Bæjarráð

5. nóvember 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3419

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      Lögð fram til kynningar drög að þjónustusamningi við íþróttafélög. Andri Ómarsson og Geir Bjarnason mæta til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1505207 – Erluás 31, bílar í snúningshaus

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti til fundarins. Til afgreiðslu hvort gera skuli breytingar á lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi breyting verði gerð á lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað: 1. ml.3. mgr. 20. gr. hljóði svo: „Bannað er að leggja ökutæki á gangstéttum, snúningshausum í botngötum, opnum svæðum, óbyggðum lóðum og stígum.“

    • 1510279 – Viljayfirlýsing um ljósleiðaravæðingu

      Frestað á fundi bæjarráðs 22.okt sl.Tekið fyrir að nýju. Viljayfirlýsingin er til afgreiðslu.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að ganga frá fyrirliggjandi viljayfirlýsingu.

    • 0702257 – Suðurgata 7 Góðtemplarahúsið, samningur um afnot og viðhald

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að ganga til uppgjörs á skuld sem hvílir á Góðtemplarahúsinu.

    • 1407105 – Flóttamenn, samningur um móttöku

      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. október 2015 um skipan samninganefndar.

      Lagt fram.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

      Lagt fram bréf fjármála- og efnahagsráðuneytisins um fyrirhugaða sölu á húsnæði St. Jósefsspítala.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1307154 – Þjónusta við hælisleitendur

      Lagður fram undirritaður samningur Hafnarfjarðarbæjar og Útlendingastofnunar um þjónustu við hælisleitendur.

      Lagt fram. Gerð grein fyrir breytingum sem gerðar voru á samningnum frá því að hann var samþykktur í bæjarráði.

    • 1510436 – Sörlaskeið 7 og Fluguskeið 7, lóðir, heimild til sölu

      Beiðni um að kvöð sem bannar framsal á lóðaúthlutun og/eða byggingarrétti fyrr en að loknu byggingarstigi 4 sé aflétt. Lagt er til að heimila sölu lóðanna nú en að kvöðinni verði ekki aflétt.

      Bæjarráð samþykkir sölu á lóðunum að þessu sinni en kvöð í lóðaleigusamningi verði áfram óbreytt.

    • 1503482 – Þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa, endurskoðun árið 2015

      Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá skipulags- og byggingafulltrúa, nýir gjaldaliðir, stöðugjöld vegna gáma og bílastæði utan lóða. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1502195 – Reglur um tekjutengdan afslátt fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega

      Umræða um viðmiðunarmörk og fyrirkomulag tekjutengds afsláttar af fasteignaskatti.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Til umræðu.

    • 1511005 – Frederiksberg Kommune, jólatré 2015

      Lagður fram tölvupóstur frá Frederiksberg Kommune þar sem tilkynnt er um jólatré að gjöf til Hafnarfjarðabæjar.

      Lagt fram.

    • 1511016 – Cuxhaven, jólatré 2015

      Lagt fram erindi frá Cuxhaven þar sem tilkynnt er um jólatré að gjöf frá Cuxhaven til Hafnarfjarðarbæjar.

    Umsóknir

    Fundargerðir

    • 1510029F – Menningar- og ferðamálanefnd - 254

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29.okt. sl.

    • 1502079 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2015

      Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 1. og 26.okt.sl.

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar STRÆTÓ bs. frá 2. og 16.okt. sl.

    • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 16.okt. sl.

Ábendingagátt