Bæjarráð

29. september 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3388

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • 1409272 – Austurgata 22 og Strandgata 19, lækkun gatnagerðargjalda

   Tekin fyrir að nýju beiðni um lækkun gatnagerðargjalda vegna ofangreindra lóða.$line$Lögð fram umbeðin umsögn skipulags- og byggingarmála.

   Bæjarráð samþykkir að gatnagerðargjöld verði samkvæmt 6. grein samþykktar um gatnagerðargjaldi í samræmi við umsögn skipulags- og byggingarmála.

  • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017

   Lögð fram samþykkt umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10. september sl. um breytingu á framkvæmdaáætlun.

   Lagt fram, afgreiðslu frestað.

  • 1408150 – Iðavellir, Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar, kostnaður vegna tenginga

   Lagt fram erindi Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar dags. 10. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir niðurfellingu á kostnaði vegna tenginga á vatnsinntaki.

   Bæjarráð samþykkir styrk til Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar sem nemur kostnaði við tengingu á vatnsinntaki.

  • 1007515 – Iðnskólinn í Hafnarfirði, viðbótahúsnæði, leigusamningur

   Lagt fram erindi Taber ehf sent í tölvupósti 16. september 2014 þar sem farið er fram á heimild til að flytja fasteignina Iðnskólinn í Hafnarfirði innan samstæðu frá félaginu Taber ehf yfir til Helsta ehf í samræmi við fyrirliggjandi aðilaskiptayfirlýsingu.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir fyrirliggjandi samninga.

  • 1409090 – Slökkvilið, reglugerð, drög

   Lögð fram til kynningar drög að umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga um reglugerð um starfsemi slökkviliðs.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1409893 – Þingsályktunartillaga, efling heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu, 14. mál til umsagnar

   Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis, dags. 26. sept. sl., þar sem umsagnar er óskað um ofangreint mál.

   Bæjarráð vísar fyrirliggjandi erindi til fræðsluráðs og fjölskylduráðs.

  • 1409894 – Frumvarp til laga um virðisaukaskatt o.fl. (skattkerfisbreytingar), 2. mál til umsagnar

   Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis, dags. 23. sept. sl., þar sem umsagnar er óskað um ofangreint mál.

   Lagt fram.

  • 1409895 – Frumvarp til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 (breyting ýmissa laga), 3. mál. til umsagnar

   Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis, dags. 23. sept. sl. þar sem umsagnar er óskað um ofangreint mál.

   Lagt fram.

  • 1409827 – Samvinna og samstarf, Pólland

   Lagt fram erindi frá Krzysztof Leonczuk dags. 16. sept. sl. varðandi samvinnu og samstarf við Pólland.

   Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjastjóra að svara því.

  • 1409604 – Bandalag kvenna, húsnæðisaðstaða

   Lagt fram erindi Bandalags kvenna í Hafnarfirði dags. 17. sept. 2014 þar sem óskað er eftir húsnæðisaðstöðu fyrir Bandalag kvenna, Mæðrastyrksnefnd og Öldungaráð.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins í samvinnu við umhverfi- og framkvæmdi.

  Styrkir

  • 1409368 – Hafnarfjarðarkirkja, fjárstyrkur, umsókn, söguritun

   Lagt fram erindi sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju dags. 24. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir styrk til ritunar sögu Hafnarfjarðarkirkju og Garðaprestakalls.

   Lagt fram.

  Fundargerðir

  • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

   Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 12. september sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1409010F – Hafnarstjórn - 1457

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 23.sept.sl.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt