Bæjarráð

24. apríl 2015 kl. 13:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3405

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ófeigur Friðriksson varamaður

Auk ofangreindra bæjarráðsfullrúa sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra bæjarráðsfullrúa sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1302006 – Íþróttamannvirki í eigu Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélaga, eignaskiptasamningar

      Farið yfir stöðuna varðandi eignaskiptasamninga íþróttamannvirkja.$line$Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmda mætti á fundinn og fór yfir málið.$line$Samhliða var farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í Kaplakrika og eignaskiptasamninga þeim tengdum.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir nánari upplýsingum vegna framkvæmdanna í Kaplakrika er varðar fjármögnun, eignarhald og rekstur.

    • 1503170 – Kvartmíluklúbburinn, flýtiframkvæmdarsamningur

      Lögð fram drög að samningi við Kvartmíluklúbbinn um flýtiframkvæmdir við endurbyggingu og breikkun kvartmílubrautarinnar sem umhverfis- og framkvæmdaráð vísað til bæjarráðs.

      Bæjarráð samþykkir að vísa samningum til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2016.

    • 1504212 – Jófríðarstaðir, St. Jósefskirkja, bílastæði, erindi

      Lagt fram erindi safnaðarfélags St. Jósefskirkju dags. 13. apríl 2015 þess efnis að bærinn standi straum af kostnaði vegna framkvæmda við tvö bílastæði fyrir hreyfihamlaða.

      Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu hjá umhverfi- og framkvæmdum.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Lögð fram til kynningar kæra, dags. 25. mars 2015, nokkurra aðila til kærunefndar útboðsmála vegna framsals á tilboði akstursaðila í B-hluta samningskaupa um tilfallandi akstursþjónustu fatlaðs fóks og fatlaðra skólasbarna.$line$Einnig lagt fram til kynningar svarbréf Allrahanda ehf við beiðni Strætó bs. um upplýsingar vegna skólaasksturs fatlaðra barna.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1502083 – Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk

      Lagt fram til kynningar erindi Sjálfsbjargar til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1504315 – Félag eldri borgara í Hafnarfirði, aðalfundur

      Lögð fram ályktun frá aðalfundi Félags eldri borgara í Hafnarfirði sem haldinn var 26. mars sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1204179 – Selhella 1, afsal lóðar, stjórnsýslukæra

      Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjaness frá 27. mars sl. í máli Hafnarfjarðarbæjar gegn Smáragarðs ehf og innanríkisráðuneytisins (réttargæsla) vegna skila á lóðinni Selhella 1 en dómurin féll bænum í vil.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1504307 – Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011, 434. mál

      Lögð fram umsögn bæjarstjóra um ofangreint frumvarp.

      Bæjarráð tekur undir umsögn bæjarstjóra.

    • 1504145 – Innheimtuferill leikskóla- og frístundaheimilsgjalda

      Lögð fram tillaga að verkferli vegna innheimtu leikskóla- og frístundaheimilisgjalda.

      Bæjaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að verkferli með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

      Tekið fyrir að nýju. $line$Lagt fram erindi fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 14. apríl sl. varðandi húsnæðið.

      Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína í samþykkt bæjarstjórnar 4. febrúar sl. og fellst ekki á þátttöku í rekstrarkostnaði húsanna í núverandi ástandi. $line$$line$Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við ráðuneytin um framtíð húsnæðisins.

    • 1208427 – Fatlaðir, búsetumál

      Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Áss og Hafnarfjarðarnbæjar um almenna- og sértæka þjónustu við fatlað fólk á heimili.$line$Sviðsstjóri fjölsylduþjónustu mætti á fundinn og gerði grein fyrir samningnum.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá fyrirliggjandi samningsdrögum.

