    Umsóknir

    • 1407008 – Brekkugata 11, umsókn um lóðastækkun

      Lagt fram erindi Jóhönnu Kristófersdóttur sent í tölvupósti 1. júlí sl. þar sem óskað er eftir viðbótarlóð við Brekkugötu 11 sem er 248,5 m2 ræma ofan við núverandi lóð. Um er að ræða lagfæringu í samræmi við nýsamþykkt deiliskipulag og í samráði við teiknistofu skipulags- og byggingarfulltrúa.

      Bæjaráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að úthluta Jóhönnu Kristófersdóttur lóðastækkun í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.

    • 1406307 – Hádegisskarð 13, kauptilboð

      Tekið fyrir að nýju kauptilboð í ofangreinda lóð.

      Bæjarráð synjar erindinu.

    • 1406308 – Hádegisskarð 15, kauptilboð

      Tekið fyrir að nýju kauptilboð í ofangreinda lóð.

      Bæjarráð synjar erindinu.

    • 1404419 – Klukkuvellir 28-38, tilboð í lóðir

      Tekið fyrir að nýju tilboð í ofangreindar lóðir.$line$Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við erindið en bendir á að það þarfnast deiliskipulagsbreytingar.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð miðað við gildandi skipulag. Verði fallist á deiliskipulagsbreytingu verði greitt sambærilegt verð fyrir viðbótarhús.

    Fundargerðir

    • 1401066 – Strætó bs, fundargerðir 2014

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 2.6. og 4.7. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 6.6., 13.6. og 3. 7.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1406017F – Forsetanefnd - 16

      Lögð fram fundargerð forsetanefndar frá 27. júní sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1407003F – Forsetanefnd - 17

      Lögð fram fundargerð forsetanefndar frá 4. júlí sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1406014F – Hafnarstjórn - 1453

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 26.6. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1406016F – Menningar- og ferðamálanefnd - 225

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 27.6. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.

      Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar í bæjaráði í umboði bæjarstjórnar:$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.6. og 2.7. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.7. og 8.7. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 25.6.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 27.6.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 27.6.

      Lgt fram til kynningar.

Ábendingagátt