Bæjarráð

10. september 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3415

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 0810131 – Upplýsingastefna Hafnarfjarðar, endurskoðun

   Upplýsingafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir núgildandi stefnu sem er frá 2009.

   Bæjarráð samþykkir að forsetanefnd ásamt upplýsingafulltrúa, undirbúi endurskoðun og móti drög að nýrri upplýsingastefnu Hafnarfjarðar. Upplýsingastefnan skal byggjast áfram á þeim grunni að vönduð meðferð og miðlun upplýsinga sé lykilþáttur í starfsemi bæjarins. Henni skuli ætlað að gera aðgang að upplýsingum og þjónustu við bæjarbúa greiðari, skilvirkari og markvissari. Stefnan nái til allra fagsviða bæjarins, ráða og nefnda, stofnana, starfseininga, kjörinna fulltrúa, fyrirtækja og byggðasamlaga í eigu bæjarins og samræmingarhlutverks á milli stofnana á sviði vefmála. Áhersla verði á þróun á rafrænni stjórnsýslu og gagnagátt bæjarins og margvíslegar aðferðir við framsetningu upplýsinga og ólíkar leiðir í þeim efnum.

  • 1410264 – Bæjarbíó og Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar

   Tekinn fyrir að nýju samningur við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar um rekstur Bæjarbíós.
   Forsvarsmaður félagsins Kristinn Sæmundsson mætti á fundinn og fór yfir starfsemi síðasta árs.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

  • 1509069 – Sorpa bs, árshlutareikningur janúar-júní 2015

   Lagður fram árshlutareikningur Sorpu bs janúar – júní 2015

   Lagt fram til kynningar.

  • 1404081 – Búsetukjarni, húsbyggingasjóður Þroskahjálpar

   Lögð fram drög að samningi við Þroskahjálp um byggingu búsetukjarna að Öldugötu 41.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða nánar við málsaðila varðandi leigutímann.

  • 1507158 – Fjármálastjóri, ráðning

   Lögð fram tillaga um breytingu á stöðu fjármálastjóra í sviðsstjóra fjármálasviðs.

   Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Rósa Steingrímsdóttir fjármálastjóri verði ráðinn sviðsstjóri nýs fjármálasviðs.

  • 1509207 – Miðbær, bílastæði

   Lagt fram erindi Miðbæjarsamtaka Hafnarfjarðar dags. 8. september 2015 þar sem óskað er eftir að bílastæðamál í miðbænum verði tekin til skoðunar.

   Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða málið og gera tillögur um úrbætur.

  • 1506175 – Sumarlaun, verkfall, ósk um endurskoðun

   Lagt fram erindi kennara við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar varðandi skerðingu sumarlauna vegna verkfalls.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.

  • 1509015 – Merkurgata 9B, lóðarleigusamningur

   Lögð fram drög að lóðarleigusamningi fyrir ofangreinda lóð en núverandi lóðarleigusamningur er frá 1909 og rann út 1936.

   Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi.

  Umsóknir

  • 1308536 – Breiðhella 3 og Hringhella 7, skipti á lóðum

   Tekið fyrir erindi Sigurðar Gylfasonar sent í tölvupósti dags. 15.07.2015 fyrir hönd SSG ehf þar sem óskað er eftir að skipta á lóðinni Breiðhellu 3 og Hringhellu 7 sem er í eigu Hafnarfjarðarbæjar.
   Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til bæjarráðs.

   Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

  • 1509173 – Einivellir 1 - 3, úthlutun lóðar

   Lagðar fram umsóknir sem bárust í ofangreinda lóð sem auglýst var í ágúst. Alls bárust eftirtaldar 6 umsóknir:
   Dverghamrar ehf
   Fagtak ehf
   Haghús ehf
   Hástígur ehf
   VHE ehf
   Viðskiptavit ehf

   Lagt fram.

  Fundargerðir

  • 1502079 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2015

   Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.8. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

   Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 7.9. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

   Lögð fram fundargerð stjórnar Strtó bs frá 28.8. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1508013F – Menningar- og ferðamálanefnd - 249

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 26.8.sl.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt