Bæjarráð

22. október 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3418

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Adda María Jóhannsdóttir varamaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir/Auður Þorkelsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Fulltrúar Hauka og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs koma á fundinn.

      Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til skoðunar í tengslum við fjárfestingaáætlun 2016.

    • 1510107 – Spor í sandinn, Biodome Hafnarfjörður

      Hjördís Sigurðardóttir, forsvarsmaður verkefnisins mætti á fundinn.

      Bæjarráð þakkar kynninguna.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    • 1212008 – Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

      Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

      Lagt fram.

    • 1307154 – Þjónusta við hælisleitendur

      Lögð fram drög að samningi við Útlendingastofnun vegna þjónustu við hælisleitendur.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

    • 1510229 – Jafnréttisáætlun, framkvæmdaáætlun, beiðni

      Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu dags. 13.okt .sl.þar sem fram kemur að Jafnréttisstofa óskar eftir afhendingu á jafnréttisáætlun sveitafélagsins ásamt framkvæmdaáætlun.

      Bæjarstjóra falið að endurskoða jafnréttisstefnu bæjarins og óskar eftir tilnefningum í starfshóp vegna þessa á næsta fundi bæjarráðs.

    • 1510279 – Viljayfirlýsing um ljósleiðaravæðingu

      Drög að viljayfirlýsingu milli Hafnarfjarðarbæjar og Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. um ljósleiðaravæðingu.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn.

      Bæjarlögmanni er falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

      Kynnt tilboð sem Fasteignum ríkisins hafa borist vegna Suðurgötu 41 og 44.

      Bæjarráð ítrekar þá afstöðu sem fram kemur í samþykkt bæjarstjórnar frá 14. október s.l. þar sem m.a. er óskað eftir því að skipuð verði forvalsnefnd með fulltrúum ríkis og sveitarfélagsins vegna framtíðarstarfsemi í St. Jósefsspítala.

    • 1510136 – Lónsbraut, bátaskýli, endurnýjun lóðarleigusamninga

      Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónusu dags. 9.okt.sl.
      Allir lóðarleigusamningar eru útrunnir á tíma.
      Umhverfis- og skipulagþjónusta sér ekkert því til fyrirstöðu skipulagslega að framlengja samninga um önnur 15 ár.

      Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í skipulags- og byggingaráði.

    • 1510128 – Reykjavíkurvegur 76, lóðarleigusamningur, endurnýjun.

      G. Jakobsson óskar f.h. Actavis Group PTC eftir framlengingu á lóðarleigusamningi fyrir Reykjavíkurveg 76, sem er við það að renna út.

      Bæjarráð samþykkir að framlengja lóðarleigusamning fyrir Reykjavíkurveg 76.

    • 1505324 – Iðavellir, Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar, samningar

      Á fundi bæjarráðs 04.06. s.l. var óskað eftir umsögn íþróttafulltrúa varðandi erindi Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar frá 18.05.2015.

      Umsögn:
      Lagt er til að gengið verði til samninga við Skotíþróttafélagið vegna framkvæmda á íþróttasvæði félagsins að Iðavöllum á grundvelli fyrirliggjandi áætlun.
      Samningurinn taki mið af öðrum samningum sem gerðir hafa verið um framkvæmdir á íþróttamannvirkjum í sameiginlegri eigu íþróttafélags og Hafnarfjarðarbæjar á grundvelli samstarfssamnings ÍBH og Hafnarfjarðarbæjar frá 21.02. 2008.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Lagt fram bréf frá SSH dags.16.okt. sl. er varðar sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarvæðinu.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn fjölskylduráðs um fyrirliggjandi erindi.

    • 1505207 – Erluás 31, bílar í snúningshaus

      Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að endurskoða lögreglusamþykkt Hafnarfjarðar, 20 gr. þeirra sem lítur að bifreiðastöðum í snúningshausum, með hliðsjón af fyrirliggjandi lögfræðiáliti.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn.

      Tekið til umræðu. Frestað.

    • 1510263 – Launuð námsleyfi haust 2015

      Lögð fram tillaga um launuð námsleyfi á vormisseri 2016. Tillagan er lögð fram með fyrirvara um afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

    • 1510190 – Íbuðalánasjóður, sveitarstjórnir, erindi

      Bréf Íbúðalánasjóðs það sem Hafnarfjarðarbæ er boðið að kaupa íbúðir í eigu sjóðsins.

      Lagt fram. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

    • 1509619 – Húsbílastæði, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir svæðum fyrir húsbíla til vetrarbúsetu.

      Bæjarráð vísar fyrirspurninni til umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    • 1510289 – Þroskahjálp, landsþing 2015, ályktun

      Lögð fram ályktun frá landsþingi Þroskahjálpar haldið 16. og 17. okt. sl.

      Lagt fram.

    • 1305351 – Vinabæjarsamstarf, undirbúningsfundur 2016, mót 2017

      Lögð fram drög að dagskrá vegna undibúningsfundar 25.-27.maí 2016 fyrir vinabæjarmót 2017, ásamt drögum að fjárhagsáætlun vegna vinabæjarsamstarfs.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1510278 – Allir í strætó, líka fatlaðir.

      Lagður fram tölvupóstur frá Sjálfsbjörg, landsambandi fatlaðra.

      Lagt fram.

    Umsóknir

    • 1510011F – Hafnarstjórn - 1476

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 14.okt.sl.

    • 1510001F – Menningar- og ferðamálanefnd - 253

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 14.okt. sl.

    Fundargerðir

Ábendingagátt