Bæjarráð

2. júní 2016 kl. 09:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3435

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat fundinn Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sat fundinn Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1605402 – Launuð námsleyfi, haust 2016

      Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri gerir grein fyrir tillögu um launuð námsleyfi á haustmisseri.

      Bæjarráð staðfestir framlagðar tillögur um launuð námsleyfi á haustmisseri.

    • 1602412 – Eignasjóður, eignabreyting

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar dags. 18. maí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:
      1602412 – Eignasjóður, eignabreyting
      Eignir sem mætti setja í sölumeðferð teknar til umfjöllunar á ný.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að sölumeðferð verði hafin á eftirfarandi eignum:
      Straumur, listamiðstöð
      Hrauntunga 5
      Strandgata 4
      Flatahraun 14
      Jafnframt er óskað eftir að bæjarráð feli skipulags- og byggingarráði að taka til skoðunar lóðasamninga og skipulagsskilmála umræddra eigna.
      Fullt samráð verði haft við hagsmunaaðila sem hafa starfsemi í þessum eignum í dag og skoðað hvernig hægt er að hliðra til í öðrum eignum bæjarins eða henni fundin önnur staðsetning.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi tillögu:

      Bæjarráð samþykkir að sölumeðferð verði undirbúin.
      Bæjarstjóra falið að láta endurmeta lóða- og skipulagsskilmála eignanna, gera kostnaðar- og ábatagreiningu áður en söluferli hefst og koma með tillögur að mögulegri hýsingu á þeirri starfsemi sem nú er í viðkomandi húsnæði.
      Óskað er eftir umsögn frá Menningar- og ferðamálanefnd um mögulega framtíðarnýtingu Straums.

      Tillagan samþykkt með atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar. Fulltrúar Samfylkingar sátu hjá.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:

      Í ljósi þess að í umræddum fasteignum er í nokkrum tilvikum öflug og samfélagslega mikilvæg starfsemi sem ekki liggur fyrir um hvernig eigi að tryggja viðunandi aðstöðu ef umræddar eignir verða seldar. Þar á meðal er starfsemi Brettafélags Hafnarfjarðar við Flathraun og Félagsmiðstöð fyrir fatlaða nemendur við Hrauntungu. Það vekur því furðu að lagt sé til sala þessara eigna og óskað söluheimildar áður en hugað er að þeim þætti málsins. Eðlilegt og rökrétt hefði verið að kanna fyrst hvort bærinn hefði lausn á húsnæðisþörf þessara aðila áður en hugað er að sölu þeirrar aðstöðu sem þeir njóta í dag.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Ljóst er að ásetningur meiri- og minnihluta er sá sami í þessu máli hvað varðar að tryggja framhald núverandi starfsemi í húsunum.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar dags. 4. maí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:
      SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.
      Óskað er eftir útboðsheimild til að klára framvkæmdir við gatnagerð vegna breytinga á skipulagi fyrir Skarðshlíð 1. áfanga. Lögð fram kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar útboð fyrir sitt leyti en óskar eftir heimild bæjarráðs þar sem ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í fjárhagsáætlun en miðað er við að kostnaður við hverfið verði greiddur af lóðasölu.

      Bæjarráð vísar erindinu í viðauka fjárhagsáætlunar.

    • 1510136 – Lónsbraut, bátaskýli, endurnýjun lóðarleigusamninga

      Fyrir liggur endurnýjun á 23 lóðaleigusamningum við Lónsbraut.

      Bæjarráð vísar málinu til skoðunar og umsagnar í skipulags- og byggingaráði.

    • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

      Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu um staðfestingu á breytingum á Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

      Lagt fram.

