Bæjarráð

28. janúar 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3425

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi
  • Adda María Jóhannsdóttir varamaður

Einnig sátu fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1512002 – Gæðahandbók og -ferlar

      Páll Magnússon bæjarritari í Kópavogi mætti til fundarins.

      Bæjarstjóra falið að skoða málið frekar.

    • 16011191 – Ásvallalaug, heilsurækt, rekstur

      Lagt fram erindi frá GYM heilsa dags. 20.jan. sl. vegna rekstur heilsuræktar í Ásvallaug

      Lagt fram.

    • 1505266 – Endurskoðun lóðarverðs og gatnagerðargjalda

      Gatnagerðargjöld vegna atvinnulóða.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: ” Bæjarstjórn samþykkir að 4. grein samþykktar um gatnagerðargjald í Hafnarfjarðarkaupstað nr. 955/2007 ásamt áorðnum breytingum verði breytt þannig:

      Stafliður c verði: Atvinnuhúsnæði 9%
      Stafliður d verði: Gripahús 15%
      Fyrri stafliður d verði stafliður e

      Lokamálsgrein 4. greinar fellur út.

    • 1511154 – Leikfélag Hafnarfjarðar, ósk um nýtt húsnæði

      Tekið fyrir að nýju

      Bæjarráð bendir á að samningur Hafnarfjarðarbæjar við Gaflaraleikhúsið með viðauka um Leikfélag Hafnarfjarðar rennur út í árslok 2016.

    • 16011207 – CEMR,alsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga 2016.

      Stærsta ráðstefna Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, haldin á Kýpur 20.-22.apríl 2016

      Lagt fram.

    • 1512115 – Hvaleyrarbraut 12, umsókn

      2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 10.des.sl. Bæjarstjórn vísaði liðnum til bæjarráðs á fundi sínum þ. 20.jan. sl.

      Ósk umsækjanda um lækkun gatnagerðargjalda í samræmi við samþykkt umboð bæjarráðs frá bæjarstjórn 16. október 2015 er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu, samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:”Bæjarstjórn samþykkir að gatnagerðargjald verði lækkað í samræmi við samþykkt umboð bæjarráðs frá bæjarstjórn 16. október 2015.”

    • 16011209 – Gallup,þjónusta sveitarfélaga 2015,könnun

      Lögð fram skýrsla með niðurstöðum Hafnarfjarðar í könnun á þjónustu sveitarfélaga. Jóna Karen Sverrisdóttir hjá Gallup og Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri mættu til fundarins.

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG harma þær niðurstöður sem fram koma í skýrslunni. Í ljósi stefnu nýs meirihluta í leik- og grunnskólamálum og gamaldags viðhorfa meirihlutaflokkanna til þjónustu við barnafólk og eldri borgara ættu þessar niðurstöður hins vegar ekki að koma neinum á óvart.

      Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:
      Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup ber að taka alvarlega.
      Undanfarið ár hefur bæjarstjórn fjallað mjög opinskátt um stöðu bæjarins, samanburð þjónustu við önnur sveitarfélög og hvar þurfi að bæta úr. Meðal þess sem fram hefur komið er að Hafnarfjörður hefur verið dýr bær fyrir barnafjölskyldur hvað þjónustu varðar og núverandi meirihluti hefur þegar hafist handa við að bæta úr því. Ber þar fyrst að nefna raunlækkun leikskólagjalda tvö ár í röð, auknar niðurgreiðslur með þjónustu dagforeldra og lækkaðan inntökualdur barna á leikskóla, sem er markvisst beint að þessum hópi.
      Mikilvægt er að halda áfram á þessari braut, bæta þjónustuna og lækka gjöldin.
      Bókun minnihlutans er ekki svara verð.

    • 1503437 – Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, sameining

      Gísli Þ. Magnússon og Ársæll Guðmundsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu mættu til fundarins.

    • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Fundur með heilbrigðisráðherra 10. des. 2015.

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna legga fram svohljóðandi bókun:
      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG gera alvarlega athugasemd við það að bréf frá ráðherra dags. 30. nóvember sl. hafi ekki ekki verið lagt fram til kynningar í bæjarráði og ekki tekið til efnislegrar umræðu í fjölskylduráði sem er þó það fagráð sem um málið ætti að fjalla. Gerum við einnig athugasemd við það að bæjarstjóri hafi ekki upplýst bæjarráð um fund sem haldinn var 10. desember sl. í velferðarráðuneytinu og tveir bæjarfulltrúar meirihlutans sátu ásamt bæjarstjóra. Þessi vinnubrögð koma í veg fyrir eðlilegt upplýsingastreymi og samráð, bæði gagnvart bæjarstjórn og bæjarbúum. Þau ganga þvert gegn því markmiði að auka gegnsæi í ákvörðanartöku.

      Bæjarstjóri óskar að eftirfarandi verði fært til bókar vegna bókunar minnihlutans um fund bæjarstjóra með heilbrigðisráðherra:

      Bæjarstjórn hefur skipað verkefnastjórn um byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang. Á næsta fundi verkefnastjórnarinnar, sem haldinn var eftir fund bæjarstjóra með ráðherra, mætti bæjarstjóri og gerði verkefnastjórninni grein fyrir umræddu bréfi og fundi með ráðherra. Sú fundargerð fór síðan fyrir fjölskylduráð.

    • 1512314 – Frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög), 435.mál til umsagnar

      Bæjarstjóra falið að veita umsögn um frumvarpið.

    Umsóknir

    • 16011190 – Sléttuhlíð nr C0, umsókn um lóð

      Lögð fram vefumsókn Jóns Atla Magnússonar um lóð í Sléttuhlíð

      Bæjarráð hafnar erindinu og vísar til umsagnar skipulags- og byggingaráðs varðandi framtíðarnotkun á svæðinu frá 21. október 2015.

    • 1601012F – Hafnarstjórn - 1481

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 25.janúar sl.

    • 1601013F – Menningar- og ferðamálanefnd - 258

      Lögð fram fundargerð menningar-og ferðamálanefndar frá 22.jan.sl.

    Fundargerðir

    • 1601857 – Sorpa bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 22.jan.sl.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram til fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 8.jan.sl.

    • 1504318 – Stjórn SSH, fundargerðir 2015

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 13.apríl,11.maí, 1.júní,8.júní, 24.ágúst, 7.sept. og 7.desember sl.

Ábendingagátt