Bæjarráð

26. mars 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3403

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Einar Birkir Einarsson varamaður
  • Ófeigur Friðriksson varamaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra bæjarráðsfulltrúa sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra bæjarráðsfulltrúa sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1412282 – Umboðsmaður bæjarbúa, tillaga SV7 úr bæjarstjórn 10.des.

      Tekið fyrir að nýju.$line$Umboðsmaður borgarbúa, Ingi B. Poulsen, mætti á fundinn og kynnti starf embættisins.

      Bæjarráð þakkar kynninguna. $line$

    • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Lögð fram drög að samkomulag við Geymslusvæðið ehf varðandi uppbyggingu á eignarlandi þeirra.$line$Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmda mætti á fundinn og kynnt drögin að samkomulagi.

      Lagt fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    • 1503386 – Hafnarfjörður í tölum

      Fjármálastjóri mætti á fundinn og kynnti rekstrarniðurstöður janúar – febrúar 2015.$line$$line$Einnig lagt fram til kynningar yfirlit yfir ýmsar lykiltölur varðandi rekstur sveitarfélagsins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1503172 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks, kostnaður

      Tekið fyrir að nýju.$line$Innkaupastjóri og rekstrarstjóri fjölskylduþjónustu mættu á fundinn og fóru yfir forsögu málsins.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa liðar.

      Miðað við þau gögn sem lögð eru fram á fundinum þá lágu ekki fyrir kostnaðaráætlanir þegar samningur sveitarfélaga var gerður við Strætó, í maí 2014, um yfirtöku fyrirtækisins á akstursþjónustu fatlaðra. Nú er að koma í ljós að kostnaðurinn var vanáætlaður, og hefur t.d. hækkað hjá Hafnarfjarðarbæ sem er andstætt því sem stefnt var að. Því var gert ráð fyrir sömu krónutölu fyrir akstursþjónustuna í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2015 og hafði verið árið 2014. Nú er hins vegar sýnt að veruleg kostnaðaraukning hefur orðið við breytingarnar á þjónustunni og því er bæjarstjóra falið að taka upp viðræður við Strætó um kostnaðinn, hvað sé gert ráð fyrir að hann verði mikill út árið og hvernig verður farið með kostnaðaraukann.

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Lögð fram svör við fyrirspurn í bæjarráði 26. febrúar sl. varðandi húsnæðismál grunnskóla í Áslandshverfi.

      Lagt fram.

    • 1502221 – Húsaleigubætur, breyting á reglum

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lagt fram svar innanríkissráðuneytis varðandi framkvæmd breytinganna.

      Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Svar ráðuneytisins staðfestir að ákvörðunin var samþykkt í bæjarstjórn og því staðið rétt að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2015.”$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs telja svar innanríkisráðuneytisins aðeins ná til afgreiðslu bæjarstjórnar frá 18. febrúar sl. um afturköllun á skerðingu á sérstökum húsaleigubótum – álit ráðuneytisins tekur ekki til þess álitamáls um réttmæti breytinga á sérstökum húsaleigubótum. Því álitaefni er vísað til skoðunar í velferðarráðuneyti. ítrekuð er því fyrri bókun sem bendir á að engin tillaga um breytt viðmið vegna sérstakra húsaleigubóta hafa verið samþykkt í fjölskylduráði og því ekki heldur rétt að slík samþykkt hafi verið staðfest við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.”

    • 1502219 – Málefni Hafnarfjarðarhafnar, starfsmannamál o.fl., fyrirspurn

      Lögð fram svör við fyrirspun sem fram kom í bæjarstjórn 4. mars sl.

      Lagt fram.

    • 1503181 – Breyting á vaktafyrirkomulagi og þjónustutíma Bókasafns Hafnarfjarðar.

      Lögð fram afgreiðsla menningar- og ferðamálanefndar varðandi breytingar á þjónustutíma Bókasafns Hafnarfjarðar sem vísað var til bæjarráðs.$line$Breytingin felur í sér að lokað verður klukkan fimm í stað sjö á föstudögum.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og leggur áherslu á að þjónustan verði óbreytt.

    • 1503387 – 12 spora deildir, húsnæði

      Lagður fram tölvupóstur Almars Grímssonar f.h. 12 sporadeilda í Hafnarfirði, dags. 19. mars sl., varðandi húsnæði fyrir deildirnar.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi um afnot 12 spora deildanna af Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu sem er í umsjón bæjarins.

    • 1503256 – Ungmennaráð, aukið aðgengi að smokkum og dömubindum, sjálfssalar

      Lögð fram tillaga ungmennaráðs varðandi aukið aðgengi að smokkum og dömubindum fyrir ungt fólk.

      Bæjaráð felur innkaupastjóra að kanna hjá birgjum áhuga á að koma upp slíkum sjálfsölum.

    • 1411348 – Kaplakriki, lóðarleigusamningur og önnur skjöl

      Lagt fram erindi Fimleikafélags Hafnarfjarðar sent í tölvupósti varðandi gatnagerðargjöld af Risanum og fyrirhuguðum framkvæmdum á Kaplakrikasvæðinu.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.

    • 10021776 – Kveikjan, frumkvöðlasetur

      Tekið fyrir að nýju og lögð fram drög að samningi um húsnæði að Flatahrauni 14.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

    • 1503437 – Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, sameining

      Lagt fram erindi mennta- og menningarmálaráðuneytis sent í töluvpósti 25. mars sl. varðandi sameiningu Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá fulltrúa ráðuneytisins á fund bæjarráðs. $line$$line$Jafnframt áréttar bæjarráð mikilvægi starfsemi Iðnskólans í Hafnarfirði fyrir hafnfirskt samfélag.

    • 1212008 – Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga,

      Lagt fram erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 18. mars sl. varðandi fjárhagsáætlun 2015-2018 og aðlögunaráætlun sveitarfélagsins.

      Hækkun vegna kjarasamninga árið 2014 hækkaði launakostnað sveitarfélagsins um 1.1 milljarð króna milli fjárhagsáætlana. Þetta ásamt öðru leiddi til þess að ekki tókst að gera fjárhagsáætlun 2015 í samræmi við aðlögunaráætlun. Meðal annars þess vegna var ákveðið að fara í þá rekstrarúttekt sem nú stendur yfir og þegar niðurstöður hennar liggja fyrir verður farið í að gera aðlögunaráætlun sem verður í samræmi við upphaflega áætlun sem gert var samkomulag um við eftirlitsnefndina árið 2013. Varðandi framkvæmdaþáttinn þá er vísað í bréf fyrrverandi bæjarstjóra frá 5. feb 2014 til eftirlitsnefndarinnar þar sem m.a. er tilkynnt að fjárfestingaráætlun í aðlögunaráætlunni hafi verið breytt þar sem hún reyndist óraunhæf en í áætlun fyrir 2015 var gengið út frá breyttri áætlun. $line$Bæjarstjóra er falið að svara erindi eftirlitsnefndarinnar og í svarinu verði gerð grein fyrir fyrri ábendingum og nýrri aðlögunaráætlun þegar niðurstöður rekstraráætlunarinnar liggja fyrir. $line$ $line$

    Umsóknir

    Styrkir

    Fundargerðir

    • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs frá 23. mars sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1502079 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 19. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1503007F – Menningar- og ferðamálanefnd - 241

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1503011F – Menningar- og ferðamálanefnd - 242

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt