Bæjarráð

14. apríl 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3431

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
 • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

   Þjónustusamningar við íþróttafélögin lagðir fram til afgreiðslu.

   Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi og Andri Ómarsson verkefnastjóri mættu á fundinn.

   Bæjarráð samþykkir framlögð samningsdrög með áorðnum breytingum og felur bæjarstjóra að ljúka samningum við íþróttafélögin.

  • 1604046 – Ásvellir 2, Ásvallalaug, húsnæði, viðræður

   Lagt fram erindi frá Haukum vegna húsnæðis í Ásvallalaug. Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn.

   Lagt fram.

  • 1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar

   Beiðni um viðbótarhúsnæði að Flatahrauni 14.
   Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn.

   Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

  • 1511227 – Íþróttahús Strandgötu, ósk um rekstur

   Beiðni um að sjá um rekstur íþróttahússins við Strandgötu.
   Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn.

   Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að leita leiða um nýtingu hússins og aukin samráð notenda.

  • 1602151 – Styrkir bæjarráðs 2016

   Tekið fyrir á ný.

   Bæjarráð samþykkir að úthluta eftirfarandi styrkjum:
   Haukar, 85 ára afmæli, 300.000.-
   70 ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, 300.000.-
   Víkingahátíðin, 400.000.- kr.
   Viðgerðir á fersku í Víðistaðakirkju, 250.000.-

  • 1604097 – Sveitarfélög, heilbrigðiseftirlit

   Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.

   Bæjarstjóra er falið að svara erindinu.

  • 1602158 – Reglur um viðmið fyrir gjafir og viðurkenningar starfsfólks

   Tekið fyrir á ný, til afgreiðslu. Berglind Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætti til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur um viðmið fyrir gjafir og viðurkenningar starfsfólks.

  • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

   Umræða um framhald verkefnisins.

   Bæjarstjóra er falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

  • 1604136 – Þjónustuíbúðir, reglur, samræming

   Lagt fram erindi frá Öldungaráði Hafnarfjarðar.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1604242 – Félagsdómur, mál nr. 29/2015, dómsniðurstaða

   Niðurstaða félagsdóms v. starfsmanns hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis lögð fram.

   Lagt fram.

  • 1604247 – Hreinni Hafnarfjörður 2016.

   Gerð grein fyrir hreinsunarátaki sem áætlað er í maí. Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri mætti á fundinn.

   Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri kom á fundinn og kynnti hreinsunarátakið.

  • 1210332 – Hjúkrunarheimili á Völlum 7, Sólvellir ses

   Lögð fram stefna frá Sólvöllum ses. vegna hjúkrunarheimilis.

   Lagt fram.

  Umsóknir

  Fundargerðir

  • 1602157 – Stjórn SSH, fundargerðir 2016

   Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 4.apríl sl., 428.fundur.

  • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

   Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4.apríl sl., 241. fundur.

Ábendingagátt