Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Lögð fram samþykkt bæjarstjórnar frá 18. júní sl.:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að farið verði í atvinnuþróunarverkefni sem miði að því að efla atvinnulíf í bænum. Farið verði í markvissa kynningu á þeim möguleikum sem Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða jafnt fyrir starfandi fyrirtæki sem og þeim sem hyggja á nýja atvinnustarfsemi. Einnig verði gerðar tillögur að því hvernig styrkja megi samskipti bæjaryfirvalda við fyrirtæki og atvinnulíf. Bæjarráði verði falin frekar útfærsla verkefnisins.“
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu á milli funda.
Samningur um útsendingar bæjarstjórnarfunda rann út 1. júní sl. Farið yfir fyrirkomulag og framhald útsendinganna.$line$Upplýsingafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir stöðuna varðandi útsendingar. $line$Jafmframt var farið yfir vinnulag varðandi auglýsingar bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að framlengja tímabundið fyrirliggjandi samning.$line$Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna að framtíðarúrlausn.
Farið yfir forsendur gildandi gjaldskrá leikskólagjalda. $line$Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu gerði grein fyrir breytingum á tekjuviðmiði vegna viðbótarafsláttar leikskólagjalda.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytt tekjuviðmið viðbótarafsláttar í gjaldskrá leikskóla.“$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs leggja fram eftirfarandi bókun:$line$“Fulltrúar Samfylkingar og VG ítreka tillögu sína sem lögð var fram í fjölskylduráði þann 25. júní sl.og fræðsluráði þann 27. júní um að settur verði á stofn þverpólitískur starfshópur fjölskyldu- og fræðsluráðs sem fái það verkefni að endurskoða greiðslufyrirkomulag og greiðsluþátttöku vegna gjalda hjá dagforeldrum, í leikskólum, Tónlistarskóla, frístundaheimilum ogvegna máltíða í grunnskólum. $line$Hópnum verði falið að móta tillögur sem miða að því að lækka heildarþjónustugjöld að teknu tilliti til heimilistekna og setja skilgreint hámarksþak á þjónustugjöld hverrar barnafjölskyldu.$line$$line$Starfshópurinn fái jafnframt það hlutverk að móta tillögur sem miða að því að tryggja jafnan aðgang barna að íþrótta- og tómstundastarfi t.d. með auknum sveigjanleikja í nýtingu niðurgreiðslna þátttökugjalda og/eða útgáfu frístundakorts í stað núverandi fyrirkomulags á niðurgreiðslum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna.“$line$
Gerð grein fyrir útgjaldaþætti fyrirliggjandi ráðningarsamnings.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra með svari lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram erindi Mannvirkjastofnunar frá 19. ágúst sl. varðandi úttekt á Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins árið 2014. Jafnframt lagt fram svarbréf Slökkviliðsins frá 19. júlí sl. vegna þeirra athugasemda sem fram komu við úttektina.
Lagður fram lóðaleigusamningur vegna lóðarinnar Fléttuvellir 3, lausar kennslustofur við Hraunvallaskóla.
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
Lagt fram erindi Jafnréttisstofu dags. 14. ágúst sl. þar minnt er á skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008.
Tekinn til umfjöllunar samningur vegna Kveikjunnar en hann rennur út um næstu mánaðarmót.$line$Jafnframt kom fram að húsnæðið sem hýsir starfsemina hefur verið selt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
Lagt fram erindi Geirs Magnússonar og Kristins Þórs Geirssonar dags. 23. júlí 2014 þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Fluguskeið 6.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir afsal lóðarinn Fluguskeið 6. Um endurgreiðslu lóðarverðs gilda ákvæði 9. greinar laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006 en ekki 3. töluliður bráðbirgðaákvæðis sömu laga.“
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna send í tölvupósti 26.8.:$line$“Hvaða ákvæði í viðskiptasamningi Hafnarfjarðarbæjar og Íslandsbanka dags. 14. ágúst 2014 eru bundin trúnaði og verða ekki birt almenningi og um hvað fjalla þau ákvæði?$line$Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs.“$line$
Samningar vegna gjaldeyrisskipta eru opnir á vef Hafnarfjarðarbæjar í fundargerð bæjarráðs frá 14. ágúst. Íslandsbanki hefur óskað eftir því að ákveðin ákvæði í samningum bæjarins verði bundin trúnaði vegna viðskiptahagsmuna bankans. Ákvæðin eru í tveimur skjölum, annars vegar í CIRS samningnum (sem er staðfesting á sjálfri afleiðunni) og svo hins vegar í viðauka við ISDA samninginn. Þau varða annars vegar álag á REIBOR vexti og hins vegar mörk sem sett eru í tengslum við tryggingar.
Kjartan Freyr Ásmundsson sækir um lóðarstækkun skv. framlögðu lóðarblaði. Stækkunin er 75,4 m2$line$Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið á afgreiðslufundi þann 2.4.2014 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lóðarstækkun við ofangreinda lóð sem nemur 75,4 m2.“
Tekin til umfjöllunar síðari úthlutun styrkja bæjarráðs 2014.
Bæjarráð samþykkir að halda óbreyttu fyrirkomulagi varðandi seinni úthlutun þessa árs.
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 13. ágúst sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 22. ágúst sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 22. ágúst sl.
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 26.6.
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18. 8. sl.