Bæjarráð

30. mars 2016 kl. 14:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3429

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

þá sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir

þá sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1603137 – Vinnustaðagreining 2015

      Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins og fer yfir niðurstöðu vinnustaðagreiningarinnar fyrir bæinn í heild.

      Bæjarráð þakkar Berglindi fyrir kynninguna.

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Samningur milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Markaðsstofu Hafnarfjarðar lagður fram til afgreiðslu.

      Lagt fram.

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      Tekið fyrir að nýju, til umræðu

      Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
      Bæjarráð samþykkir að endurskipað verði í eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga samkvæmt 9.gr í samstarfssamningi við ÍBH frá 21.febrúar 2008.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

      Farið yfir gang mála í samningum við ríkið.

      Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

    • 1603568 – Lóðir í Skarðshlíð

      Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu, mætir á fundinn.

      Sigurði Haraldssyni þökkuð kynningin.

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:
      Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að vinna að stofnun almenns leigufélags, leggja fram nauðsynlegt stofnfé og hefur kallað eftir samstarfi við sveitarfélögin um uppbyggingu leiguhúsnæðis. Markmið félagsins er m.a. að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. Ein af forsendum verkefnisins er samþykkt Alþingis á fyrirliggjandi húsnæðisfrumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra. Langur biðlisti er til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ eftir félagslegum íbúðum en fjöldi þeirra sem er á biðlista eftir íbúð og er skilgreindur í forgangi er um 200 fjölskyldur. Alls eru um 240 félagslegar íbúðir í Hafnarfirði og fyrirliggjandi er að sérstaklega ungt fólk á í miklum erfiðleikum með að fóta sig á húsnæðismarkaði eins og hann er í dag. Mikilvægt er að leitað sé leiða til þess að breyta því og mæta þeirri þörf sem er til staðar fyrir húsnæði á viðráðanlegum kjörum.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að bæjarstjóra verði falið að óska eftir viðræðum við Alþýðusamband Íslands um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu og kannað verði hvort samstarfsgrundvöllur sé til staðar með öðrum aðilum, t.d. öðrum frjálsum félagasamtökum og samvinnufélögum um byggingu búseturéttaríbúða. Niðurstöður þeirra viðræðna liggi fyrir áður en úthlutun fjölbýlishúsalóða fer fram.

      Afgreiðslu málsins frestað.

    • 1603206 – Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar, endurgreiðsluhlutfall

      Lögð fram tillaga tryggingastærðfræðings um endurgreiðsluhlutfall

      Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

    • 1512032 – Reykdalsfélagið, rafminjasafn

      Lagt fram minnisblað bæjarminjavarðar.

      Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til menningar- og ferðamálanefndar.

    • 1504338 – Krýsuvík, framtíðarnotkun

      Kynning á stöðu vinnu verkefnishópsins og áætlun um lok hennar.

      Bæjarráð samþykkir ósk stýrihóps um framtíðarnýtingu Krýsuvíkursvæðisins um heimild til að framlengja starfstíma hópsins til loka maí nk. með allt að 5 fundum. Kynningu á stöðu verkefnisins er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

    • 0804147 – Hress, leigusamningur um heilsuræktaraðstöðu í Ásvallalaug

      Lagt fram bréf frá heilsuræktarstöðinni Hress um riftun leigusamnings vegna húsnæðis í Ásvallalaug. Geir Bjarnason mætti til fundarins.

      Guðlaug Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

      Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna að málinu.

    • 1510009 – Gervigrasvellir

      Þingsályktunartillaga um gúmmíkurl.

      Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

    • 1603429 – Sorpa bs, ársreikningur 2015

      Lagður fram ársreikningur Sorpu bs. 2015.

      Lagt fram.

    • 1603582 – Vinnuskólinn, laun

      Lagt fram minnisblað. Geir Bjarnason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að laun í Vinnuskólanum hækki um 15% í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

    • 1603581 – Fjarðargata 13-15, Fjörður, sala á eignarhluta fastanr. 222-3452

      Lagður fram kaupsamningur vegna sölu á eignahluta fastanr. 222-3452

      Kristján Sturluson sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning.

    Fundargerðir

    • 1602157 – Stjórn SSH, fundargerðir 2016

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 8.febr. og 7.mars sl.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 29.febr. og 11.mars sl.

Ábendingagátt