Bæjarráð

11. ágúst 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3440

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Einnig sat fundinn Kristján Sturluson, sviðsstjóri stjórnsýsluviðs og staðgengill bæjarstjóra.[line][line][line]Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu sat fundinn undir liðum 3 til 13.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Einnig sat fundinn Kristján Sturluson, sviðsstjóri stjórnsýsluviðs og staðgengill bæjarstjóra.[line][line][line]Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu sat fundinn undir liðum 3 til 13.

  1. Almenn erindi

    • 1602347 – Opinber listasöfn, sýningarhald, samningsdrög, starfshópur

      Á fundi stjórnar Hafnarborgar 28.06.2016 var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:
      1602347 – Opinber listasöfn, sýningarhald, samningsdrög, starfshópur
      Greinargerð forstöðumanns lögð fram og samþykkt.

      Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar mætir á fundinn.

      Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna mæta á fundinn.

      Jóna Hlíf kynnti “samning um framlag listamanna til sýninga frá 2015”

      Bæjarráð tekur undir niðurstöðu stjórnar Hafnarborgar og felur bæjarstjóra að koma málinu á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar:

      Endurskoðuð þjónustulýsing og sameiginlegar reglur vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk lögð fram til staðfestingar.

      Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri félagsþjónustu mætir á fundinn.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir framlagða endurskoðaða þjónustulýsingu og sameiginlegar reglur vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

    • 16011204 – Skarðshlíð aðalskipulagsbreyting

      Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar:

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 9. júlí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      16011204 – Skarðshlíð aðalskipulagsbreyting
      Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20. maí 2016 og lagfærðra aðalskipulagsgagna dags. 30. maí 2016 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi sínum þann 08.06.s.l.,að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga. Í breytingunni felst að hluti af svæði S33 samfélagsþjónusta austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs breytist í íbúðarbyggð.
      Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að vinna og auglýsa samhliða skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar, sem samþykkt var 10. júní 2013. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Ásvallabraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opnu svæði sem merkt er HVa9 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti. Tillaga að breyttu aðalskipulagi var auglýst frá 14. júní til 2. ágúst. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breyttan aðalskipulagsuppdrátt af svæði S33 samfélagsþjónusta austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs, sem breytist í íbúðarbyggð”.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir breyttan aðalskipulagsuppdrátt af svæði S33 samfélagsþjónusta austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs, sem breytist í íbúðarbyggð

      Fundarhlé kl. 09:30, fundi framhaldið kl. 09:34.

      Framlögð tillaga er samþykkt með 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðistæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá.

      Fulltrúar Samfylkingar ásamt áheyrnafullrúa Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun: Með því að sitja hjá við afgreiðslu málsins viljum við sýna andstöðu okkar við ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að slá útaf borðinu þá vinnu og fjármuni sem farið hafa í hönnun á hjúkrunarheimili í Skarðshlíð og hafa orðið til þess að nýtt hjúkrunarheimili sem átti að taka til starfa í byrjun árs 2016 hefur ekki enn risið. Við ítrekum fyrri bókanir okkar um málið, m.a. í bæjarstjórn þann 3. febrúar og 8. júní sl.

      Fundarhlé kl. 09:37, fundi framhaldið kl. 09:41.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar undrast hjásetu minnihlutans í ljósi þess að málið hlaut einróma samþykki þvert á flokka í fyrradag í skipulags- og byggingarráði. Jafnframt er vísað til bókunar í bæjarstjórn 8. júní sl.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar:

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 9. júlí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.
      Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20. maí 2016 og deiliskipulagsgagna dags. 25. jan. 2016/19.02.2016 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi sínum þann 08.06.s.l.,að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var 10. júní 2013 skv. 41.gr. skipulagslaga
      Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Ásvallabraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opnu svæði sem merkt er HVa9 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var auglýst frá 14. júní til 2. ágúst. Engar athugasemdir bárust.
      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breyttan deiliskipulagsuppdrátt af svæði sem afmarkast af Ásvallabraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opnu svæði sem merkt er HVa9 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti dags. 25.01.2016/19.02.2016”.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir breyttan deiliskipulagsuppdrátt af svæði sem afmarkast af Ásvallabraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opnu svæði sem merkt er HVa9 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti dags. 25.01.2016/19.02.2016″.

      Framlögð tillaga er samþykkt með 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðistæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá.

      Fulltrúar Samfylkingar og áheyrnafulltrúi Vinstri grænna vísa til bókunar sem gerð var undir dagskrárlið 3.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar vísa til bókunar sem gerð var undir dagskrárlið 3.

    • 1505266 – Endurskoðun lóðarverðs og gatnagerðargjalda

      Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar:

      Gjaldskrá lóðaverðs lögð fram til afgreiðslu.

      Tillaga:
      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir gjaldskrá fyrir íbúðarhúsnæði, gatnagerðargjald og byggingarréttargjald.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir íbúðarhúsnæði, gatnagerðargjald og byggingarréttargjald.

      Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

    • 1303287 – Skarðshlíð lóðaúthlutun

      Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar:

      Tillaga:
      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að auglýsa úthlutun á fjölbýlishúsalóðum í Skarðshlíð.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að óskað verði eftir tilboðum í fjölbýlishúsalóðir í Skarðshlíð en lágmarksverð þeirra verði samkvæmt samþykktri gjaldskrá.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að auglýsa úthlutun á fjölbýlishúsalóðum í Skarðshlíð.

