Bæjarráð

12. febrúar 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3400

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1501927 – Þjónusta sveitarfélaga, Hafnarfjörður, könnun

      Upplýsingafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir helstu niðurstöður könnunarinnar.

      Til kynningar.

    • 1502178 – Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, rekstur og fjárhagsstaða

      Lagður fram tölvupóstur, dags. 19. janúar sl. frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga varðandi kynningarfund um rekstur og fjárhagsstöðu B-deildar sjóðsins.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á slíkum fundi.

    • 1305351 – Frederiksberg, vinabæjarmót 2015

      Tekið fyrir að nýju og gengið frá tilnefningum fulltrúa á vinabæjarmótið.

      Bæjarráð tilnefnir Guðlaugu Kristjánsdóttur, Unni Láru Bryde og Öddu Maríu Jóhannsdótttur.

    • 1502158 – Hämeenlinna Finnlandi, boðsbréf

      Lagt fram boðsbréf borgarstjórans í Hämeenlinna dags. 3.2.2015 vegna hátíðarhalda í tilefni þess að 150 ár eru frá fæðingu tónskáldsins Jean Sibelius sem fæddur var í Hämeenlinna.

      Lagt fram.

    • 1412146 – HS Veitur, hluthafafundur 2014/2015

      Lögð fram tillaga frá hluthafafundi HS Veitna 19. janúar sl. þess efnis að félagið kaupi eigin hlutabréf af hluthöfum ef hagkvæm fjármögnun fæst.

      Bæjarráð vísar eftirarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu hluthafafundar HS Veitna um að kaupa eigin hlutbréf af hluthöfum í samræmi samþykkt hluthafafundar 19. janúar 2015.”

    • 15011033 – Iðnskólinnn í Hafnarfirði, húsnæðismál

      Tekið fyrir að nýju erindi Iðnskólans í Hafnarfirði varðandi afnot af húsnæði bæjarins á Flatahrauni 14.

      Bæjarráð telur ekki tímbært að ráðstafa Flatahrauni 14 eins og er þar sem framtíð hússins og lóðarinnar er í skoðun en felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við forsvarsmenn Iðnskólans um húsnæðismál hans.

    • 10021776 – Kveikjan, frumkvöðlasetur

      Húsnæðismál Kveikjunnar tekin fyrir að nýju.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1502179 – Lóðarleiga, misræmi í skráningu lóða

      Gerð grein fyrir misræmi í skráningu nokkurra hafnarlóða sem orsakað hafa tvíinnheimtu. $line$Gerð grein fyrir að umræddum lóðarhöfum hefur verið kynnt málið.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1405454 – Steinhella 17 B, fyrirspurn um breytta notkun fastanr. 223 893, mhl 02.

      Lagt fram erindi Guðmundar Adolfssonar og Jónasar Stefánssonar dags. 28. janúar sl. varðandi breytta notkun á iðnaðarhús á ofangreindri lóð sem telst vera á mörkum þynningarsvæðis álversins.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu,

    • 1502224 – FMS heimsókn

      Bæjarstjóri gerði grein fyrir heimsókn fulltrúa FMS og viðræðum við Seðlabankann.

      Til upplýsinga.

    • 15011057 – Verkfallslistar 2015

      Lögð fram tillaga mannauðsstjóra að verkfalllslistum 2015.$line$Mannauðsstjóri mætti á fundinn.

      Bæjarráð staðfestir framlagða verkfallslista.

    • 1502192 – Fasteignaskattur félagsamtaka, niðurfelling

      Lagt fram yfirlit yfir niðurfellingu á fasteignaskatti félagasamtaka sbr. samþykktar reglur þar að lútandi.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1502195 – Reglur um tekjutengdan afslátt fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega

      Túlkun ofangreindra reglna þegar um er að ræða andlát maka tekin til umfjöllunar.

      Bæjarráð samþykkir að réttur til afsláttar eftirlifandi maka verði miðaður við tekjumörk einstaklinga.

    • 1501979 – Hafnarfjarðarbær, forkaupsréttur

      Lagt fram erindi Arion banka varðandi forkaupsrétt á jörðinni Lónakot og samþykki meðeigenda vegna yfirfærslu á eigninni til Landeyjar sem er dótturfyrirtæki bankans og sér um fasteignir hans. $line$$line$Einnig lögð fram eftirfarandi tillaga varðandi almennan forkaupsrétt í lóðarleigusamningum:$line$”Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt þann sem tryggður er í lóðarleigusmaningum nema með sértakri yfirlýsingu þar að lútandi hverju sinni.”

      Bæjarráð samþykkti að falla frá forkaupsrétti varðandi flutning á Lónakoti yfir til Landeyjar.$line$$line$Einnig samþykkti bæjarráð fyrirliggjandi tillögu varðandi almenna forkaupsréttinn.

