Bæjarráð

28. ágúst 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3386

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1406356 – Atvinnuþróun og markaðssetning Hafnarfjarðarbæjar

      Lögð fram samþykkt bæjarstjórnar frá 18. júní sl.:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að farið verði í atvinnuþróunarverkefni sem miði að því að efla atvinnulíf í bænum. Farið verði í markvissa kynningu á þeim möguleikum sem Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða jafnt fyrir starfandi fyrirtæki sem og þeim sem hyggja á nýja atvinnustarfsemi. Einnig verði gerðar tillögur að því hvernig styrkja megi samskipti bæjaryfirvalda við fyrirtæki og atvinnulíf. Bæjarráði verði falin frekar útfærsla verkefnisins.“

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu á milli funda.

    • 0902057 – Flensborgarskóli, samningur um hljóðvarpssendingar

      Samningur um útsendingar bæjarstjórnarfunda rann út 1. júní sl. Farið yfir fyrirkomulag og framhald útsendinganna.$line$Upplýsingafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir stöðuna varðandi útsendingar. $line$Jafmframt var farið yfir vinnulag varðandi auglýsingar bæjarins.

      Bæjarráð samþykkir að framlengja tímabundið fyrirliggjandi samning.$line$Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna að framtíðarúrlausn.

    • 1311213 – Gjaldskrár 2014

      Farið yfir forsendur gildandi gjaldskrá leikskólagjalda. $line$Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu gerði grein fyrir breytingum á tekjuviðmiði vegna viðbótarafsláttar leikskólagjalda.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytt tekjuviðmið viðbótarafsláttar í gjaldskrá leikskóla.“$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs leggja fram eftirfarandi bókun:$line$“Fulltrúar Samfylkingar og VG ítreka tillögu sína sem lögð var fram í fjölskylduráði þann 25. júní sl.og fræðsluráði þann 27. júní um að settur verði á stofn þverpólitískur starfshópur fjölskyldu- og fræðsluráðs sem fái það verkefni að endurskoða greiðslufyrirkomulag og greiðsluþátttöku vegna gjalda hjá dagforeldrum, í leikskólum, Tónlistarskóla, frístundaheimilum ogvegna máltíða í grunnskólum. $line$Hópnum verði falið að móta tillögur sem miða að því að lækka heildarþjónustugjöld að teknu tilliti til heimilistekna og setja skilgreint hámarksþak á þjónustugjöld hverrar barnafjölskyldu.$line$$line$Starfshópurinn fái jafnframt það hlutverk að móta tillögur sem miða að því að tryggja jafnan aðgang barna að íþrótta- og tómstundastarfi t.d. með auknum sveigjanleikja í nýtingu niðurgreiðslna þátttökugjalda og/eða útgáfu frístundakorts í stað núverandi fyrirkomulags á niðurgreiðslum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna.“$line$

    • 1406242 – Ráðning bæjarstjóra

      Gerð grein fyrir útgjaldaþætti fyrirliggjandi ráðningarsamnings.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1408161 – Lögfræðiálit, beiðni

      Lagt fram minnisblað sviðsstjóra með svari lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1408300 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, úttekt 2014

      Lagt fram erindi Mannvirkjastofnunar frá 19. ágúst sl. varðandi úttekt á Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins árið 2014. Jafnframt lagt fram svarbréf Slökkviliðsins frá 19. júlí sl. vegna þeirra athugasemda sem fram komu við úttektina.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0911239 – Hafnarfjarðarkaupstaður, lóðarleigusamningar

      Lagður fram lóðaleigusamningur vegna lóðarinnar Fléttuvellir 3, lausar kennslustofur við Hraunvallaskóla.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 1408351 – Jafnréttislög nr. 10/2008, skyldur sveitarfélaga

      Lagt fram erindi Jafnréttisstofu dags. 14. ágúst sl. þar minnt er á skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008.

      Lagt fram til kynningar.

    • 10021776 – Kveikjan, frumkvöðlasetur

      Tekinn til umfjöllunar samningur vegna Kveikjunnar en hann rennur út um næstu mánaðarmót.$line$Jafnframt kom fram að húsnæðið sem hýsir starfsemina hefur verið selt.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

    • 1408323 – Fluguskeið 6, skil á lóð

      Lagt fram erindi Geirs Magnússonar og Kristins Þórs Geirssonar dags. 23. júlí 2014 þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Fluguskeið 6.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir afsal lóðarinn Fluguskeið 6. Um endurgreiðslu lóðarverðs gilda ákvæði 9. greinar laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006 en ekki 3. töluliður bráðbirgðaákvæðis sömu laga.“

    • 1408367 – Viðskiptasamningur Hafnarfjarðarbæjar og Íslandsbanka, fyrirspurn

      Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna send í tölvupósti 26.8.:$line$“Hvaða ákvæði í viðskiptasamningi Hafnarfjarðarbæjar og Íslandsbanka dags. 14. ágúst 2014 eru bundin trúnaði og verða ekki birt almenningi og um hvað fjalla þau ákvæði?$line$Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs.“$line$

      Samningar vegna gjaldeyrisskipta eru opnir á vef Hafnarfjarðarbæjar í fundargerð bæjarráðs frá 14. ágúst. Íslandsbanki hefur óskað eftir því að ákveðin ákvæði í samningum bæjarins verði bundin trúnaði vegna viðskiptahagsmuna bankans. Ákvæðin eru í tveimur skjölum, annars vegar í CIRS samningnum (sem er staðfesting á sjálfri afleiðunni) og svo hins vegar í viðauka við ISDA samninginn. Þau varða annars vegar álag á REIBOR vexti og hins vegar mörk sem sett eru í tengslum við tryggingar.

    Umsóknir

    • 1401851 – Selvogsgata 3, lóðarstækkun

      Kjartan Freyr Ásmundsson sækir um lóðarstækkun skv. framlögðu lóðarblaði. Stækkunin er 75,4 m2$line$Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið á afgreiðslufundi þann 2.4.2014 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lóðarstækkun við ofangreinda lóð sem nemur 75,4 m2.“

    Styrkir

    Fundargerðir

    • 1401099 – Stjórn SSH, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 13. ágúst sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 22. ágúst sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1311204 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 22. ágúst sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1408016F – Hafnarstjórn - 1455

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 26.6.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1408012F – Menningar- og ferðamálanefnd - 227

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18. 8. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt