Bæjarráð

11. september 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3387

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • 1402287 – Herjólfsgata 30 - 34, deiliskipulag

   Sviðsstjóri skipulags- og byggingarmála mætti á fundinn og kynnti deiliskipulag fyrir Herjólfsgötu 30 – 34, en gerð hefur verið smávægileg textabreyting varðandi hljóðvist í húsinu, sjávarstöðu og minjar á lóðinni, sem eru engar.

   Bæjarráð þakkar kynninguna.

  • 0907045 – Flensufaraldur, viðbragsáætlun

   Lagt fram erindi stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 22. ágúst sl. þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að sveitarfélögin uppfæri kaflan um stjórnkerfið í viðbragðsáætluninni.$line$Upplýsingafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir viðbragðsáætlun Hafnarfjarðar.

   Til upplýsinga.

  • 1406379 – Viðaukar við fjárhagsáætlanir

   Tekið fyrir að nýju erindi innanríkisráðuneytis varðandi gerð viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.$line$Bæjarstjóri fór yfir gerð viðauka og verklag þar að lútandi. $line$Jaframt var upplýst um stöðu fjárhagsáætlunarvinnu.

   Til umræðu og upplýsinga.

  • 1405304 – Leigusamningur um frjálsíþróttahús FH í Kaplakrika

   Lagður fram leigusamningur um frjálsíþróttahús FH í Kaplakrika sem fjölskylduráð samþykkti fyrir sitt leyti 27. ágúst sl. og vísaði til bæjarráðs.

   Bæjarráð vísar fyrirliggjandi samningi til nánari skoðunar hjá bæjarstjóra.

  • 1406409 – Hreinsun iðnaðar- íbúðar- og nýbyggingarsvæða 2014

   Tekin fyrir að nýju samþykkt skipulags- og byggingarráðs frá 7.8. sbr. bókun bæjarráðs frá 14.8. þar sem óskað var eftir nánari útfærslu og kostnaðargreiningu.$line$Lögð fram umbeðin kostnaðagreining.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra nánari útfærslu málsins.

  • 1409081 – Golfklúbburinn Keilir, ósk um viðræður

   Lagt fram erindi Golfklúbbsins Keilis dags. 2. september sl. þar sem óskað er eftir viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um aðkomu sveitarfélagsins að breytingum á Hvaleyrarhluta golfvallar félagsins.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn golfklúbbsins.

  • 1409070 – Hrafnista, hjúkrunarálma, bygging

   Lagt fram erindi formanns og stjórnarformanns Hrafnistuheimilinna dags. 28. ágúst sl. varðandi byggingu hjúkrunarálmu við Hrafnistu.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1409208 – Húsnæði fyrir alla, ráðstefna

   Lagður fram tölvupóstur dags. 4. september 2014 þar sem kynnt er ráðstefnan “Húsnæði fyrir alla” (A home for all”) sem haldin verður í Noregi 9. – 10. október nk.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna málið innan stjórnsýslunnar.

  • 1405412 – Húsverndunarsjóður

   Lögð fram samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 28. maí sl. þess efnis að endurvakinn verði Húsverndarsjóður Hafnarfjarðar frá árinu 2002 en málinu var vísað til bæjarráðs.

   Bæjarráð vísar málinu til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

  • 1409090 – Slökkvilið, reglugerð, drög

   Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá 1. september sl. og drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða. Óskað er eftir umsögn um drögin.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp á vettvangi stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

  • 1409063 – Sorpa bs, uppgjör 2014

   Lagt fram til kynningar árshlutauppgjör Sorpu bs janúar – júní 2014.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1407091 – Landsfundur jafnréttisnefnda 2014

   Lögð fram drög að dagskrá landsfundar jafnréttisnefnda sem haldinn verður 18. – 19. september nk. í Reykjavík.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1409272 – Austurgata 22 og Strandgata 19, lækkun gatnagerðargjalda

   Lagt fram erindi Costa Investments ehf sent í tölvupósti 9. september 2014 þar sem farið er fram á lækkun gatnagerðargjalda vegna nýbygginga við ofangreindar lóðir.

   Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarmála.

  Fundargerðir

Ábendingagátt