Bæjarráð

27. október 2016 kl. 08:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3446

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Tillaga að fjárhagsáætlun lögð fram. Sviðssstjórar mæta á fundinnog kynna áætlun fyrir hvert svið.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur Sverrisson rekstarstjóri fjármálasviðs sátu fundinn undir þessum lið.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga endanlega frá fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020 í samræmi við kynningu og umræður á fundinum. Fjárhagsáætlunin verður lögð fram til afgreiðslu í bæjarráði mánudaginn 31. október nk.

    • 1609335 – Alþingiskosningar 2016

      Lagðar fram breytingar á kjörskrá.
      Frá því að kjörskrárstofn var gefinn út hafa 10 einstaklingar látist, 1 öðlast ísl. rikisborgararétt og þar með kosningarétt og 18 verið teknir inn á kjörskrá og þar af 2 vegna rangrar skráningar á kjörskrárstofni.
      Á kjörskrá eru því 20.698 einstaklingar.

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn.

      Bæjarráð leiðréttir kjörskrá miðað við framlagðar upplýsingar.

    • 1610268 – Íbúðálánasjóður, stofnframlag

      Áheyrnarfulltrúi VG lagði fram eftirfarandi:

      Vegna svara sem embættismenn bæjarins hafa veitt varðandi samvinnu um uppbyggingu félagslegs leighúsnæðis vill áheyrnarfulltrúi VG koma á framfæri eftirfarandi bókun:

      Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna gerir athugsemd við að embættismenn bæjarins skuli ekki láta kjörnum fulltrúum það eftir að taka afstöðu til samstarfs um félagslegt leiguhúsnæði, m.a. þess hvernig væntanlegum framlögum bæjarins verður háttað. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að bæjarstjórn ber ekki aðeins ríka ábyrgð á húsnæðisúrræðum, bæði pólitískt og lögformlega, heldur eru tilboð um mótframlög nýtilkomin og umfjöllun um þau enn á byrjunarstigi.

      Bæjarstjóri lagði fram svohljóðandi bókun:

      Samkvæmt þeim tölvupóstsamskiptum sem ég las upp á fundinum við Brynju kemur ekkert það fram sem styður það sem haldið er fram í bókun áheyrnarfulltrúans og ég harma málflutning af þessu tagi.

    • 1610409 – Fyrirspurn

      Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um stöðu húsnæðismála.

      1. Hver er heildarfjöldi umsókna eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá bænum og hve margar eru frá örorkulífeyrisþegum? Brýnt er fá þessar upplýsingar þegar í stað.

      2. Hver hefur fjöldi umsókna verið í árslok síðustu 5 árin?

      3. Hver margir einstaklingar eru á bak við heildarfjölda umsókna, þ.m.t. börn undir 18 ára aldri.

      4. Hvað er talið að margir búi nú í félagslegum leiguíbúðum á vegum bæjarins og hve margar eru þær í dag?

    • 1610411 – Fyrirspurn

      Margrét Gauja Magnúsdóttir fulltrúi Samfylkingar lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

      Starfshópar – fyrirspurn

      1. Hvað hafa margir starfshópar verið settir á laggirnar síðan 1.september 2014 til 1. nóvember 2016
      2. Hver hefur verið kostnaðurinn við starfshópana?
      3. Hvaða starfshópar hafa lokið sínum verkefnum og skilað af sér niðurstöðum?
      4.Hversu margir hafa fundað oftar en upphafleag var áætlað hver kostnaðurinn sé við þá framúrkeyruslu?

Ábendingagátt