    • 1502216 – Innheimtumál, fyrirspurn

      Lögð fram skrifleg fyrirspurn bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna.$line$$line$Af gefnu tilefni, með vísan til 28. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 28/2011, leggja fulltrúar Samfylkingar og VG fram eftirfarandi skriflega fyrirspurn um framkvæmd innheimtumála hjá Hafnarfjarðarbæ.$line$$line$1. Hversu oft á sl. 12 mánuðum hefur barni verið úthýst af leikskólum Hafnarfjarðarbæjar vegna vangreiddra leikskólagjalda? $line$$line$2. Á hvaða aldri voru þau börn sem hefur verið úthýst af leikskólum Hafnarfjarðarbæjar vegna vangreiddra leikskólagjalda sl. 12 mánuði? $line$$line$3. Hversu lengi að meðaltali hafa þau börn verið utan leikskóla að meðaltali sem hefur verið úthýst vegna vangreiddra leikskólagjalda og hversu lengi hefur sá tími verið að hámarki? $line$$line$4. Eftir hvaða verklagsreglum er farið þegar þessu innheimtuúrræði er beitt svo m.a. sé tryggt að ekki sé farið harðar fram við innheimtu en réttlætanlegt er með hliðsjón af hagsmunum barns? $line$$line$Ekki er óskað upplýsinga sem talist geta viðkvæmar persónuupplýsingar eða fallið geta undir ákvæði laga um persónuvernd og meðferð trúnaðarupplýsinga nr. 77/2000.$line$ $line$Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs.$line$

      Lagt fram.

    • 1502218 – Upplýsingamál, fyrirspurn

      Lögð fram skrifleg fyrirspurn bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG óska eftir upplýsingum hvers vegna erindi til bæjarstjórnar sem barst bæjaryfirvöldum með formlegum hætti þann 13. janúar sl. frá foreldrafélagi Áslandsskóla hafi ekki enn verið komið á framfæri við bæjarstjórn, nú nærri mánuði eftir að erindið barst til bæjarstjóra?$line$$line$Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs.$line$$line$Bókun:$line$Af gefnu tilefni árétta fulltrúar Samfylkingar og VG mikilvægi þess að farið sé að reglum um birtingu gagna með fundargerðum á vef Hafnarfjarðarbæjar sem samþykktar voru á síðasta kjörtímabili og var ætlað að auka aðgengi almennings að upplýsingum og gagnsæi í ákvörðunum bæjarstjórnar. Eðlilegt er að kynning á reglunum fari fram í öllum ráðum og nefndum svo allir sem þar koma að málum séu meðvitaðir um tilvist þeirra og þýðingu. $line$$line$Þá benda fulltrúar Samfylkingar og VG á að ástæða er til endurskoðunar á gildandi verklagsreglum um aðgengi bæjarfulltrúa að gögnum frá 2. júní 2009 til samræmis við breytingar á sveitarstjórnarlögum og síðustu endurskoðunar samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.$line$$line$Lagt fram minnisblað bæjarstjóra frá fundi með foreldrum úr Áslandsskóla.

      Lagt fram.

    • 1502220 – Breytingar í rekstri fyrirtækja og stofnana Hafnarfjarðarbæjar, fyrirspurn

      Lögð fram skrifleg fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram eftirfarandi skriflega fyrirspurn um breytingar í rekstri fyrirtækja og stofnana Hafnarfjarðarbæjar.$line$$line$Hafa á undanförnum vikum eða mánuðum verið gerðar einhverjar breytingar á t.d. starfskjörum einstakra hópa starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar, almennar breytingar á fyrirkomulagi vinnutíma (s.s.vaktafyrirkomulagi) í stofnunum sem tilheyra sveitarfélaginu, á framkvæmd innkaupa eða öðru sem telja má til almennra breytinga á verklagi og/eða daglegri framkvæmd í rekstri og stjórnun sveitarfélagsins?$line$$line$Ef já, hverjar hafa þær verið, á grundvelli hvaða ákvarðana bæjarstjórnar/bæjarráðs hefur verið ráðist í þær og hvenær og hvernig hefur bæjarstjóri sinnt upplýsingaskyldu sinni um framkvæmd þeirra gagnvart bæjarstjórn eða eftir atvikum bæjarráði?$line$$line$Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs.$line$

      Lagt fram. $line$$line$

    • 1502221 – Húsaleigubætur, breyting á reglum

      Fulltrúar Samfylkingar og VG óska eftir upplýsingum um tilurð og feril breytinga á reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur frá 3. maí 2005 með síðari breytingum, sem virðast hafa átt sér stað um síðustu áramót án þess að fyrir lægi sérstakt samþykki bæjarstjórnar. $line$$line$Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs$line$

