Bæjarráð

27. ágúst 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3414

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir varamaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1503437 – Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, sameining

      Lagt fram erindisbréf starfshóps ráðuneytisins vegna sameiningar skólanna.

      Bæjarráð samþykkir að tilnefna í starfshópinn á næsta fundi sínum en óskar í millitíðinni eftir upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um lagalegan grundvöll sameiningarinnar og forsendubreytingar í fjárhagslegum samskiptum skólans og bæjarfélagsins.

    • 1412022 – Tjarnarvellir 5 og 7, umsókn um lóð

      Tekin fyrir að nýju eftirfarandi tillaga sem frestað var á fundi bæjarstjórnar 27.5. sl.:
      Bæjaráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Fannborg fasteignafélagi ofangreindum lóðum í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfullrúa.”

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1508705 – Flensborgarhlaup

      Lagt fram erindi Flensborgarskóla sent í tölvupósti 27.8.2015 þar sem óskað er eftir aðkomu Hafnarfjarðarbæjar að Flensborgarhlaupinu.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur upplýsingarfulltrúa að vinna að málinu.

    Umsóknir

    • 1508186 – Sléttuhlíð, sumarhús, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Gylfa Bergmann Heimissonar dags. 14.8.2015 um lóðina C5 – 213999 fyrir sumarhús í Sléttuhlíð.

      Bæjaráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs
      varðandi framtíðarnotkun á svæðinu.

    • 1508418 – Kvistavellir 63 og 65, umsókn um parhúsalóð

      Lögð fram umsókn Ingólfs Ásgeirssonar f.h. Áshúss ehf dags. 20.8. 2015 um parhúsalóðirnar Kvistavellir 63 ogh 65.

      Bæjarráð tekur jákvætt í umsóknina og óskar eftir nánari upplýsingum í samræmi við Almennar reglur um úthlutun lóða grein 2.1.

    • 1507400 – Erluás 33, umsókn um lóðarstækkun.

      Lögð fram umsókn Gunnars Svavarsson um lóðarstækkun við Erluás 33 en skipulags- og byggingarfulltrúi tók jákvætt í umsóknin á afgreiðslufundi 29.7. sl. og vísaði henni til bæjarráðs.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita Gunnari Svavarssyni lóðarstækkun við Erluás 33 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

    • 1508520 – Hnoðravellir 8-10, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Péturs Ólafssonar byggingarverktaka ehf dags. 25.8.2015 um parhúsalóðirnar Hnoðrvellir 8 – 10.
      Skipulags- og byggingarráð heimilaði deiliskipulagsbreytingu á lóðunum á fundi 11.8. sl.

      Bæjarráð tekur jákvætt í umsóknina og óskar eftir nánari upplýsingum í samræmi við Almennar reglur um úthlutun lóða grein 2.1.

    Fundargerðir

Ábendingagátt