Bæjarráð

3. nóvember 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3450

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1610388 – Sandskeiðslína 1 og Kolviðarhólslína 2, viðræður

      Umsókn frá Landsneti um leyfi til að fara um land.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kemur á fundinn.

      Bæjarráð vísar svohljóðandi tillögu til bæjarstjórnar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar heimilar Landsneti að leggja Sandskeiðslínu 1 og Kolviðarhólslínu 2 um land Hafnarfjarðar í samræmi við fyrirliggjandi erindi.“

    • 1608212 – Skarðshlíð 1. áfangi, fjöleignarhúsalóðir, tilboð

      Farið yfir stöðu viðræðna við tilboðsgjafa.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kemur á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir að beita ákvæði 7. gr. tilboðsskilmála um að úthluta ekki öllum lóðum til sama aðila.
      Bæjarráð samþykkir tilboð Nesnúps ehf. og VHE ehf. sem á hæsta tilboð kr. 4.897.500 fyrir allt að 75 m² íbúð í fjórar lóðir (Geislaskarð 2, Bergsskarð 1, Apalskarð 2 og Apalskarð 6).
      Bæjarráð samþykkir tilboð Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. í tvær lóðir. Fyrirtækið var með næst hæsta tilboð í Stuðlaskarð 9 kr. 4.575.000 fyrir allt að 75 m² íbúð og 3ja hæsta tilboð í Stuðlaskarð 1, kr. 4.312.500 fyrir allt að 75 m² íbúð.

    • 1610425 – Skarðshlíð 1. áfangi, reitur 2, 3 og 4

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Nesnúpi ehf. verði úthlutað lóðunum Geislaskarði 2, Bergskarði 1, Apalskarði 2 og Apalskarði 6.

    • 1610426 – Skarðshlíð 1. áfangi, reitur 5 og 6

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars hf. verði úthlutað lóðunum Stuðlaskarði 1 og Stuðlaskarði 9.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Lögð fram tillaga að viðauka, 70 m.kr. vegna kaupa á félagslegu húsnæði.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kom á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til afgreiðslu og samþykktar í bæjarstjórn.

    • 1610424 – Suðurbraut 16, íbúð

      Tilboð hefur verið gert í íbúð að Suðurbraut 16 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboðið verði samþykkt.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kom á fundinn.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboð í íbúð að Suðurbraut 16 verði samþykkt.

    • 1610442 – Eskivellir 1, íbúð

      Tilboð hefur verið gert í íbúð að Eskivöllum 1 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboðið verði samþykkt.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kom á fundinn.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboð í íbúð að Eskivöllum 1 verði samþykkt.

    • 1607496 – Lækjargata 2, framtíðarnýting

      Á fundi skipulags- og byggingaráðs 01.11.2016 var eftirfarandi mál tekið til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      1607496 – Lækjargata 2, framtíðarnýting
      Lögð fram á ný tillaga skipulagsfulltrúa um málsmeðferð varðandi framtíðarnýtingu, byggða á deiliskipulagsforsögn sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 17. 02.2016.
      Skipulags- og byggingarráð beinir því til bæjarráðs að hafin verði vinna við alútboð um framtíð Lækjargötu 2, Dvergsreits, sem tekur mið af þeim atriðum sem fram koma í minnisblaði umhverfis- og skipulagsþjónustu dags 17.10.2016.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kom á fundinn.

      Bæjarráð beinir því til umhverfis- og skipulagsþjónustu að hefja undirbúning að því að starfsemi og búnaður verði flutt úr húsinu.
      Bæjarráð felur skipulags- og byggingaráði að útfæra og undirbúa alútboð í samræmi við ákvörðunina.

    • 1610428 – Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030, tillaga, forkynning, beiðni um umsögn

      Erindi frá Garðabæ lagt fram.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kom á fundinn.

      Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingaráðs.

    • 1610268 – Íbúðalánasjóður, stofnframlag til Almenna íbúðafélagsins hses

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði 12% stofnframlag til Almenna íbúðafélagsins hses vegna byggingar 32 íbúða á lóðinni Hraunskarð 2. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðaverðs og gatnagerðargjalda.

    • 1610268 – Íbúðalánasjóður, stofnframlag til Brynju hússjóðs.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði 12% stofnframlag til BRYNJU Hússjóðs vegna 3 íbúða á lóðinni Kvistarvellir 63-65. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðaverðs og gatnagerðargjalda.

      Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

      Í ljósi þess alvarlega húsnæðisvanda sem fjöldi bæjarbúa býr við gagnrýnir áheyrnarfulltrúi VG að frekari tilboðum um mótframlög skuli ekki hafa verið tekið. Þetta er ámælisvert í ljósi þess að samkvæmt nýjum lögum um stofnframlög þyrfti bærinn einungis að reiða af hendi 12% af væntanlegu kaupverði félagslegra leiguíbúða og gæti því með slíkri fjárfestingu leyst vanda margfalt fleiri fjöldskyldna en ef greiða þyrfti fullt verð. Með slíku framlagi myndi hver króna áttfaldast og andvirði einnar íbúðar nægja til að leysa vanda átta fjölskyldna eða einstaklinga í bráðri neyð. Þótt ekki væri af öðru en fjárhagslegri hagkvæmni er skorað á Bæjarráð að nýta til fulls það einstæða tækifæri sem bænum er fært í hendur með hinum nýju lögum. Að öðrum kosti er fyrirsjáanlegt að húsnæðisvandinn vaxi enn frekar án þess að 88% mótframlög standi bænum til boða.

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      Staða í samningaviðræðum við íþróttafélögin.

      Andri Ómarsson verkefnastjóri kom á fundinn.

      Farið var yfir stöðu í samningaviðræðum við íþróttafélögin.

    • 1604591 – Bæjarbíó, útboð 2016

      Lögð fram tillaga að samningi við Pál Eyjólfsson og Pétur Ó. Stephensen um rekstur Bæjarbíós.

      Andri Ómarsson verkefnastjóri kom á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

    • 1608496 – Flatahraun 5a, skemmtistaður, rekstrarleyfi, beiðni um umsögn

      Beiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu um umsögn um umsókn Norður og niður ehf. um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III. Sótt er um lengingu á opnunartíma til kl. 1:00 virka daga og til kl. 4:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags.

      Bæjarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Norður og niður ehf.

    • 1610260 – Ráðning æðstu stjórnenda skv.56.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 79.gr. Samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      Lögð er fram tillaga um að bæjarráð leggi til við bæjarstjórn að Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður verði ráðin sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

      Störf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og bæjarlögmanns verði sameinuð. Bæjarlögmaður taki yfir sameinuð störf og samhliða verði ráðinn lögfræðingur á stjórnsýslusviðið. Við þessa breytingu færist launadeild og tölvudeild til fjármálasviðs af stjórnsýslusviði.

      Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður verði ráðin sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

      Fulltrúi Samfylkingar greiddi atkvæði á móti tillögunni.

      Fulltrúi Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óska bókað:

      Samkvæmt samþykktum Hafnarfjarðarbæjar ræður bæjarstjórn í æðstu stjórnunarstöður sveitarfélagsins, þ.e. í starf bæjarstjóra og sviðsstjóra. Það er því ekki hlutverk bæjarstjóra að gera tillögu til bæjarstjórnar um ráðningar í slík embætti eins og hér er gert.
      Síðustu ár hefur ríkt samstaða um það í Hafnarfirði að standa faglega að ráðningum í stöður æðstu stjórnenda og í öllum tilvikum verið skipaðir þverpólitískir starfshópar sem hafa sinnt því hlutverki að undirbúa ráðningu sviðsstjóra í samstarfi við viðurkennt ráðningarfyrirtæki. Þannig hefur verið unnið eftir faglegum forsendum og tryggt að fulls jafnræðis sé gætt við ráðningar, allir umsækjendur sitji við sama borð í ráðningarferlinu og allir fái sömu möguleika til að tryggja sér starfið.
      Við teljum miður að hér eigi að víkja frá því faglega ferli sem tíðkast hefur og hverfa til fyrirkomulags sem ætti að tilheyra fortíðinni í opinberri stjórnsýslu og stjórnmálum. Leggjum við til að staðan verði auglýst laus til umsóknar og ráðningarferlið verði með sama hætti og hefur vegna ráðningar sviðsstjóra síðustu ár.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Sverrir Garðarson

    • 1610419 – Mæðrastyrksnefnd Hafnarfirði, erindi

      Lögð fram fram umsókn frá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar um styrk og geymsluhúsnæði vegna jólaaðstoðar.