      Í ljósi málsmeðferðarinnar samþykkir bæjarráð að leita álits innanríkisráðuneytisins á því hvort framkvæmd breytinganna hafi verið í samræmi við lög, samþykktir eða reglur sem kunna að eiga við um slíkar ákvarðanir. $line$$line$Bæjarráðsmenn Sjálfsstæðisflokksins og Bjartr framtíðar legggja fram eftirfarandi bókun:$line$Fjölskylduráð mun að gefnu tilefni taka málefni sérstakra húsaleigubóta til skoðunar á fundi sínum þann 13. febrúar næstkomandi.$line$Meðal þess sem rýna þarf er stjórnsýsluframkvæmd við ákvarðanatöku um breytingu á umræddum fjárstuðningi í desember síðastliðnum í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. $line$Farið verður yfir reglur og fjárhæðir sem um sérstakar húsaleigubætur gilda og hvaða verklag hefur verið viðhaft varðandi ákvarðanir sem teknar hafa verið um ákvæði og úthlutun sérstakra húsaleigubóta. Óskað hefur verið eftir áliti frá velferðarráðuneyti og samráð haft við lögfræðisvið Sambands íslenskra sveitarfélaga. $line$Ráðið mun einnig kalla eftir ítarlegum samanburði á umgjörð sérstakra húsaleigubóta milli sveitarfélaga, þar sem kjör í Hafnarfirði eru borin saman við sambærileg sveitarfélög.

    • 1502215 – Kosningaréttur kvenna, 100 ára afmæli

      Sviðsstjóri kynnti þá undirbúningsvinnu embættismanna sem farin er af stað vegna afmælisins. $line$$line$Bæjarráð tilnefni þrjá kjörna fulltrúa í undirbúningsvinnu vegna afmælisins.$line$

      Til kynningar.$line$Tilnefningum frestað til næsta fundar.

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Lögð fram eftirfarandi tillaga :$line$”Bæjarstjóra er falið að hefja undirbúning að stofnun markaðsstofu fyrir Hafnarfjarðarbæ, sem hefur að meginmarkmiði að kynna Hafnarfjörð og kosti bæjarfélagsins fyrir starfsemi fyrirtækja, móttöku ferðamanna og nýjum íbúum. Jafnframt er markaðsstofunni ætlað að efla samstarf og tengsl við fyrirtæki og aðra starfsemi sem þegar er til staðar í bænum.$line$$line$Lagt er til að boðað verði til opins fundar um stofnun markaðsstofu fimmtudaginn 5. mars kl. 17, þar sem sérstaklega verði kallað eftir þátttöku úr atvinnulífi bæjarins. Bæjarstjóra er falið að undirbúa fundinn og tillögur sem þar yrðu kynntar um rekstrarfyrirkomulag og starfsemi markaðsstofunnar.”$line$

      Bæjarráð samþykkti framlagða tillögu.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Fulltrúar Samfylkingar og VG fagna því að nýr meirihluti ætli að endurvekja vinnu við undirbúning stofnunar Hafnarfjarðarstofu á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar frá 22. janúar á síðasta ári.”

    • 1502226 – Skipulagsdagar og vetrarfrí í skólum Hafnarfjarðar, frítt í sund

      Lögð fram eftirfarandi tillaga:$line$”Bæjarráð samþykkir að dagana 25. feb. – 1. mars þegar skipulagsdagur og vetrarfrí er í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar, verði börnum yngri en 18 ára og forráðamönnum þeirra veittur ókeypis aðgangur í sundlaugar bæjarins.” $line$ $line$

      Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu.

    Umsóknir

    • 15011082 – Öldugata 18, lóðarstækkun, umsókn

      Lögð fram umsókn Rakelar Hermannsdóttur og Hlyns Örvars Einarssonar dags. 25.1.2015 um stækkun við lóð þeirra að Öldugötu 18 í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir umbeðna lóðarstækkun við Öldugötu 18 í samræmi við fyirliggjandi gögn og nánari skilmáls skipulags- og byggingarfulltrúa.”

    • 1502191 – Koparhella 1, lóðarumsókn

      Lagt fram erindi GT Hreinsun ehf. sent í tölvupósti 4. febrúar sl. varðandi viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um kaup á ofangreindri lóð og hugsanlegan aðgang að Undirhlíðarnámum.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við umsækjanda.

    • 1502228 – Koparhella 1, umsókn um lóð

      Lagt fram erindi Sveins Gunnarsson, kt. 090855-3529, þar sem óskað er eftir viðræðum um leigu eða kaup á ofangreindri lóð.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við umsækjanda.

    Fundargerðir

    • 1502079 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 2. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 6. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

      Lagðar fram fuundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 23. og 30. janúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1501027F – Hafnarstjórn - 1465

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 2.2. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1502001F – Hafnarstjórn - 1466

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 4.2.sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1501022F – Menningar- og ferðamálanefnd - 238

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29.1. sl.

    • 1502003F – Menningar- og ferðamálanefnd - 239

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 4.2. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt