Bæjarráð

11. febrúar 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3426

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson Varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1510229 – Jafnréttisáætlun, framkvæmdaáætlun, beiðni

      Vinnuhópur leggur fram niðurstöður sínar. Berglind Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætti til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi jafnréttisáætlun og að umboð starfshópsins verði framlengt til að vinna áfram að endurskoðun jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar.

    • 1602158 – Reglur um viðmið fyrir gjafir og viðurkenningar starfsfólks

      Berglind Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætti á fundinn.

      Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1502365 – Kirkjuvellir 1, Ástjarnarkirkja, safnaðarheimili, nýting, lóð og bílastæði

      Lagt fram bréf frá Ástjarnarsókn frá 4.febr. sl.

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til:
      Áður en ákvörðun verður tekin um afgreiðslu erindisins verði bæjarstjóra falið að kanna hvernig staðið er að fjármögnun bæna- og samkomuhúsa trúfélaga og skráðra lífsskoðunarfélaga og hvort sveitarfélög eru almennt að taka þátt í stofnkostnaði þeirra í dag umfram það sem kveðið er á um í lögum um Kristnisjóð.

      Tillagan samþykkt samhljóða.

      Jafnframt er óskað eftir ítarlegri upplýsingum um styrki undanfarinna ára til sókna í Hafnarfirði.

    • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

      Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir frá Vera ráðgjöf ehf.mætti til fundarins.

      Málið kynnt.

    • 1602148 – Forkaupsréttur skipa án aflaheimilda

      Lögð fram eftirfarandi tillaga: Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt skv. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, í þeim tilvikum þegar fiskiskip án aflamarks (veiðiheimildar) er selt. Bæjarlögmanni og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, er í umboði bæjarráðs falið að hafna forkaupsrétti í þessum tilvikum og fullnaðarafgreiðslu hvers máls.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

    • 1412092 – Hlíðarþúfur, ósk um framlengingu lóðarsamninga.

      Lagt fram. Málið hefur verið lagt fram í skipulags- og byggingaráði.

      Erindinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingaráðs.

    • 1504442 – Kvistavellir 10-16, tilboð í lóðir

      Ósk um heimild til veðsetningar. Lagt til að heimild til veðsetningar verði veitt með því skilyrði að andvirðið verði greitt til Hafnarfjarðarkaupsstaðar, þ.e. kaupverð lóðanna sem er 31 millj. kr.

      Bæjarráð samþykkir að veita heimild til veðsetningar með því skilyrði að andvirðið verði greitt til Hafnarfjarðarkaupstaðar,þ.e. kaupverð lóðanna sem er 31 millj. kr.

    • 1308536 – Breiðhella 3 og Hringhella 7, skipti á lóðum

      Lögð fram drög að samningi um lóðaskipti í samræmi við fyrri afgreiðslu bæjarráðs.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: “bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Hringhellu 7 til SSG ehf., gatnagerðargjald kr. 61.928.236. Um er að ræða skipti á lóðum en SSG ehf. leggur á móti lóðina Breiðhellu 3 (skráður eigandi Sigurður Sveinbjörn Gylfason, kt. 200770-3079, eigandi SSG ehf.), þar sem búið er að greiða gatnagerðargjald kr. 44.263.412. Til viðbótar greiðir SSG ehf. kr. 17.664.825 sem er mismunur gatnagerðargjalds Hringhellu 7 og þess gatanagerðargjalds sem búið er að greiða vegna Breiðhellu 3. Breiðhella 3 skal vera án veðbanda.”

    • 1508520 – Hnoðravellir 8-10, umsókn um lóð

      Umsókn um lóð, óskar eftir lækkun á lóðaverði vegna þéttingar á byggð.

      Bæjarráð hafnar erindinu.

    • 1510436 – Sörlaskeið 7 og Fluguskeið 7, lóðir, heimild til sölu

      Óskað eftir heimild til að selja hesthúsalóð sem framkvæmdir hafa ekki hafist á.

      Bæjarráð samþykkir sölu á lóðinni Fluguskeið 7 að þessu sinni en kvöð í lóðaleigusamningi verði áfram óbreytt.

    • 1602104 – HS Veitur, hluthafafundur 2016

      Boðað er til hluthafafundar föstudaginn 19.febr.nk. að Brekkustíg 36, Reykjanesbæ. Tilnefna fulltrúa, breytingar á samþykktum og kaup á eigin hlutabréfum.

      Bæjarráð óskar eftir minnisblaði fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í stjórn HS Veitna um tillögu sem liggur fyrir hlutahafafundi um kaup félagsins á eigin hlutabréfum.

      Samþykkt að tilnefna Skarphéðin Orra Björnsson sem fulltrúa.

    • 1305351 – Vinabæjarsamstarf, undirbúningsfundur 2016, mót 2017

      Undirbúningur maífundar, bréf frá Frederiksberg sem hefur ákveðið að draga verulega úr þátttöku í vinabæjasamstarfi.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samráð við önnur sveitarfélög í norrænu samstarfi um framhald og framtíð vinabæjasamstarfs.

    • 1602151 – Styrkir bæjarráðs

      Til umræðu framkvæmd á styrkjum bæjarráðs.
      Taka þarf ákvörðun um auglýsingu á styrkjum bæjarráðs 2016.

      Frestað til næsta fundar.

    • 1602125 – Erindi frá Umboðsmanni barna.

      Lagt fram erindi frá Umboðsmanni barna, dags. 4. febrúar 2016, til sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna í skólanefndum.

      Lagt fram.

    • 1511379 – Rammasamningur 4495.2015, akstur, fatlaðir

      Tekið fyrir að nýju. Svar Strætó bs. við kæru lagt fram.

      Lagt fram.

    • 1602124 – Reglugerð, fatlaðir 2016, drög

      Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi drög að reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks árið 2016 lögð fram til kynningar.

      Lagt fram.

    • 1602143 – Jafnrétti, sveitarfélög, málþing og námskeið

      Lagt fram til kynningar

      Lagt fram.

    • 1505266 – Endurskoðun lóðarverðs og gatnagerðargjalda

      Tillaga um að bæjarráð leggi til við bæjarstjórn: ” Bæjarstjórn samþykkir að 3. mgr. Í 4. grein samþykktar um gatnagerðargjald í Hafnarfjarðarkaupstað nr. 955/2007 ásamt áorðnum breytingum verði breytt og orðist þannig:
      “Af byggingum sem saman standa af atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði, skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt gjaldskrá um atvinnuhúsnæði af atvinnuhúsnæði byggingarinnar og samkvæmt gjaldskrá um íbúðarhúsnæði af íbúðarhúsnæði byggingarinnar.”

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: ” Bæjarstjórn samþykkir að 3. mgr. Í 4. grein samþykktar um gatnagerðargjald í Hafnarfjarðarkaupstað nr. 955/2007 ásamt áorðnum breytingum verði breytt og orðist þannig:
      “Af byggingum sem saman standa af atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði, skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt gjaldskrá um atvinnuhúsnæði af atvinnuhúsnæði byggingarinnar og samkvæmt gjaldskrá um íbúðarhúsnæði af íbúðarhúsnæði byggingarinnar.”

    • 1602159 – Lög um opinber fjármál, ríki og sveitarfélög, samstarf

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem boðað er til sameiginlegs fundar fimmtudaginn 18.febr. nk. um samráðsferlið.

      Lagt fram.

    • 1503437 – Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, sameining

      Skipan fulltrúa í hóp

      Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til eftirfarandi:

      Bæjarráð áréttar að aðkoma Hafnarfjarðarbæjar að stjórn og fjármögnun Iðnskólans í Hafnarfirði grundvallaðist á því að um væri að ræða opinberan framhaldsskóla. Um aðkomu sveitarfélaga að slíkum skólum er kveðið í lögum um framhaldsskóla. Ráðherra hefur tekið einhliða ákvörðun um niðurlagningu skólans og hefur fengið einkafyrirtæki framkvæmd þeirra verkefna sem hann hafði með höndum. Ekkert samráð var haft við sveitarfélagið um þá ákvörðun, fyrir utan samráð við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem tók þátt í undirbúningi málsins.

      Þrátt fyrir að Iðnskólinn sé ekki lengur stafandi hefur Tækniskólinn ehf. sent Hafnarfjarðarbæ reikninga vegna húsaleigu og þannig krafist þátttöku sveitarfélagsins í fjármögnun hennar. Mikilvægt er að bæjarráð árétti að Iðnskólinn sé ekki lengur starfandi sem opinber framhaldsskóli og engin skilyrði séu til staðar sem réttlæti þátttöku sveitarfélagsins í rekstrarkostnaði Tækniskólans.

      Í ljósi framangreinds er sömuleiðis ástæðulaust að skipa kjörna fulltrúa í nefnd ráðherra til að ræða húsnæðismál Tækniskólans. Eðlilegt er að bæjarstjóri sinni þeim samskiptum við embætissmenn ráðuneytisins fyrir hönd bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.

      Fundarhlé var gert kl. 11.
      Fundi fram haldið kl. 11:35.

      Tillaga er felld.

      Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarráð áréttar að aðkoma Hafnarfjarðarbæjar að stjórn og fjármögnun Iðnskólans í Hafnarfirði grundvallaðist á því að um væri að ræða opinberan framhaldsskóla. Um aðkomu sveitarfélaga að slíkum skólum er kveðið í lögum um framhaldsskóla. Menntamálaráðneytið tók ákvörðun um niðurlagningu skólans, án samráðs við sveitarfélagið, og hefur fengið einkahlutafélag í framkvæmd þeirra verkefna sem hann hafði með höndum.
      Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara í viðræður við menntamálaráðuneytið um fyrirkomulag verknáms og aðkomu bæjarins að þeirri starfsemi. Áréttað er að Iðnskólinn er ekki lengur starfandi sem opinber framhaldsskóli og því þarf að fá niðurstöðu í hvort og þá hver þátttaka sveitarfélagsins eigi að vera í rekstrarkostnaði Tækniskólans.

      Fundarhlé gert kl. 11:40.
      Fundi fram haldið kl. 11:45.

      Tillagan samþykkt með atkvæðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar. Fulltrúar Samfylkingar sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.

    Fundargerðir

    • 1601017F – Hafnarstjórn - 1482

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 1.febr. sl.

    • 1501455 – Hótel í miðbæ Hafnarfjarðar

      Lagðar fram fundargerðir starfshóps um hótel í miðbæ.

    • 1602122 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2016.

      Lög fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 3.febr. sl.

    • 1602157 – Stjórn SSH, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 11.janúar sl., 425.fundur.

    • 1601006F – Stjórn Hafnarborgar - 337

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 15.jan.sl.

Ábendingagátt