Bæjarráð

26. febrúar 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3401

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Unnur Lára Bryde varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1502216 – Innheimtumál, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju ofangreind fyrirspurn og lögð fram svör. Sviðsstjóri gerði grein fyrir svörunum.

      Lagt fram. $line$$line$Gert var stutt fundarhlé. $line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áhyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$”Fulltrúar Samfylkingar og VG gagnrýna þá málsmeðferð sem fyrirspurn um innheimtumál hefur fengið. Upphafleg fyrirspurn var lögð fram í fræðsluráði þann 12. janúar sl, og aftur í bæjarráði þann 12. febrúar sl. Enn hafa ekki fengist fullnægjandi svör við ítrekuðum fyrirspurnum um það hvort og þá hve mörgum börnum hefur verið úthýst af leikskólum vegna vangreiddra leikskólagjalda né heldur hversu lengi sá tími hefur verið að hámarki. $line$$line$Leikskólastigið gegnir afar þýðingarmiklu hlutverki og ótækt að börnum sé beitt með þessum hætti í innheimtuaðgerðum bæjaryfirvalda. Þó tilvik þar sem börnum er vísað af leikskólum vegna vangoldinna gjalda séu ekki mörg á ári teljum við hvert slíkt tilvik einu of mikið. Fullyrðingar bæjarstjóra í fjölmiðlum um að hvert einstakt atvik sé skoðað vel og gripið inn í eftir atvikum stenst heldur ekki fyllilega skoðun þar sem nýleg dæmi virðast um að börn hafi verið utan leikskóla svo mánuðum skiptir. Við ítrekum þær áhyggjur sem við höfum áður bent á varðandi hlut innheimtufyrirtækisins Motus í þessu sambandi en miðað við gögn sem lögð hafa verið fram kemur berlega í ljós hver áhrif hás innheimtukostnaður geta verið fyrir bæjarbúa, ekki síst tekjulægstu heimilin.”$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$”Að undanförnu hafa bæjarfulltrúar fengið ítarlegar útskýringar, bæði skriflega og munnlega, á þeim þáttum sem komið hafa fram í fyrirspurnum minnihlutans um þessi mál. Ágreiningur hefur verið milli bæjarráðsmanna um hve nánar og eða persónugreinanlegar upplýsingar skuli birta opinberlega í fundargerðum. Óskað er eftir því að bæjarstjóri fái lögfræðilegt álit á því hve ítarlegar upplýsingar megi birta þannig að ekki sé rekjanlegt til viðkomandi einstaklinga. $line$$line$Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálstæðisflokksins eru sammála ábendingum fyrrverandi meirihluta í bæjarráði um að rétt sé að endurskoða það verklag sem hefur verið við lýði að minnsta kosti sl. 10 ár í Hafnarfirði í innheimtumálum leikskólagjalda.”

    • 1502218 – Upplýsingamál, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju ofangreind fyrirspurn og lögð fram svör. Bæjarstjóri gerði grein fyrir svörunum.

      Lagt fram.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðui fram eftirfarandi bókun:$line$”Minnisblað bæjarstjóra frá 23. febrúar sl. svarar ekki fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um það hvers vegna erindi til bæjarstjórnar sem barst bæjaryfirvöldum með formlegum hætti þann 13. janúar sl. frá foreldrafélagi Áslandsskóla hafi ekki enn verið komið á framfæri við kjörna fulltrúa í bæjarstjórn mánuði eftir að erindið barst til bæjarstjóra. Bréf foreldrafélags Áslandsskóla barst með formlegum hætti 13. janúar sl. Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og VG mótmæla því að það sé hlutverk bæjarstjóra að ákvarða hvort erindi sem þeim ætluð séu þeim kynnt. Það er heldur ekki hlutverk bæjarstjóra að stýra upplýsingaflæði til lýðræðislega kjörinnar bæjarstjórnar eftir eigin geðþótta eða á grundvelli flokkspólitískra hagsmuna. $line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og VG krefjast þess að bæjarstjóri fari að lögum og tryggi að erindi sem berast og eru ætluð lýðræðislega kjörinni bæjarstjórn eða þeim fastanefndum sem starfa í umboði hennar séu umsvifalaust kynnt öllum hluteigandi, það sé gert með fullnægjandi hætti og að farið sé eftir þeim skýru reglum sem bæjarráð hefur samþykkt um birtingu gagna með fundargerðum.”$line$$line$Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:$line$”Eins og skýrt hefur verið frá voru málsaðilar sammála um að umræddu erindi yrði ekki svarað fyrr en málsaðilar væru búnir að eiga fund til að skýra sýn sjónarmið frekar. Með hliðsjón af því taldi bæjarstjóri að eðlilegt væri að sá fundur færi fram áður en erindið yrði lagt fram í bæjarstjórn. Í þeim viðræðum sem fram hafa farið síðan á milli bæjaryfirvalda og stjórnar foreldrafélagsins hefur komið fram nokkuð misræmi í þeim gögnum sem unnið hefur verið með og þá sérstaklega varðandi fjölda nemenda í skólanum. Bæjarstjóri hefur verið í góða samtali við stjórn foreldrafélagsins og er unnið að því sameiginlega að komast að niðurstöðu í þessum. Leggja ber áherslu á að öll þau gögn sem stjórn foreldrafélagsins eru með og stjórnin byggði erindi sitt á voru fengin frá bæjaryfirvöldum. Rétt er að fram komi að erindi foreldrafélagsins hefur fylgt opinberum fundargögnum fundar fræðsluráðs frá 9. febr. sl.”$line$