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram eftirfarandi tillaga:$line$”Bæjarráð styður hugmyndir undirbúningshóps um stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar, sem tók til starfa í framhaldi opins fundar um málið í Hafnarborg 17. mars sl. Þar er gert ráð fyrir undirbúningsáfanga til 6 mánaða, þar sem starfsemin verður mótuð, aflað verður þátttakenda að verkefninu og fyrstu viðfangsefnum ýtt úr vör. Fyrir árslok verði Markaðsstofan formlega stofnuð á grunni undirbúningsvinnunnar.$line$ $line$Bæjarstjóra er falið að vinna með fulltrúum hópsins að undirbúningsáfanganum og bæjarráð leggur til að Hafnarfjarðarbær veiti verkefninu stuðning með fjárframlagi að upphæð 6,0 mkr. og starfsaðstöðu meðan á undirbúningsáfanganum stendur. Auglýst verði eftir verkefnisstjóra og hann starfi undir stjórn verkefnishóps sem skipaður verði 4 fulltrúum undirbúningshópsins og 3 fulltrúum tilnefndum af bæjarráði 6 mánaða.$line$ $line$Verkefnishópurinn er ólaunaður. Bæjarráð verði áfram upplýst um framvindu verkefnisins.”$line$

      Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu til bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra jafnframt að leggja fram erindisbréf fyrir verkefnishópinn sem liggi fyrir á fundinum. $line$$line$Jafnframt er óskað eftir að tilnefningar í verkefnishópinn liggi fyrir fundi bæjarstjórnar. $line$

    • 1408105 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2015 - 2025

      Lagður fram viðauki I við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi viðauka I við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2015.”

    • 1504340 – Lánasamningar Hafnarfjarðar 2015

      Lögð fram tillaga að ráðstöfun andvirðis sölu bréfa í HS veitum að upphæð 308 millj. kr.

      Bæjarráð samþykkir að ráðstafa andvirði sölu bréfanna til uppgreiðslu á láni fráveitunnar hjá Arion banka.

    • 1504338 – Krýsuvík, framtíðarnotkun

      Framtíðarnotkun Krýsuvíkusvæðisins tekin til umfjöllunar.

      Bæjarráð samþykkir að stofna stýrihóp sem taki til skoðunar framtíðarnýtingu svæðisins. $line$Tilnefnt verði í hópinn á næsta fundi bæjarráðs auk þess sem erindisbréf liggi þá fyrir.

    • 1502215 – Kosningaréttur kvenna, 100 ára afmæli

      Tekið til umfjöllunar.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar verði gefið frí frá hádegi 19. júní 2015 í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Skipulögð hátíðahöld eru áformuð viða um land þennan dag og með því að gefa frí er fólki gefinn kostur á að taka þátt í þeim.

    • 1502219 – Málefni Hafnarfjarðarhafnar

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$”Þann 3. mars sl. lögðu bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fram formlega fyrirspurn í 8 liðum. Í svari bæjarstjóra sem lagt var fram 26. mars sl. er ekki að finna svör við nema hluta þeirra spurninga sem óskað var svara við, m.a. um hver þáttur hans sjálfs í málinu hafi verið. $line$Í stað þess að svara hinni formlegu fyrirspurn með viðeigandi hætti er í nokkrum veigamiklum atriðum vísað í samantekt hafnarstjóra sem ekki hefur fengist gerð aðgengileg almenningi.$line$Engin rökstuðningur liggur þó fyrir með vísan til undanþáguákvæða upplýsingalaga sem skýrir á hvaða grundvelli sú framkvæmd er byggð. Verði trúnaði ekki aflétt af samantektinni , lítum við svo á að fyrirspurn okkar hafi ekki verið svarað með þeim hætti sem eðlilegt getur talist. $line$Með vísan til 28. gr. sveitarstjórnarlaga og 20. gr. samþykkta Hafnarfjarðarbæjar ítreka bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fyrirspurn sína og fara fram á að henni verði svarað með fullnægjandi hætti, formlega og svörin verði gerð opinber.” $line$

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt