Bæjarráð

19. apríl 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3432

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1603568 – Lóðir í Skarðshlíð

      Tekið fyrir á ný.
      Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins og Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar komu á fundinn.
      Einnig kom á fundinn Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður.

      Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja formlegar viðræður við ASÍ um uppbyggingu leiguhúsnæðis byggt á fyrirliggjandi frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra. Bæjarstjóra er jafnframt falið að vinna áfram með þá hugmynd um almennar leiguíbúðir sem hann kynnti á fundinum.

      Fundarhlé gert kl. 10:10.
      Fundi fram haldið kl. 10:15

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi bókun:

      Mikilvægt er að þær hugmyndir sem bæjarstjóri kynnti á fundinum um aðkomu fyrirtækja sem rekin eru á grundvelli hagnaðarsjónarmiða að slíkri uppbyggingu séu skoðaðar án tillits til samstarfs við ASÍ og að sú skoðun verði ekki til þess að tefja framgang þessa brýna verkefnis.

      Bæjarstjóri lagði fram svohljóðandi bókun:

      Rétt er að fram komi að hér er um grundvallar misskilng að ræða, sem fram kemur í bókun fulltrúa Samfylkingar og VG. Það kom skýrt fram í kynningu minni að hugmyndin fellur vel að frumvarpi félagsmálaráðherra um uppbyggingu á leiguíbúðum af félögum sem ekki er heimilt að greiða út arð. Hugmyndin fellur einnig vel að því fyrirkomulagi sem ASÍ kynnti á fundinum um rekstur leiguíbúða og aðkomu ASÍ að þeim verkefnum.

    • 1604248 – Nýr vefur, kynning

      Kynning á nýjum vef. Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri, Sigurður Barði Jóhannsson deildarstjóri tölvudeildar og Garðar Eyjólfsson vefstjóri mættu á fundinn.

    • 1512002 – Gæðahandbók og -ferlar

      Lagt fram minnisblað.

      Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl.10:20.

      Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu og gera tillögu að útfærslu verkefnisins innan mánaðar.

    • 1604298 – GN eignir og Eignasjóður, sameining

      Tilaga um að B-hluta félagið GN eignir ehf. verði lagt niður og látið renna inn í eignasjóða A-hluta.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: “Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að B-hluta félagið GN eignir efh. verði lagt niður og látið renna inn í eignasjóða A-hluta.”

    • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

      Tekið fyrir aftur.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og að fulltrúar verði tilnefndir í hópinn á næsta fundi ráðsins. Bæjarstjóra falið að leggja fyrir ráðið drög að samningi við ráðgjafa í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1602320 – Hraunsel 11, Hafðu áhrif á efri árin, opinn íbúafundur 11. febrúar 2016 um málefni eldri borgara

      Lagt fram minnisblað frá opnum íbúafundi 11.02.2016 um málefni aldraðra.

      Lagt fram.

    • 1604336 – Lánasjóður sveitarfélaga ohf, arðgreiðsla vegna ársins 2015

      Lagt fram bráf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. um arðgreiðslu vegna ársins 2015.

      Lagt fram.

    • 1604009F – Menningar- og ferðamálanefnd - 262

      Lög fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 12. apríl sl.

    • 1604010F – Hafnarstjórn - 1485

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 12.apríl sl.

Ábendingagátt