Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Tillaga að fjárhagsáætlun lögð fram. Sviðssstjórar mæta á fundinnog kynna áætlun fyrir hvert svið. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur Sverrisson rekstarstjóri fjármálasviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga endanlega frá fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020 í samræmi við kynningu og umræður á fundinum. Fjárhagsáætlunin verður lögð fram til afgreiðslu í bæjarráði mánudaginn 31. október nk.
Lagðar fram breytingar á kjörskrá. Frá því að kjörskrárstofn var gefinn út hafa 10 einstaklingar látist, 1 öðlast ísl. rikisborgararétt og þar með kosningarétt og 18 verið teknir inn á kjörskrá og þar af 2 vegna rangrar skráningar á kjörskrárstofni. Á kjörskrá eru því 20.698 einstaklingar.
Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn.
Bæjarráð leiðréttir kjörskrá miðað við framlagðar upplýsingar.
Áheyrnarfulltrúi VG lagði fram eftirfarandi:
Vegna svara sem embættismenn bæjarins hafa veitt varðandi samvinnu um uppbyggingu félagslegs leighúsnæðis vill áheyrnarfulltrúi VG koma á framfæri eftirfarandi bókun:
Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna gerir athugsemd við að embættismenn bæjarins skuli ekki láta kjörnum fulltrúum það eftir að taka afstöðu til samstarfs um félagslegt leiguhúsnæði, m.a. þess hvernig væntanlegum framlögum bæjarins verður háttað. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að bæjarstjórn ber ekki aðeins ríka ábyrgð á húsnæðisúrræðum, bæði pólitískt og lögformlega, heldur eru tilboð um mótframlög nýtilkomin og umfjöllun um þau enn á byrjunarstigi.
Bæjarstjóri lagði fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt þeim tölvupóstsamskiptum sem ég las upp á fundinum við Brynju kemur ekkert það fram sem styður það sem haldið er fram í bókun áheyrnarfulltrúans og ég harma málflutning af þessu tagi.
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um stöðu húsnæðismála.
1. Hver er heildarfjöldi umsókna eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá bænum og hve margar eru frá örorkulífeyrisþegum? Brýnt er fá þessar upplýsingar þegar í stað.
2. Hver hefur fjöldi umsókna verið í árslok síðustu 5 árin?
3. Hver margir einstaklingar eru á bak við heildarfjölda umsókna, þ.m.t. börn undir 18 ára aldri.
4. Hvað er talið að margir búi nú í félagslegum leiguíbúðum á vegum bæjarins og hve margar eru þær í dag?
Margrét Gauja Magnúsdóttir fulltrúi Samfylkingar lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Starfshópar – fyrirspurn
1. Hvað hafa margir starfshópar verið settir á laggirnar síðan 1.september 2014 til 1. nóvember 2016 2. Hver hefur verið kostnaðurinn við starfshópana? 3. Hvaða starfshópar hafa lokið sínum verkefnum og skilað af sér niðurstöðum? 4.Hversu margir hafa fundað oftar en upphafleag var áætlað hver kostnaðurinn sé við þá framúrkeyruslu?