Bæjarráð

19. maí 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3434

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
 • Júlíus Andri Þórðarson Varaáheyrnarfulltrúi

Þá sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Guðríður Guðmundsdóttir

Þá sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

   Tekið fyrir að nýju. Geir Bjarnason íþróttafulltrúi og Andri Ómarsson verkefnastjóri komu á fundinn.

   Fundarhlé gert kl. 8:51.
   Fundi fram haldið kl. 9:04.

   Fundarhlé gert kl. 9:16.
   Fundi fram haldið kl. 9:27.

   Gerð grein fyrir stöðu málsins og bæjarstjóra falið að halda áfram vinnslu þess.

   Fullrúar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi bókun:
   Fulltrúar Samfylkingar og VG óska eftir því að bæjarstjóri geri formlega grein fyrir og leggi fram þau gögn sem hann hefur nú þegar undir höndum um aðkomu bæjarins að fjármögnun og rekstri tveggja knatthúsa á Kaplakrika. Það sama á við um gögn sem tengjast fjármögnun bæjarins á nýju íþróttahúsi við Ásvelli. Eðlilegt er að þær upplýsingar liggi fyrir og séu bæjarbúum aðgengilegar.

  • 1502191 – Koparhella 1, lóðarumsókn, úthlutun

   Lagt til að úthlutun lóðarinnar Koparhellu 1 verði afturkölluð þar sem lóðarhafi hefur ekki brugðist við tilmælum um að greiða fyrir lóðina.

   Bæjarráð samþykkir að afturkalla úthlutun lóðarinnar Koparhellu 1 þar sem lóðarhafi hefur ekki brugðist við tilmælum um að greiða fyrir lóðina.

  • 1512032 – Reykdalsfélagið, rafminjasafn

   Tekin fyrir bókun menningar- og ferðamálanefndar frá 3.maí sl.
   Björn Pétursson kom og kynnti verkefnið. Nefndin tekur jákvætt í erindið. Þar sem ekki er fjármagn til verkefnisins í áætlun yfirstandandi árs leggur nefndin til að málinu verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2017. Við fjárhagsáætlunargerðina er mikilvægt að haft sé í huga að um verði að ræða viðbótarfjárframlag þar sem ekki er hægt að taka féð af því fjármagni sem varið er til menningarmála í dag. Nefndin telur mikilvægt að við fjármögnun verkefnisins verði möguleg þátttaka annarra aðila en bæjarins könnuð.

   Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2017.
   Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess sem fram kemur í bókun menningar- og ferðamálaráðs frá 3. maí 2016 að við fjármögnun verkefnisins verði könnuð möguleg þátttaka annarra aðila en bæjarins .

  • 1604144 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa

   Tekið fyrir að nýju. Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn.

   Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum og vísar til bæjarstjórnar.

  • 0804147 – Leigusamningur um heilsuræktaraðstöðu í Ásvallalaug

   Lagt fram til staðfestingar samkomulag um slit leigusamnings. Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn.

   Guðlaug Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag.

  • 1605048 – Ásvellir 2, Ásvallalaug, útleiga húsnæðis

   Drög að útboðsskilmálum lögð fram. Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri, Geir Bjarnason íþróttafulltrúi og Andri Ómarsson verkefnastjóri mættu á fundinn.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að útboðsskilmálum.

  • 1601602 – Lækjargata 2 (Dvergur)

   Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður gerir grein fyrir stöðu málsins.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tók aftur sæti á fundinum.

   Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

  • 1512002 – Gæðahandbók og -ferlar

   Lögð fram drög að áætlun um innleiðingu á gæðastjórnun.

   Bæjarráð samþykkir framlögð drög að áætlun um innleiðingu á gæðastjórnun.

  • 1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar

   Tekin fyrir afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 4. maí:
   1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar
   Tekið fyrir að nýju beiðni um viðbótarhúsnæði að Flatahrauni 14 fyrir Brettafélagið sem bæjarráð vísaði til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
   Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við nýtingu viðbótarhúsnæðis á Flatahrauni 14 að því gefnu að ekki falli til viðbótarkostnaður.

   Bæjarráð samþykkir erindi Brettafélags Hafnarfjarðar um viðbótarhúsnæði.

  • 1604079 – Húsnæðisstefna

   Skipað í starfshóp um húsnæðisstefnu.

   Samþykkt að skipa eftirtalda í starfshóp um húsnæðisstefnu:

   Guðlaug Kristjánsdóttir formaður
   Ólafur Ingi Tómasson
   Lára Árnadóttir
   Guðný Stefánsdóttir
   Sverrir Garðarsson

  • 1605206 – Öldungaráð Hafnarfjarðar, fjárlagagerð 2017

   Ábendingar Öldungaráðs Hafnarfjarðar vegna fjárlagagerðar 2017 lagðar fram.

   Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2017.

  • 1605213 – Kleifarvatn, samningur um veiði og fiskirækt

   Lagðir fram minnispunktar vegna endurnýjunar á samningi við Stangveiðifélag Hafnarfjarðar

   Bæjarráð heimilar að gengið verði til samninga við Stangveiðifélag Hafnarfjarðar.

  • 1605269 – Ársskýrsla orlofsnefndar húsmæðra árið 2015

   Ársskýrsla Orlofsnefndar húsmæðra í Hafnarfirði 2015 lögð fram.

   Lagt fram.

  • 1605161 – Kvistavellir 63-65, lóðarumsókn

   Kynnt umsókn Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins um lóðina Kvistavelli 63-65.

   Bæjarráð óskar eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.

  • 1605085 – Kvistavellir 66-72, fyrirspurn um lóð

   Kynnt umsókn Viðju ehf. um lóðina Kvistavellir 66-72.

   Bæjarráð óskar eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.

  • 1605309 – Samstarf við ASÍ um uppbyggingu leiguíbúða í Skarðshlíð

   Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

  Fundargerðir

  • 1605006F – Hafnarstjórn - 1486

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 12.maí sl.

  • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

   Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.apríl sl., 243.fundur.

  • 1604028F – Menningar- og ferðamálanefnd - 264

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 3.maí sl.

Ábendingagátt