Bæjarráð

30. júní 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3438

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1601602 – Lækjargata 2, viðræður

      Fjallað um drög að samningi við meðeiganda Hafnarfjarðarbæjar í Lækjargötu 2 um kaup á eigninni, bæjarráð í umboði bæjarstjórnar.

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætir á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar fyrirliggjandi drög að samningi við meðeiganda Hafnarfjarðarbæjar í Lækjargötu 2 um kaup á eigninni.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Viðauki við fjárhagsáætlun vegna kaupa á eignarhluta í Lækjargötu 2 lagður fram fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar.

      Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar viðauka við fjárhagsáætlun vegna kaupa á eignarhluta í Lækjargötu 2.

    • 1605309 – Samstarf við ASÍ um uppbyggingu leiguíbúða

      Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar. Lögð fram drög að viljayfirlýsingu sem miðstjórn ASÍ hefur samþykkt fyrir sitt leyti.

      Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu sem miðstjórn ASÍ hefur samþykkt fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna.

    • 1605213 – Kleifarvatn, samningur um veiði og fiskirækt

      Drög að samningi við Stangveiðifélag Hafnarfjarðar vegna Kleifarvatns lögð fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar.

      Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar fyrirliggjandi samning við Stangveiðifélag Hafnarfjarðar vegna Kleifarvatns með þeim breytingum að síðasta setningin fellur út og 5. gr. verði þannig: Öll almenn notkun báta á vatninu er óheimil nema að höfðu samráði við umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar.

    • 1604520 – Samgönguáætlun 2015-2018

      Lögð fram tillaga að ályktun.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar skorar á Alþingi að samþykkja samgönguáætlun 2015-2018 og þar með framkvæmdir við mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar. Gatnamótin eru gífurlegt öryggismál fyrir íbúa Vallarhverfis og alla sem erindi eiga á atvinnusvæðið í Hellna- og Kapelluhrauni. Mikilvægt er að áætlunin sé afgreidd þannig að það sé tryggt að hægt verði að bjóða út framkvæmdir við gatnamótin á þessu ári.
      amkvæmdir við gatnamótin á þessu ári.

      Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

    • 0905095 – Húsvarðaríbúðir í atvinnuhúsnæði

      0905095 – Húsvarðaríbúðir í atvinnuhúsnæði

      Lögð fram samþykkt um húsvarðaríbúðir í atvinnuhúsnæði, sem samþykkt var í byggingarnefnd Hafnarfjarðar þann 07.12.1989 og bæjarstjórn 19.12.1989.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leggja til við bæjarráð:
      “Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkir að fella úr gildi samþykkt bæjarstjórnar frá 19.12.1989 um húsvarðaríbúðir í atvinnuhúsnæði.”

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir á fundinn.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu skipulags- og byggingaráðs.

    • 1606251 – Mötuneyti leik- og grunnskóla 2016, útboð

      Fanney Dóróthe Halldórsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu, Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri og Pétur Vilberg ráðgjafi frá Verkfræðistofunni Strendingi koma á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við fyrirtækið ISS um kaup á mat og þjónustu fyrir leik- og grunnskóla bæjarins.

    • 1606257 – Fjarskipti, útboð 2016

      Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri kemur á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Vodafone, um fjarskiptaþjónustu.

    • 1606373 – Útboð á líkamsræktarstöð við Ásvallalaug

      Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri kemur á fundinn.

      Guðlaug Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

      Innkaupastjóri kynnti niðurstöður útboðsins.

    • 1606205 – Ásvellir 2, Ásvallalaug, veitingasala, útboð

      Lagt fram bréf frá Sundfélagi Hafnarfjarðar. Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri kemur á fundinn.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók aftur sæti á fundinum.

      Engin tilboð bárust.