    • 1502220 – Breytingar í rekstri fyrirtækja og stofnana Hafnarfjarðarbæjar, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju ofangreind fyrirspurn og lögð fram svör. Sviðsstjóri gerði greinf fyrir svörunum.

      Lagt fram.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfullrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögð fram eftirfarandi bókun:$line$”Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna árétta að eðlilegt er að bæjarstjóri sæki sér umboð til töku ákvarðana og framkvæmd breytinga sem teljast verulegar í rekstri sveitarfélagsins og sinni upplýsingaskyldu sinni til bæjarráðs og eftir atvikum annarra fastanefnda og bæjarstjórnar.”

    • 1502221 – Húsaleigubætur, breyting á reglum

      Tekin fyrir að nýju ofangreind fyrirspurn og lögð fram svör.

      Lagt fram.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$”Það er alrangt sem kemur fram í minnisblaði sviðsstjóra fjölskylduþjónustunnar að fjölskylduráð hafi á fundi sínum þann 22. október 2014 samþykkt ríflega 10 þúsund króna mánaðarlega skerðingu á sérstökum húsaleigubótum þess hóps sem viðmið í 16. grein reglna um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur nær til. Enginn tillaga um slíka breytingu á fyrrnefndum reglum var lögð fram á fundinum og því aldrei samþykkt af fjölskylduráði. Á umræddum fundi fjölskylduráðs bóka fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sérstaklega við dagksrárliðinn Fjárhagsáætlun Fjölskylduþjónustu 2015 eftirfarandi:$line$$line$”Þau drög að fjárhagsáætlun sem hér eru lögð fram hafa verið unnin að öllu leyti án aðkomu minnihluta fjölskylduráðs. Hér erum við að sjá fjárhagstölur fyrir næsta ár í fyrsta sinn og því með engu móti hægt að leggja mat á gæði fjárhagsáætlunar. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sjá sér því ekki fært að taka efnislega afstöðu til þeirra draga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 og sitja hjá við afgreiðslu málsins og lýsa yfir vonbrigðum með þau vinnubörgð sem eru viðhöfð við undirbúning og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.”$line$$line$Það er því rangt að tillaga þess efnis að breyta viðmiðum vegna sérstakra húsaleigubóta hafi verið samþykkt í fjölskylduráði og því ekki heldur rétt að slík samþykkt hafi verið staðfest við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Engin tillaga þessa efnis var heldur lögð fram um hækkun viðmiða vegna sérstakra húsaleigubóta við samþykkt fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn. $line$$line$Það vekur furðu bæjarráðsfulltrúa að þrátt fyrir skýra samþykkt bæjarráðs þann 12. Febrúar sl. um að leita álits innanríkisráðuneytis á því hvort framkvæmd breytinganna hafi verið í samræmi við lög, samþykktir eða reglur sem kunna að eiga við um slíkar ákvarðanir, hefur ekkert slíkt erindi verið undirbúið eða sent ráðuneytinu.”$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$”Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar sjá ekki ástæðu til að svara þessari bókun efnislega, en vísa til ítarlegrar umræðu um málið á sl. bæjarstjórnarfundi þar sem málið var útkljáð af okkar hálfu. Okkur þykir í hæsta máta óviðeigandi að bæjarráðsfulltrúar séu á fundi bæjarráðs að bóka um vinnubrögð einstakra starfsmanna og stjórnenda á ólíkum sviðum bæjarins, jafnvel að þeim fjarstöddum.” $line$$line$Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:$line$”Vegna mikilla anna hjá stjórnsýslunni hefur ekki unnist tími til að senda umrætt erindi. Sem dæmi um annir hjá stjórnsýslunni þá lagði minnihlutinn fram fyrirspurnir í átta liðum á síðasta bæjarráðsfundi. Svör við þessum fyrirspurnum hafa verið lögð fram á þessum fundi. Hafa umræður um svörin nú staðið á yfir á þriðju klukkustund og umræðunni enn ekki lokið á yfirstandandi fundi bæjarráðs.”

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Málefni Áslandsskóla tekin til umfjöllunar.$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram eftirfarandi skriflega fyrirspurn vegna húsnæðismála grunnskóla í Áslandshverfi:$line$Hverjar eru áætlaðar heildarleigugreiðslur Hafnarfjarðarbæjar til FM húsa ehf. samkvæmt gildandi samningi aðila frá 16. mars 2000 á núverandi verðlagi?$line$Hverjar eru áætlaðar heildargreiðslur Hafnarfjarðarbæjar til FM húsa ehf. vegna reksturs sama húsnæðis samkvæmt sama samningi á núverandi verðlagi?$line$Hverjar eru áætlaðar heildargreiðslur Hafnarfjarðarbæjar til FM húsa ehf. á árinu 2015 vegna húsaleigu og reksturs húsnæðis samkvæmt gildandi samningi aðila frá 16. mars 2000 á núverandi verðlagi?$line$Hver er áætlaður byggingakostnaður Áslandsskóla á núverandi verðlagi?$line$Hvenær lýkur samningi Hafnarfjarðarbæjar og FM húsa um húsnæði Áslandsskóla og hver verður skráður eigandi húsnæðis skólans og skólalóðar að samningstíma loknum?$line$Hefur kostnaður við fyrrgreindan samning um rekstur húsnæðsins verið borinn saman við kostnað við rekstur sambærilegra skólamannvirkja sem Hafnarfjarðarbær á og rekur sjálft, og ef svo er, hvernig hefur sá samanburður komið út hvað snertir einstaka kostnaðarliði, t.d. ræstingar á hvern fermetra húsnæðis?$line$Hvaða kosti hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að samningstíma loknum hvað varðar húsnæði undir skólahald í Áslandi?$line$Hefur það verið kannað hvort núverandi samningar og fyrirkomulag skólamála í Áslandi standist 67. grein sveitarstjórnarlaga, sem m.a. kveður á um skyldu sveitarfélaga til að tryggja sér yfirráð yfir þeim fasteignum sem nauðsynlegar eru til að rækja lögboðin hlutverk, þ.m.t. rekstur grunnskóla?$line$$line$Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs.$line$

      Lagt fram.

    • 1502464 – Hafnarfjarðarhöfn, málefni

      Málefni Hafnarfjarðarhafnar tekin til umfjöllunar.

      Bæjaráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$”Í ljósi framkominna upplýsinga telja undirritaðir bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og VG augljóst að skýra þurfi réttarstöðu starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og leitað verði lögfræðilegs álits á því, t.d. frá innanríkisráðuneytinu, hvort stjórnarmenn í hafnarstjórn eða meirihluti hafnarstjórnar hafi umboð til þess að hlutast til um málefni einstakra starfsmanna. Eðlilegt er að það sama verði kannað með hliðsjón af öðrum stjórnum og nefndum sem bæjarstjórn skipar og felur afmörkuð verkefni.$line$ $line$Sérstaklega verði það skoðað og leitað álits á því hvort það samrýmist 56. grein sveitarstjórnalaga nr.138/2011 og 3. og 5. grein hafnarreglugerðar Hafnarfjarðarhafnar nr. 423/2012 sem fjallar um valdsvið og hlutverk hafnarstjórnar og hafnarstjóra, m.a. í starfsmannamálum.$line$$line$Þá óska fulltrúar Samfylkingar og VG eftir skýrum svörum frá bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar um hvort og þá hver aðkoma þeirra hefur verið að þessu máli. m.a. hvort formaður bæjarráð og forseti bæjarstjórnar hafi verið upplýstir um málið áður en um það var fjallað í bæjarráði þann 12. febrúar sl.”$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$”Okkur var kunnugt um að stjórn Hafnarfjarðarhafnar hefði til skoðunar og meðferðar mál er varðaði starfsmann hafnarinnar og að stjórnin naut liðsinnis og lögfræðiráðgjafar af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við höfðum ekki aðkomu að málinu enda var það alfarið á höndum hafnarstjórnar.”

