Bæjarráð

3. desember 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3422

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
  • Júlíus Andri Þórðarson Varaáheyrnarfulltrúi

Auk þeirra sátu fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Auk þeirra sátu fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1004442 – Markaðssamstarf, viðburðir og upplýsingamiðlun á höfuðborgarsvæðinu

      l.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 20.nóv. sl.

      Menningar- og ferðamálanefnd leggur til við bæjarráð að samningurinn sé samþykktur með þeim fyrivara að það komi skýrt fram í grein 2.2. að samráðsnefnd taki ákvörðun um ráðstöfun fjármagns til verkefna. Einnig að uppsagnarfrestur miðist við 1. október ár hvert og að árlega (í september) fari fram mat á verkefninu.

      Bæjarráð staðfestir samninginn í samræmi við niðurstöður menningar- og ferðamálanefndar.

    • 1407105 – Flóttamenn, samningur um móttöku

      Lagður fram undirritaður samningur milli Velferðarráðuneytisins og Hafnarfjarðarkaupstaðar frá 25.nóvember sl.

      Lagt fram.

    • 1511321 – Flóttafólk, samstarf

      Lagt fram bréf dags.15.nóv.sl. frá prestum Þjóðkirkjusafnaðanna og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.

      Erindi móttekið.

    • 1511159 – Álverið í Straumsvík, hagsmunagreining

      Tekið verði saman heildstætt yfirlit yfir alla hagsmuni Hafnarfjarðarbæjar vegna starfsemi álversins í Straumsvík.

      Bæjarráð samykkir að fela bæjarstjóra að taka saman heildstætt yfirlit yfir alla hagsmuni Hafnarfjarðarbæjar af rekstri og staðsetningu álversins í Straumsvík. Reynt verði að kortleggja bæði bein og óbein áhrif af rekstrinum. Jafnframt verði tekin saman ákvæði um réttindi og skyldur sem gilda um starfsemina.

    • 1511196 – Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 263. mál til umsagnar

      Lögð fram umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.

      Lagt fram.

    • 1511272 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, gjaldskrá

      Lagt fram bréf dags. 20.nóv. sl. frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þar sem fram kemur að stjórn slökkviliðsins samþykkti á fundi sínum þ. 20.nóv. sl. meðfylgjandi gjaldskrá.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:”Bæjarstjórn samþykkir tillögu að nýrri gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.”

    • 1512003 – Gjaldskrár 2016

      Lögð fram tillaga að gjaldskrá 2016.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:”Bæjarstjórn samþykkir tillögu að nýjum gjaldskrám 2016 með breytingu í samræmi við afgreiðslu fjölskylduráðs frá 20. nóvember 2015.”

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar sátu hjá.

    • 1503482 – Þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa, endurskoðun árið 2015

      Tekið fyrir að nýju.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:”Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingafulltrúa”.

      Bæjarfulltrúar Samfylgingar sátu hjá.

    • 1511320 – Reykjavíkurvegur 60, tímabundið áfengisleyfi

      Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu dags. 25.nóv. sl. þar sem óskað er eftir umsögn um tímabundið áfengisleyfi vegna lengri opnunartíma 31.desember nk. frá kl. 23:30-06:00.

      Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tímabundið áfengisleyfi vegna lengri opnunartíma 31. desember n.k.

    • 1510136 – Lónsbraut, bátaskýli, endurnýjun lóðarleigusamninga

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 17. nóvember sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      1510136 – Lónsbraut, bátaskýli, endurnýjun lóðarleigusamninga

      Tekin fyrir að nýju umsögn til bæjarráðs vegna endurnýjunar lóðarleigusamninga við Lónsbraut.
      Afgreiðslu var frestað á fundi 3. nóvember sl.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjum lóðarleigusamninga á svæðinu.

      Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.

    • 1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar

      Lögð fram drög að nýjum leigusamningi við Brettafélagið

      Geir Bjarnason íþróttafulltrúi kom á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að nýjum leigusamningi við Brettafélagið.

