Bæjarráð

21. maí 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3407

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra bæjarráðsfulltrúa sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra bæjarráðsfulltrúa sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1111235 – Varðveisla skjala

      Skjalastjóri bæjarins mætti á fundinn og fór yfir stöðuna varðandi varðveislu eldri skjala.

      Bæjarráð þakkar kynninguna og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.$line$

    • 1505205 – Austurgata 8, kaup eða leiga

      Lagt fram erindi Helgu Guðlaugar Einarsdóttur og Bergþórs Morthens dags. 7. maí 2015 þar sem þau óska eftir að leigja eða kaupa ofangreinda fasteign. Samkvæmt skipulagi á að rífa húsið.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið fyrir næsta bæjarráðsfund.

    • 1503437 – Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, sameining

      Lögð fram svör mennta- og menningarmálaráðuneytis við fyrirspurn bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 29. apríl sl. Jafnframt lagt fram lögfræðiálti sem óskað var eftir.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra, með hliðsjón af fyrirliggjandi lögfræðiáliti, að ræða við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

    • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Tekin fyrir að nýju drög að samkomulagi við Geymslusvæðið ehf varðandi uppbyggingu á eignarlandi þeirra.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðr samþykkir fyrirliggjandi samkomulag við Geymslusvæðið.“

    • 1402389 – Mannauðsstefna Hafnarfjarðarbæjar - endurskoðun

      Tekið fyrir að nýju og lagðar fram tillögur um framhald málsins.

      Lagt fram og tilnefningum frestað til næsta fundar.

    • 1505257 – Slökkvibifreiðar, útboð

      Lagt fram til upplýsinga minnisblað vegna útboðs á slökkvibifreiðum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1501455 – Hótel í miðbæ Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju og lagt fram erindisbréf starfshópsins.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi erindisbréf.

    • 1502365 – Kirkjuvellir 1, Ástjarnarkirkja, safnaðarheimili, nýting, lóð og bílastæði

      Lögð fram kostnaðaráætlun vegna bílastæða við kirkjuna.

      Bæjarráð samþykkir gerð bílastæðanna og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016.

    • 11021243 – Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó.

      Lagt fram erindi Kvikmyndasafns Íslands dags. 5. maí 2015 varðandi starfsemi safnsins og Bæjarbíó.

      Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og ferðamálanefndar.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Lagt fram erindi SSH til aðildarsveitarfélaga Strætó bs varðandi ferðþjónustu fatlaðs fólks.

      Lagt fram.

    • 1505193 – Hafnarfjörður - Kenya, samstarf

      Lagt fram erindi Ababu Namwamba, EGH, MP frá Kenya, sent í tölvupósti 14. maí sl., varðandi samstarf við Hafnarfjarðarbæjar ýmsum sviðum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1505206 – Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ, ný deild

      Lagt fram til kynningar erindi Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ sent í tölvupósti 12. maí 2015 þar sem tilkynnt er um sameiningu deildanna í Hafnarfirði og Garðabæ.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1505031 – Strandgata 29, rekstrarleyfi, umsagnarbeiðni, útiveitingar

      Lögð fram beiðni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu dags. 5.5.2015 um umsögn um rekstrarleyfi Cafe Deluxe á Strandgötu 29.

      Bæjarráð samþykkir tímabundið leyfi til 1 árs.

    • 1505189 – Tjarnarvellir 2a, sala á lóð

      Lagt fram erindi Hraunhamars fasteingasölu sent í tölvupósti 7. maí sl. vegna kauptilboðs í ofangreinda lóð og afléttingu kvaða í 8. gr. lóðarleigusamnings.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa.

    • 1412022 – Tjarnarvellir 5 og 7, umsókn um lóð

      Tekið fyrir að nýju og lagður fram samningur við Fannborg fasteignafélag ehf um ofangreinda lóð.

      Bæjaráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Fannborg fasteignafélagi ofangreindum lóðum í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfullrúa.“

    • 1505092 – Veiðigjöld, 692.mál, lagafrumvarp, umsögn.

      Lögð fram eftirfarandi tillaga sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 13. maí sl. $line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir umsögn Reykjavíkurborgar vegna frumvarps til breytinga á lögum um veiðigjöld (692.mál)og gerir hana að sinni.“$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.

      Bæjarráð samþykkti með 3 atkvæðum gegn 2 að fresta afgreiðslu málsins.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögð fram eftirfarandi bókun:$line$“Tillagan sem hér liggur fyrir var lögð fram með eðlilegum fyrirvara fyrir bæjarstjórnarfund þann 13. maí sl. Þar ákvað meirihluti Bjartrar framtíðar og sjálfstæðisflokks að vísa tillögunni til afgreiðslu í bæjarráði. $line$Það frumvarp sem liggur fyrir Alþingi er ekki til þess fallið að skapa sátt í samfélaginu og uppfylla skilyrði um að arður af nýtingunni renni til þjóðarinnar, að nýting fiskimiðanna sé sjálfbær, að greinin njóti góðra skilyrða til að skila hagnaði og að nýir aðilar geti haslað sér völl í sjávarútvegi. $line$Um það fjallar umsögn Reykjavíkurborgar sem samþykkt var samhljóða í borgarráði þann 5. maí sl. og gerð var tillaga um í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að tekið væri undir. Ef fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks í bæjarráði Hafnarfjarðarbæjar eru ekki sammála þeim sjónarmiðum sem þar koma fram er eðlilegt að þeir láti þá afstöðu í ljós við afgreiðslu tillögunnar í stað þess að reyna að drepa málinu frekar á dreif og fresta aftur afgreiðslu þess. $line$Ítrekaðar tilraunir fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks til að komast undan afgreiðslu tillögunnar eru engum til sóma og varla til marks um bætt samskipti og betri stjórnmál. $line$Það er ekki líklegt til þess að auka traust á störfum bæjarstjórnar að fulltrúar meirihlutans leggi svo mikið á sig sem raun ber vitni í þeim tilgangi að hefta lýðræðislega umfjöllun um stór og mikilvæg mál. Frumforsenda þess að hægt sé að auka traust og virðingu fyrir bæjarstjórn og stjórmálunum almennt hlýtur að byggjast meðal annars á því að borin sé virðing fyrir sjálftæðum tillögurétti kjörinna fulltrúa og þeim leikreglum sem gilda um meðferð og afgreiðslu þeirra sé fylgt.“ $line$$line$

    Styrkir

    • 15011037 – Styrkir bæjarráðs 2015

      Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem bárust en umsóknarfrestur rann út 14. maí sl.

      Bæjarráð samþykkti eftirfarandi stykbeiðnir:$line$Álfahátíð á sumarsólstöðum 150.000 kr$line$19. júní hátíðarhöld fyrir hafnfirskar konur 300.000 kr.$line$Víkingahátíðin kr. 400.000 kr.$line$$line$Afgreiðslu annarra umsókna frestað til næsta fundar.

    Fundargerðir

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs frá 8. 5. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1502079 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2015

      Lagðar fram fundargerði heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.4. og 18.5. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1505012F – Menningar- og ferðamálanefnd - 245

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15. maí sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt