Bæjarráð

25. ágúst 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3441

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Þá sat fundinn Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Þá sat fundinn Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra.

  1. Almenn erindi

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Skv. 5. gr. samkomulags Hafnarfjarðarkaupstaðar og Markaðsstofu Hafnarfjarðar um markaðssamstarf eiga fulltrúar bæjarstjórnar í stjórn Markaðsstofunnar, formaður stjórnar og framkvæmdastjóri að hitta bæjarráð a.m.k. ársfjórðungslega.

      Karl Guðmundsson formaður stjórnar Markaðsstofu Hafnarfjarðar og Ása Sigríður Þórisdóttir framkvæmdastjóri mæta á fundinn.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016 - Hálfsársuppgjör

      Lagt fram rekstraruppgjör fyrir janúar til júní 2016.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri leggja fram svohljóðandi bókun:

      Við fögnum því að vinna síðustu ára sé að skila árangri, sem ekki síst má þakka þeirri markvissu endurskipulagningu og endurfjármögnun langtímalána sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Það er ánægjulegt að afkoma bæjarins batni en við bendum á að skatttekjur hækka um 22% milli ára á sama tíma og laun hækka einungis um 9,6%. Það vekur líka athygli að á sama tíma og viðsnúningur er að verða í rekstrinum sé ráðist í uppsagnir og sársaukafullar lokanir á leikskólaúrræðum á grundvelli slæmrar stöðu sveitarfélagsins, nú síðast í maí. Það verður ekki bæði sleppt og haldið í málflutningi.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarbæjar fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir þau umskipti sem orðið hafa í rekstri bæjarins og batnandi fjárhagsstöðu. Þar skipta miklu þær hagræðingaraðgerðir sem farið hafa fram í rekstrinum, en við þær var haft að leiðarljósi að tryggja eða efla þjónustustig við íbúa, sem gengið hefur eftir.

      Það er fagnaðarefni að minnihlutanum líki árangurinn, þrátt fyrir hjásetu í öllum ákvörðunum um fjárhag bæjarins síðustu tvö ár, þar með talið vinnu í kjölfar óháðrar rekstrarúttektar.
      Munurinn á þessu kjörtímabili frá því síðasta felst öðru fremur í því að verið er að greiða niður lán án nýrrar lántöku og fjármagna framkvæmdir með eigin fé, eins og opnun nýs skuldlauss leikskóla ber merki.
      P.s. bara á Íslandi er rætt um 9,6% launahækkanir sem “einungis”.

    • 1608212 – Skarðshlíð 1.áf. ,fjöleignarhúsalóðir, tilboð

      Kynnt gögn vegna auglýsingar eftir tilboðum í 6 fjöleignarhúsalóðir í Skarðshlíð, 1. áfanga.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu, Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri mæta á fundinn.

    • 1309617 – Bergsskarð 5, úthlutun

      Tillaga um afturköllun á úthlutun lóðar. Lóðinni var úthlutað 2013 en með breyttu skipulagi er hún ekki lengur til staðar.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mæta á fundinn.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að vegna breytinga á skipulagi verði úthlutun á lóðinni Bergsskarð 5 til Þrastarverks ehf. afturkölluð.

    • 1608397 – Brenniskarð 1, úthlutun

      Tillaga um að lóðinni Brenniskarði 1 verði úthlutað til Þrastarverks ehf.
      Lögð fram tillaga að samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og Þrastarverks ehf.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mæta á fundinn.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Þrastarverk ehf. um skipti á lóðunum Bergsskarði 5 og Brenniskarði 1 og kaup á lóðinni Brenniskarð 1 verði samþykktur. Jafnframt leggur bæjarráð til að Þrastarverki ehf. verði úthlutuað lóðinni Brenniskarð 1.

    • 1607483 – Fyrirspurn um svæði fyrir bílasölu

      Á fundi skipulags- og byggingaráðs 23.08.2016 var eftirfarandi mál tekið fyrir og afgreiðsla þess var:

      1607483 – Fyrirspurn um svæði fyrir bílasölu
      Á fundi bæjarráðs þann 11.08.2016 var lagt fram erindi Svavars Þorsteinssonar dags. 18.07.2016, um svæði fyrir bílasölu á stæðum við Tjarnarvelli (Miðsvæði Valla.
      Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarráðs.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.08.2016.
      Skipulag- og byggingarráð tekur neitkvætt í erindið og tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir á fundinn.

      Bæjarráð tekur undir niðurstöðu skipulags- og byggingaráðs.

    • 1212213 – Staðarmörk sveitarfélaga, óbyggðanefnd

      Lagt fram til afgreiðslu samkomulag um þóknun fyrir rekstur málsins S-1/2011 fyrir óbyggðanefnd.

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætir á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016 - Viðauki III

      Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna samkomulags um þóknun fyrir rekstur málsins S-1/2011 fyrir óbyggðanefnd.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2016 verði samþykkt.

    • 1608290 – Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

      Lögð fram drög að reglum um styrki til félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts.

      Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn fræðsluráðs, fjölskylduráðs og ÍTH í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1608153 – Dvergur, Lækjargötu 2, Legosýning

      Lagt fram erindi um húsnæði fyrir legosýningu.

      Bæjarráð beinir því til umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða hvort bærinn hafi til umráða húsnæði sem geti hentað.

    • 1608044 – Ganzshou city, Kína, heimsókn

      Lögð fram drög að boðsbréfi til sendinefndar frá Canzhou.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að svara því.

    • 1608292 – Höfundarréttarvarið efni í skólastarfi,hlutdeild sveitarfélaga,samningur

      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

      Lagt fram.

    • 1608419 – Áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar hvað varðar skattfrjálsa ráðstöfun séreignarlífeyrissparnaðar á tekjur sveitarfélaga

      Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sigurður Snævarr sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs koma á fundinn.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.

      Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga kynntu bæjarráði stöðu málsins.

      Eins og fram kemur í minnisblaði Sambandsins er áætlað tekjutap sveitarfélaganna vegna tillagna ríkisstjórnarinnar um 15 milljarðar króna eða 1,6 milljarður á ári. Hlutfallslega er skerðing skattekna mest hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru því í raun sveitarfélögin og íbúar þeirra sem eiga að standa undir fjármögnun boðaðra aðgerða sem ljóst er að gagnast aðeins þröngum hópi, á meðan geta sveitarfélaganna til að standa undir hlutverki sínu, m.a. til fjölgunar félagslegra íbúða er skert. Miðað við útreikninga Sambandsins eru áætlað að Hafnarfjörður verði af um 160 milljónum króna árlega í formi tapaðra skatttekna ef tillögurnar ná fram að ganga.
      Bæjarráð leggur áherslu á að Samband íslenskra sveitarfélaga fylgi málinu áfram fast eftir gagnvart forystu ríkisstjórnar og Alþingi svo tekjutap sveitarfélaga verði bætt upp ef til þess kemur.

    Fundargerðir

Ábendingagátt