    • 1502195 – Reglur um tekjutengdan afslátt fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega

      Lögð fram umsögn Öldungaráðs.
      Lögð fram tillaga að reglumum tekjutengdan afslátt fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega 2016.

      Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri endurmeti forsendur um tekjuviðmið og málið verði sett á dagskrá bæjarstjórnar.

      Bæjarfulltruar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi bókun: Tekjuviðmið vegna afsláttar fasteignaskatta elli- og örorkulífeyrisþega voru eingöngu hækkuð um 2.7% á árinu 2015 en þjóðhagsspá gerir ráð fyrir að laun hækki um 7.1% á árinu. Árið áður voru viðmiðin hins vegar hækkuð um 6%, sem var í samræmi við þróun launa. Frá því að nýr meirihluti tók við hafa tekjuviðmiðin þannig lækkað að raungildi og þeim sem eiga rétt til afsláttar fækkað samsvarandi. Verði tillaga að tekjuviðmiðum næsta árs samþykkt óbreytt í bæjarstjórn munu viðmiðin þannig hafa hækkað um 7,31% frá árinu 2013 á meðan laun hafa hækkað um rúm 15%.
      Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að viðmiðin verði látin fylgja launaþróun og hækkun síðasta árs leiðrétt til samræmis við raunverulega launaþróun.

    • 1503172 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks, kostnaður

      Kostnaðarskipting vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
      Lögð fram bókun fjölskylduráðs frá 20.nóv. sl.:
      Fjölskylduráð fellst á að samþykkt verði fyrirliggjandi tillaga að breyttri kostnaðarskiptingu, með fyrirvara um að öll hlutaðeigandi sveitarfélög samþykki breytinguna og vísar málinu til bæjarráðs.
      Ráðið ítrekar fyrri bókanir þess efnis að sviðið haldi áfram vinnu við greiningu á kostnaði með það að markmiði að ná fram hagræðingu án þess að komi til þjónustuskerðingar. Allar færar leiðir verði skoðaðar í því samhengi.

      Bæjarráð staðfestir samþykkt fjölskylduráðs.

    • 1408105 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2015 - 2018

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn.

      Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna aksturþjónustu fatlaðs fólks.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:”Bæjarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks.”

    • 1511379 – Rammasamningur um akstur fyrir fatlaða 4495.2015.

      Bréf vegna kæru á útboði aksturs fyrir fatlaða lagt fram

      Lagt fram.

    • 1512001 – Lánasjóður sveitarfélaga, lánveiting

      Tillaga um að tekið verði 3 milljarða króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:

      Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 2.000.000.000 kr. til 15 ára og 1.000.000.000 kr. til 20 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna eldri framkvæmdalán hjá sveitarfélaginu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
      Jafnframt er Haraldi Líndal Haraldsyni, kennitala 170852-3469, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

    • 1512005 – Úthlutun lóða, almennar reglur, endurskoðun

      Tillaga um að umhverfis- og skipulagsþjónustu verði falið að endurskoða almennar reglur um lóðaúthlutanir frá 4. september 2013 og skila tillögum til bæjarráðs.

      Bæjarráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsþjónustu að endurskoða almennar reglur um lóðaúthlutanir frá 4. september 2013 og skila tillögum til bæjarráðs fyrir 15. febrúar 2016.

    • 1511005 – Frederiksberg Kommune, jólatré 2015

      Lagður fram tölvupóstur frá Frederiksberg Kommune þar sem tilkynnt er um jólatré að gjöf til Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð þakkar góða gjöf og kveðjur og sendir jólakveðjur til íbúa vinabæjarins í Danmörku.

    • 1503042 – Skógarás 6, stefna

      Lögð fram niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness frá 18.nóv. sl. í málinu. Mál nr. E-315/2015

      Lagt fram.

    • 1511355 – Lækjargata 2, kauptilboð

      Lagt fram kauptilboð í Lækjargötu 2, Dvergur.

      Bæjarráð hafnar tilboðinu.

    Fundargerðir

    • 1511018F – Menningar- og ferðamálanefnd - 256

      Lögð fram til kynningar

Ábendingagátt