      Með vísan til almennra reglna um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar sem samþykktar voru í bæjarstjórn 13. apríl 2016, samþykkir bæjarráð að bjóða út fjölbýlishúsalóðir í Skarðshlíð. Auglýsa skal eftir tilboðum í lóðirnar en lágmarksverð skal vera samkvæmt samþykktri gjaldskrá.

      Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

    • 1608030 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting v. vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

      Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar:

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 9. júlí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      Lögð fram breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna breytinga á vatnsverndarmaörkum til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leiti breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 31.gr. laga 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 31.gr. laga 123/2010.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 31.gr. laga 123/2010.

      Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

    • 1608017 – Land Geymslusvæðis ehf, losun úrgangsefna

      Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar:

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 9. júlí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      1608017 – Land Geymslusvæðis ehf, losun úrgangsefna
      Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 2. júni 2015 var eftirfarandi erindi á dagskrá:
      Geymslusvæðið sækir hér með um leyfi til að taka á móti jarðvegsefnum til endurvinnslu. Einnig eru hugmyndir uppi um að taka á móti mold, fleyggrjóti, og grús, efni þetta er hugsað til að taka lóðir okkar í hæðir. Skipulags- og byggingarráð óskaði frekari upplýsinga um umhverfisáhrif vinnslunnar og mengunarvarnir. Lagt fram svar Ástvaldar Óskarssonar f.h. Geymslusvæðisins dags. 18.05.15.
      Niðurstaða fundar;
      Skipulags- og byggingarráð telur upplýsingarnar ekki fullnægjandi og ítrekar fyrri bókun.
      Að fenginni ábendingu og eftir skoðun á staðnum kom í ljós að framkvæmdir við losun voru hafnar á tilskyldra leyfa. Með bréfi dags. 03.08.2016 var lóðarhafa gert skylt að stöðva framkvæmdir.
      Skipulags- og byggingarráð vísar eftirfarandi í bæjarráð:
      Með vísan til 53. gr. laga 123/2010 staðfestir sveitarstjórn stöðvun þessara framkvæmda.
      Skipulag- og byggingarráð ítrekar bókun sína frá 5. mai 2015 Jafnframt tekur ráðið undir það sem kemur fram í bréfi skipulagsfulltrúa. Skipulags- og byggingarráð beinir því til Umhverfis- og skipulagsþjónustu að losun malbiksúrgangs á þessu svæði verði kærð til lögreglu og umhverfisstofnunar.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir með vísan til 53. gr. laga 123/2010 stöðvun ofangreindra framkvæmda.

      Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

    • 1607151 – Skútahraun 6, byggingarleyfi

      Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar:

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 9. júlí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      1607151 – Skútahraun 6, byggingarleyfi
      Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sækir 11.07.16 um að byggja geymsluhús úr einagruðum samlokueiningum, sökklar og botnplata eru staðsteypt samkvæmt teikningum Sigurðar Þorðrvarðarsonar dags. 20.10.2015.
      Erindið var grenndarkynnt 17.05-18.06.2016. Athugasemdir bárust. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 13.7. s.l. var erindinu vísað til ráðsins m.t.t. athugasemda.
      Ekki er tekið undir þær athugasemdir sem fram koma í bréfum eigenda Skútahrauns 4, dags. 01.06.2016 og 10.06.2016. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir uppdrætti Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 20.10.2015, með vísan til 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010.
      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að uppbyggingu á lóðinni Skútahraun 6 samkvæmt uppdrætti Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 20.10.2015, með vísan til 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010.”.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir tillögu að uppbyggingu á lóðinni Skútahraun 6 samkvæmt uppdrætti Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 20.10.2015, með vísan til 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010″.

      Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

      Fundarhlé kl. 10:50, fundi framhaldið kl. 11:04

    • 1607483 – Fyrirspurn um svæði fyrir bílasölu

      Lagt fram bréf frá aðila sem óskar eftir að leigja bílastæði við Tjarnarvelli undir bílasölu.

      Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar til skipulags- og byggingarráðs

    • 1509656 – Þjóðlendur, eigendastefna, verkefnislýsing

      Lögð fram endurskoðuð drög að eigendastefnu v. þjóðlendna.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1607496 – Lækjargata 2, framtíðarnýting

      Umræða um næstu skref varðandi Lækjargötu 2.

      Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og byggingarráðs og óskar eftir tillögum frá ráðinu varðandi Lækjargötu 2 í samræmi við deiliskipulagsforsögn sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. febrúar 2016.

    • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Lagt fram bréf lögmanns lægstbjóðanda.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1212213 – Staðarmörk sveitarfélaga, óbyggðanefnd

      Farið yfir niðurstöðu dómkvadds matsmans.

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætir á fundinn.

      Vísað til afgreiðslu bæjarlögmanns miðað við umræður á fundinum.

    • 1608044 – Ganzshou city, Kína, heimsókn

      Kínverska sendiráðið hefur haft milligöngu um ósk um heimsókn til Hafnarfjarðar frá Ganzshou borg í Kína. Áhugi er hjá Ganzshou á að koma á fót vinabæjarsambandi.

      Lagt fram.

    • 1608158 – Reykjavíkurvegur 60, Ölstofan, tímabundið áfengisleyfi

      Ölstofan sækir um leyfi til lengri opnunartíma aðfaranótt 21. ágúst.

      Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfi til lengri opnunartíma aðfararnótt 21. ágúst n.k.

    Fundargerðir

    • 1608001F – Skipulags- og byggingarráð - 401

      Lagt fram til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar.

Ábendingagátt