    • 1604144 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 25.maí sl. var eftirfarandi tekið fyrir:
      1604144 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa
      4.liður úr fundargerð BÆJH frá 19.maí sl.
      Tekið fyrir að nýju. Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn.
      Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum og vísar til bæjarstjórnar.
      Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Kristinn Andersen og leggur fram eftirfarandi breytingartillögur við reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar:
      Reglunar nái til fulltrúa í ráðum og varamanna þeirra, en ekki eingöngu bæjarfulltrúa og þetta verði uppfært í drögunum.
      1.gr. orðist svo: Reglum þessum er ætlað að veita almenningi upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni fulltrúa í bæjarstjórn og ráðum og trúnaðarstörf þeirra utan bæjarstjórnar, að því marki sem þær ná til, og þar með auka gagnsæi á störfum bæjarstjórnar.
      Nýr liður bætist við 1. tl. 4. gr: d. Greiðslur frá Hafnarfjarðarbæ sem ekki falla undir framangreinda liði. Tegund greiðslna skal skráð.
      Nýr töluliður bætist í 4. grein, sem verði númer 4: 4. Skuldir. a. Lánadrottnar sem bæjarfulltrúi eða ráðsfulltrúi skuldar eða ber ábyrgð á lánum hjá. Skrá skal heiti og kennitölu lánadrottna. Töluliðurinn sem áður var númer 4 (“Samkomulag við fyrrverandi…”) verður þá númer 5.
      Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að breytingartillögu við hagsmunaskráningu verði vísað aftur til bæjarráðs en breytingartillögurnar ganga mun lengra en þær reglur sem fyrir þessum fundi liggja. Bæjarlögmanni verði falið að útfæra tillögurnar og senda þær bæjarráðsfulltrúum amk. tveimur sólarhringum fyrir fund bæjarráðs þar sem þær verða teknar til afgreiðslu.
      Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen og upplýsir að það var misræmi í hvort reglurnar ættu að ná til varamanna í bæjarstjórn og í ráðum og í ljósi þess geri hann eftirfarandi viðbætur við breytingarnar: Reglurnar nái til fulltrúa sem taka fast sæti í ráðum, en ekki eingöngu bæjarfulltrúa og 2. gr. reglnanna breytist í samræmi við það.
      Forseti óskar eftir afstöðu bæjarfulltrúa til tillögu bæjarfulltrúa Rósu Guðbjartsdóttur og er hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætir á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar telja brýnt að ekki verði frekari töf á málinu og reglurnar komist til framkvæma og leggjast því ekki gegn þessum breytingum sem nú eru komnar fram frá fulltrúum meirihlutans, sem þó eru án alls rökstuðnings og erfitt að er að sjá hvaða tilgangi eigi að þjóna öðrum en að tefja málið enn frekar.

      Gunnar Axel Axelsson vék hér af fundi.

      Fulltrúar BF og VG leggja til að við næstu endurskoðun reglna um hagsmunaskráningu verði orðalagi í grein 2a breytt þannig að á undan “setu í bæjarstjórn” komi orðin “framboðs til og”.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

      Undirrituð leggja ríka áherslu á að hugsanleg hagsmunatengsl þeirra sem taka ákvarðanir fyrir bæjarfélagið hafi ekki áhrif á störf þeirra. Nú þegar liggja fyrir sveitarstjórnarlög, siðareglur og samþykktir Hafnarfjarðarbæjar, sem kjörnir fulltrúar gangast undir. Með fyrirliggjandi reglum er einnig kallað eftir að fjárhagslegir hagsmunir, s.s. tekjur, eignir og skuldir, séu birtir. Í reynd er óraunhæft er að reglur af þessu tagi tryggi að tekið sé til allra hagsmuna sem kunna að skipta máli og þeim er ekki ætlað að ná til hagsmuna sem eru af öðrum toga en fjárhagslegum. Því er fagnað að bæjarráð taki þessi mál til umræðu og sameinist um þetta fyrsta skref.

      Loks er minnt á að fátt kemur betur í veg fyrir hagsmunaárekstra en gagnsætt ferli ákvarðana og gagnrýnin og opin umræða um þær og endanlega bera kjörnir fulltrúar sjálfir ábyrgð á verkum sínum gagnvart kjósendum.

    Umsóknir

    Fundargerðir

    • 1602122 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2016.

      Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 19. og 30. maí sl.

    • 1605012F – Menningar- og ferðamálanefnd - 265

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.maí sl.

    • 1601857 – Sorpa bs, fundargerðir 2016

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 20. og 25. maí sl., 361.fundur og 362. fundur.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13.maí sl., 244.fundur.

    • 1603166 – Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2016.

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 29.apríl sl., 838. fundur.

Ábendingagátt