    • 1606249 – Sveitarfélög, fasteignaskattur o.fl. á mannvirki, ferðaþjónusta, ábendingar

      Lagt fram erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um álagningu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði sem nýtt er vegna ferðaþjónustu.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi mæta á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir að skipaður verði starfshópur sem hafi það verkefni að móta framtíðarstefnu bæjarins í uppbyggingu ferðaþjónustu i Hafnarfjarðarbæ. M.a. verði skoðað hvernig rekstur gistiheimila og airbnb verði heimiluð í bæjarfélaginu, hvernig álagningu fasteignaskatts verði háttað vegna slíks rekstrar o.s.frv. Með hópnum starfi byggingarfulltrúi, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar og aðrir þeir starfsmenn bæjarfélagins sem stafshópurinn kallar til. Samið verði erindisbréf fyrir starfshópinn sem lagt verði fyrir næsta bæjarráðsfund og þá fari fram skipan í hópinn.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Lögð fram áætlun um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.

      Lagt fram.

    • 1605546 – Hafnarborg - breytingar á húsnæði

      Frá 339. fundi stjórnar Hafnarborgar 26.05.2016:

      1605546 – Hafnarborg – breytingar á húsnæði
      Tillaga formanns um breytingar á húsnæði Hafnarborgar lögð fram.
      Samþykkt að leggja til við bæjarráð að framkvæmd verði frumskoðun og fýsileikakönnun á breytingum á jarðhæð Hafnarborgar til að tengja safnið betur við aðliggjandi almannarými

      Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar og Siguður Haraldsson sviðstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mæta á fundinn.

      Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að framkvæma frumskoðun og fýsileikakönnun á breytingum á jarðhæð Hafnarborgar til að tengja safnið betur við aðliggjandi almannarými.

    • 1606356 – Fasteignamat 2017

      Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamat 2017.

      Lagt fram.

    • 1512216 – Hnoðravellir 52-58 afturköllun/endurupptaka stjórnvaldsákvörðunar

      Lagður fram tölvupóstur frá nágranna lóðarinnar Hnoðravalla 52-58.

      Lagt fram.

    • 1301188 – St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

      Lagt fram bréf frá Hollvinasamtökum St.Jósefsspítala.

      Bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála í viðræðum við ríkið. Bæjarráð væntir góðs árangurs af viðræðunum og samþykkir að í kjölfarið verði skipaður starfshópur varðandi framtíðarnýtingu húsnæðisins. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að lausn náist sem allra fyrst í málinu.

    • 1312019 – Hraðlest, fluglest

      Lagt fram minnisblað frá bæjarlögmanni.

      Eftirfarandi var bókað á fundi skipulags- og byggingaráðs 03.05.2016:
      1312019 – Hraðlest, fluglest
      Tekin fyrir að nýju drög að samningi um hraðlest sem bæjarráð vísaði til umsagnar 7. apríl sl.
      Skipulags- og byggingarráð bendir á að í svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir borgarlínu sem mun fara svipaða leið frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og fyrirhuguð hraðlest. Undirbúningur borgarlínunar er þegar hafinn og leggur skipulags- og byggingarráð til að ekki verði teknar ákvarðanir varðandi hraðlest á meðan unnið er að borgarlínunni.

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætir á fundinn.

      Áliti bæjarlögmanns er vísað til stjórnar SSH. Óskað verður eftir frekari kynningu fyrir bæjarfulltrúa.

    • 1409495 – Stofnun nýs skóla, fyrirspurn

      Á 3433. fundi bæjarráðs 06.05.2016 lögðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fram svohljóðandi fyrirspurn:

      Þar sem enginn fulltrúa meirihlutans hefur enn viljað gangast við því opinberlega að hafa samþykkt rekstur nýs einkarekins grunnskóla í Hafnarfirði óskum við eftir því að bæjarlögmaður skili bæjarráði greinargerð þar sem farið er yfir ferlið frá upphafi og gerð grein fyrir því hvernig staðið hefur verið að málinu með hliðsjón af grunnskólalögum og reglugerð nr.699 frá 25. júlí 2012.

      Greinargerð:
      Þann 18. Desember sl. samþykkti fræðsluráð með atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks eftirfarandi:

      Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti umsókn frá Framsýn skólafélagi ehf. dagsettri 16. september 2014 um stofnun grunnskóla í Hafnarfirði. Samþykktin er bundin því að rekstraraðilar uppfylli öll skilyrði reglugerður nr. 699 frá 25. júlí 2012 um viðurkenningu grunnskóla sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum og skólahald samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan og hljóti viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðherra skv. henni. Samþykktin tekur til greiðslu skv. 7. gr. reglugerðarinnar fyrir allt að 45 nemendur í 8.-10. bekk skólaárið 2016-2017, en nemendum fjölgi síðan ár frá ári þar til hámarki verður náð. Fjöldi nemenda og greiðslur sveitarfélagsins verða bundin í þjónustusamningi milli Framsýnar skólafélags ehf. og Hafnarfjarðarbæjar, fáist rekstrarleyfi hjá mennta- og menningarmálaráðherra.

      Þrátt fyrir að einn þriggja fulltrúa meirihlutans hafi í framhaldi af fyrrgreindri samþykkt lýst opinberlega yfir andstöðu sinni við verkefnið á þeim forsendum sem þó virðast hafa legið skýrar fyrir við samþykktina, virðist sem væntanlegir rekstraraðilar hins nýja einkarekna skóla líti svo á að hún sé skuldbindandi og feli í sér rétt viðkomandi til fjárframlaga úr bæjarsjóði, m.v. 45 nemendur á haustaönn 2016 og framvegis m.v. 120 nemendur á ári til framtíðar ótímabundið. Miðað við gildandi reglur þar um myndi viðkomandi skóli hafa kröfu um ríflega 150 milljóna króna árlegt framlag úr bæjarsjóði um ótilgreinda framtíð.

      Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru til umfjöllunar teljum við mikilvægt að farið sé fyrir ferlið og úr því skorið hvaða þýðingu samþykkt fræðsluráðs frá 18. desember sl. hefur fyrir sveitarfélagið Hafnarfjörð og til hvaða fjárhagslegu skuldbindinga, ef einhverra, fræðsluráð efndi með henni gagnvart þriðja aðila. Í því sambandi er vert að benda á að engin formleg umfjöllun hefur enn farið fram í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um málið, né hefur bæjarstjórn gert um það sérstaka samþykkt.

      Lagt fram minnisblað.

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu mæta á fundinn.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera athugasemd við hversu seint þessar upplýsingar eru framkomnar. Fyrirspurnir voru lagðar fyrir fund bæjarráðs þann 6. maí sl. og minnisblað það sem hér er lagt fram er dagsett 9. júní. Það er hins vegar fyrst í dag, 30. júní, sem fulltrúum minnihlutans eru kynnt þessi svör, þremur vikum eftir dagsetningu minnisblaðsins og rúmri viku eftir að málið var afgreitt í bæjarstjórn. Þetta hljóta að teljast óviðunandi vinnubrögð og ljóst að þau eru ekki í samræmi við IV. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 28/2011 um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna þar sem segir m.a. í 28. gr. að vegna starfa sinna í sveitarstjórn eigi sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn.

    • 1504489 – Stofnun grunnskóla, fyrirspurn

      Á 3436. fundi bæjarráðs 14.06.2016 óskuðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna svars við eftirfarandi fyrirspurn:
      Hvernig var staðið að undirbúningi að gerð þjónustusamnings við þriðja aðila um framkvæmd umræddrar þjónustu fyrir hönd sveitarfélagsins og hvernig voru skilyrði laga um opinber innkaup uppfyllt, m.a. um jafnræði og tækniforskrift?
      Tilkynnti Hafnarfjarðarbæjar tímanlega og með formlegum hætti um hvaða þjónustu sveitarfélagið vildi kaupa af þriðja aðila, sbr. ákvæði laga um opinber innkaup, jafnvel þó svo að ekki hafi verið um að ræða eiginlegt útboðsferli? Hvar var sú tilkynning sett fram, hvenær og hvert var innihald hennar með tilliti til þeirra skilyrða og viðmiða sem horft var til við mat og ákvörðun um samstarfsaðila og ætlast er til að opinberir aðilar upplýsi um áður en slíkir samningar eru gerðir?
      Þrátt fyrir að fella megi gerð þjónustusamnings um rekstur skóla undir undanþágukvæði laga um opinber innkaup og ekki sé gert ófrávíkjanleg krafa um að útboð sé viðhaft, kom ekki til greina að viðhafa engu að síður slíkt ferli?
      Í ljósi þess að ekkert eiginlegt innkaupaferli virðist hafa átt sér stað fyrir gerð umrædds þjónustusamnings, telur bæjarstjóri það eðlileg og jafnvel ákjósanleg vinnubrögð við gerð samninga af þessu tagi sem fjalla um viðskipti upp á tugi og jafnvel hundruða milljóna króna og umtalsverða hagsmuni væntanlegra þjónustunotenda að semja við aðila eingöngu á grundvelli innsendra erinda frá óstofnuðu hlutafélagi, jafnvel þó svo að viðkomandi aðilar hafa aldrei komið að slíkum rekstri áður?

      Lagt fram minnisblað.

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs mæta á fundinn.

      Kristinn Andersen vék hér af fundi.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera athugasemd við hversu seint þessar upplýsingar eru framkomnar. Af umræðu um stofnun nýs grunnskóla mátti ljóst vera að upplýsinga var óskað áður en málið kæmi til afgreiðslu í bæjarstjórn þann 22. júní sl. Við gerum einnig athugasemd við þau svör sem hér eru lögð fram en með þeim er einungis hluta fyrirspurna okkar frá 14. júní sl. svarað. Í samræmi við IV. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 28/2011 um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna er það skýlaus réttur kjörinna fulltrúa að óska eftir upplýsingum til að geta tekið upplýstar ákvarðanir í sínum störfum. Það hlýtur að teljast í hæsta máta óeðlilegt að einungis sé svarað hluta þeirra spurninganna sem lagðar voru fram af fulltrúum minnihlutans.

    • 1606258 – Rekstur og útgjöld til fræðslumála, fyrirspurn, ítrekun

      Á 3436. fundi bæjarráðs 14.06.2016 óskuðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna svars við eftirfarandi fyrirspurn:
      Í tengslum við umræður um skólamál hafa komið fram upplýsingar um það að stöðugildum kennara hafi fjölgað í bænum. Óskað hefur verið eftir þeim gögnum en þau ekki borist. Þar sem við teljum hins vegar afar brýnt að svör við þessum spurningum fáist eins fljótt og auðið ítrekum við þær fyrirspurnir hér og óskum svara eigi síðar en tímanlega fyrir næsta bæjarstjórnarfund svo kjörnir fulltrúar geti sinnt lögboðnu skyldum í sínum störfum.
      Við óskum eftir samantekt á upplýsingum um fjölda kennara og annarra starfsmanna og fjárveitingar á föstu verðlagi, brotið niður á hvern skóla.
      Eins óskum við eftir upplýsingum um það hvernig samþykktum frá seinasta hausti í tengslum við fjárhagsáætlun hefur reitt af. Hverjar þeirra hafa raunverulega komið til framkvæmda og hverjar ekki, bæði hvað varðar hagræðingaraðgerðir og viðbætur.

      Lagt fram minnisblað.