    • 1502215 – Kosningaréttur kvenna, 100 ára afmæli

      Tekið fyrir að nýju en tilnefningum 3 kjörinna fulltrúa var frestað á síðasta fundi.

      Bæjarráð tilnefnir Guðlaugu Kristjánsdóttur, Kristinn Andersen og Óskar Stein Ómarsson.

    • 1502302 – Háagrandi ehf, stjórnarfundur 16. 2. 2015

      Lagður fram ársreikningur Háagranda hf og fundargerð stjórnarfundar 16.2. sl. þar sem lagt er til að hlutafélaginu verði breytt í ehf og síðan lagt niður.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnafjarðar samþykkir að leggja niður hlutafélagið Háagranda hf.”

    • 1412249 – Villikettir í bæjarlandi Hafnarfjarðar

      Lögð fram samþykkt umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 28. 1. sl. þar sem beiðni um fjárstuðning vegna verkefnisins er vísað til bæjarráðs.

      Lagt fram og bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

    • 1206227 – Álverið í Straumsvík, þynningarsvæði.

      Teknar til umfjöllunar breytingar á þynningarsvæði álversins sbr. mál 1405454 á fundi bæjarráðs 12.2. sl.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við álverið um breytingu á núverandi þynningarsvæði.

    • 1502442 – Samband íslenskra sveitarfélaga, kjarasamningar

      Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. febrúar sl. varðandi samkomulag um breytingu á kjarasamning Félags grunnskólakennara.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1502443 – Tartu, hjálparbeiðni vegna Ukraínu

      Lagður fram tölvupóstur borgarstjóra Tartu frá 13. febrúar sl. þar sem óskað er eftir þátttöku Hafnarfjarðar í hjálparstarfi vegna ástandsins í Ukraínu.

      Lagt fram og bæjarstjóra falið að leita frekari upplýsinga.

    • 15011033 – Iðnskólinnn í Hafnarfirði, húsnæðismál

      Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum við skólastjóra Iðnskólans.

      Bæjaráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum um framtíð skólans.

    • 10021776 – Kveikjan, frumkvöðlasetur

      Tekið fyrir að nýju og lögð fram tillaga um flutning starfseminnar á Flatahraun 14.

      Bæjarráð samþykkir að Kveikjan fái efri hæð Flatahrauns 14 til umráða á sömu forsendum og gilda varðandi núverandi húsnæði á Strandgötu 31 og vísar málinu varðandi úrvinnslu húsnæðis til umhverfis – og framkvæmda. $line$Jafnramt er bæjarstjóra falið að ganga frá nýjum samningi við Kveikjuna.

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju þar sem áður samþykkt dagsetning fundar í tillögu bæjarráðs gengur ekki upp.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna nýja dagsetningu fyrir fyrirhugaðan fund.

    • 1502465 – Afskriftir 2015

      Lagt fram yfirlit yfir leiguskuldir til afskrifta 2015

      Bæjaráð samþykkir framlagðan lista yfir afskriftir.

    • 1502476 – Umsókn um lóð við Suðurbæjarlaug, bygging og rekstur alhliða heilsuræktarstöðvar, samstarf á svæði sundlaugar

      Lagt fram erindi frá Birni Leifssyni framkvæmdastjóra Lauga ehf dags., 25.febr. sl. þar sem sótt er um lóð við Suðurbæjarlaug,byggingu,rekstur og samstarf.

      Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og byggingarmála til skoðunar varðandi skipulagsþáttinn.$line$$line$

    Fundargerðir

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

      Lagðar fram fundaregerðir stjórnar Strætó bs. frá 13. og 16. febrúar sl. $line$Vakin er athygli á 3. lið fundargerðarinnar frá 13. febrúar, Gjaldskrármál.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1502013F – Hafnarstjórn - 1467

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 17. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1502014F – Menningar- og ferðamálanefnd - 240

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt