Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Einnig sátu fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Þjónustusamningar við íþróttafélögin lagðir fram til afgreiðslu.
Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi og Andri Ómarsson verkefnastjóri mættu á fundinn.
Bæjarráð samþykkir framlögð samningsdrög með áorðnum breytingum og felur bæjarstjóra að ljúka samningum við íþróttafélögin.
Lagt fram erindi frá Haukum vegna húsnæðis í Ásvallalaug. Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn.
Lagt fram.
Beiðni um viðbótarhúsnæði að Flatahrauni 14. Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Beiðni um að sjá um rekstur íþróttahússins við Strandgötu. Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að leita leiða um nýtingu hússins og aukin samráð notenda.
Tekið fyrir á ný.
Bæjarráð samþykkir að úthluta eftirfarandi styrkjum: Haukar, 85 ára afmæli, 300.000.- 70 ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, 300.000.- Víkingahátíðin, 400.000.- kr. Viðgerðir á fersku í Víðistaðakirkju, 250.000.-
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
Bæjarstjóra er falið að svara erindinu.
Tekið fyrir á ný, til afgreiðslu. Berglind Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætti til fundarins.
Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur um viðmið fyrir gjafir og viðurkenningar starfsfólks.
Umræða um framhald verkefnisins.
Bæjarstjóra er falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Lagt fram erindi frá Öldungaráði Hafnarfjarðar.
Lagt fram til kynningar.
Niðurstaða félagsdóms v. starfsmanns hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis lögð fram.
Gerð grein fyrir hreinsunarátaki sem áætlað er í maí. Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri mætti á fundinn.
Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri kom á fundinn og kynnti hreinsunarátakið.
Lögð fram stefna frá Sólvöllum ses. vegna hjúkrunarheimilis.
Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa.
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 4.apríl sl., 428.fundur.
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4.apríl sl., 241. fundur.