      Guðmundur Sverrisson sérfræðingur á fjármálasviði kemur á fundinn.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna benda á að aukið framlag til fræðslumála er að mestu tilkomið vegna hækkanna á kjarasamningum og íbúafjölgun. Árið 2013 var byrjað að fjölga stöðugildum inn í grunnskóla bæjarins til að rétta við þann niðurskurð sem hafði átt sér stað í kjölfar hrunsins. Fleiri stöðugildi í skólunum nú eru því að mestu leyti tilkomin vegna þeirra breytinga.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar fagna bókun minnihlutans en eins og þar kemur fram hefur ekki verið um að ræða niðurskurð í skólakerfinu í Hafnarfirði eins og ítrekað hefur verið ranglega haldið fram. Þvert á móti er um viðbót að ræða, t.d. hvað varðar aukningu á stöðugildum kennara við grunnskóla um rúmlega 50 á árunum 2013 til 2015.

    • 1506568 – Hjúkrunarheimili, fyrirspurn

      Á 3436. fundi bæjarráðs 14.06.2016 óskuðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna svars við eftirfarandi fyrirspurn:
      Tvö ár eru nú liðin frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar stöðvuðu framkvæmdir við hjúkrunarheimili í Skarðshlíð og lögðu til að uppbygging öldrunarþjónstu ætti að eiga sér stað á Sólvangsreit. Hönnun á hjúkrunarheimili í Skarðshlið var þá lokið og áætlað að það gæti opnað í ársbyrjun 2016. Enn bólar ekkert á nýju hjúkrunarheimili í Hafnarfirði og nú hefur fundur í verkefnastjórn ekki verið haldinn í tvo mánuði. Þá hafa ekki borist niðurstöður frá kærunefnd útboðsmála vegna hönnunarútboðs.
      Í ljósi þessa óska fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna eftir upplýsingum um stöðu verkefnisins og framkvæmdaáætlun.

      Lagt fram minnisblað.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir á fundinn.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

      Ef fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hefðu ekki slegið byggingaráform á hjúkrunarheimili í Skarðshlíð út af borðinu væri hjúkrunarheimilið komið í notkun nú þegar. Við hörmum framferði fulltrúa meirihlutans í málinu þar sem hagsmunir þjónustunotenda hafa augljóslega orðið undir í pólitískum hrossakaupum meirihlutaflokkanna. Eins og staðan er í dag er allt útlit fyrir að nýtt hjúkrunarheimili muni ekki rísa í Hafnarfirði fyrr en vorið 2018 í fyrsta lagi, rúmum tveimur árum síðar en upphaflegar áætlanir voru um.

    • 1606324 – Þingsályktunartillaga, framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum árin 2016-2019, 764. mál til umsagnar

      Lagt fram.

      Bæjarráð óskar eftir því að framkvæmdaáætlunin verði rýnd með hliðsjón af jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar og gerð drög að umsögn.

    • 1606478 – Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar

      Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja til að Hafnarfjarðarbær þiggi boð Innanríkisráðuneytisins og nýti það tækifæri sem fólgið er í tilraunverkefni um rafrænar íbúakosningar og láti fara fram kosningu um fyrirliggjandi hugmyndir um raforkuframleiðslu og tengda iðnaðarstarfsemi í Krýsuvík. Teljum við það eðlilegt og rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili þar sem mörkuð var og samþykkt umhverfis- og auðlindastefna fyrir sveitarfélagið sem m.a. felur í sér að Hafnarfjörður ætli að vera í fararbroddi sveitarfélaga á Íslandi í umhverfisvernd ætli að stuðla að lýðræðislegri þátttöku íbúa í stefnumótun á viði umhverfisverndar og auðlindanýtingar.

      Bæjarráð vísar efni tillögunnar til starfshóps um framtíðarnotkun Krísuvíkursvæðisins.

    Fundargerðir

    • 1606002F – Hafnarstjórn - 1487

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 8.júní sl.

    • 1602122 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2016.

      Lögð fram fundargerð heilbrigðinefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.júní sl.

    • 1606005F – Menningar- og ferðamálanefnd - 267

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 8.júní sl.

    • 1603166 – Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2016.

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 2.júní sl., 840.fundur.

    • 1601857 – Sorpa bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 24.júní sl., 363. fundur.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs.frá 10.júní sl., 246.fundur

Ábendingagátt