      Tillaga:
      Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 300.000 kr.

      Bæjarráð samþykkir erindið.
      Húsnæðismál Mæðrastyrksnefndar hafa verið leyst hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    • 1610455 – Cuxhaven jólatré 2016

      Lagt fram erindi um jólatré frá Cuxhaven.

      Lagt fram.

    • 1604045 – Víðistaðakirkja, freskumyndir, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi frá Víðistaðakirkju um styrk vegna viðgerða á freskum.

      Bæjarráð samþykkir erindið.

    • 1611008 – Launuð námsleyfi, vor 2016

      Tillaga um launuð námsleyfi lögð fram. Lagt er til að fjórir starfsmenn fái fimm vikna leyfi og einn þriggja vikna leyfi.

      Bæjarráð staðfestir framlagða tillögu.

    • 1604298 – GN eignir og Eignasjóður, sameining

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykki með heimild í 2. mgr. 99. gr. einkahlutafélagalaga að sameinast einkahlutafélaginu GN eignum ehf. með því að eignarsjóður Hafnarfjarðarkaupstaðar yfirtaki allar eignir og skuldir félagsins. Samþykktir Hafnarfjarðarkaupstaðar gilda um hið nýja félag. Samruninn miðast við 1. janúar 2016.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

      Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gerðu á árunum 1998-2002 verstu einkaframkvæmdasamninga Íslandssögunnar hér í Hafnarfirði. Strax eftir hrun náði þáverandi meirihluti Samfylkingarinnar að kaupa upp úr gjaldþroti Nýsis hf. skóla- og leikskólabyggingar og stofna félag utan um gamlar Nýsiseignir, GN ehf., um leið og samningar náðust við Landsbankann aðalkröfuhafa Nýsis um lánveitingu.
      Skuldsetning bæjarfélagsins jókst enda höfðu skuldbindingar einkaframkvæmdasamninga á þeim tíma legið utan efnahagsreiknings. Ljóst eru að verulegur ábati hefur orðið af yfirtöku samninganna og gæfuskref tekið að leysa þá til sín.
      Við breytingu á GN-eignum og yfirfærslu eignanna sem áður voru einkaframkvæmdir til A-hluta bæjarsjóðs er eðlilegt spyrja um fyrirætlanir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar um núverandi óhagstæðu samninga sem fyrir liggja, en reynt hefur verið árangurslaust á umliðnum árum að semja um upplausn þeirra.
      1. Hefur farið fram einhver vinna og hver þá hjá núverandi meirihluta á árunum 2014-2016 varðandi einkaframkvæmdasamningana?
      2. Hver var boðuð stefna núverandi meirihluta, fyrir síðustu kosningar, varðandi þessa tilteknu einkaframkvæmdasamninga?
      3. Hver er afstaða núverandi meirihluta gagnvart þessum tilteknu einkaframkvæmdarsamningum?
      4. Hvaða hugmyndir hefur núverandi meirihluti um þá stöðu sem skapast í Hafnarfirði þegar leigusamningarnir renna út?
      5. Hver er uppsafnaður leigukostnaður eignanna hvers samnings fyrir sig, sundurliðað, á núvirði.
      6. Hver er gildistími samninganna og áætluð leigufjárhæð hvers samnings fyrir sig, út leigutímann.
      7. Hver er uppsafnaður fjárhagslegur ábati Hafnarfjarðarbæjar af uppkaupum á Nýsiseignunum, samanborið við ef bærinn hefði haldið áfram að greiða samkvæmt fyrri samningi?
      8. Hver eru vænt áhrif af niðurlagningu GN-eigna og yfirfærslu eigna og skulda þess í A-hluta bæjarsjóðs, á helstu fjárhagslegu mælikvarða og kennitölur.
      9. Er vilji til þess hjá núverandi meirihluta að setja af stað þverpólitíska nefnd um uppkaup á samningunum?

    • 1610418 – Fasteignamat 2017, skýrsla

      Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna fasteignamats 2017.

      Lagt fram.

    • 1606514 – Fulltrúar í sveitarstjórnum, viðmiðunarlaunatafla

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að algjör forsendubrestur hafi orðið í samþykkt um launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði með úrskurði Kjararáðs. Það var sameiginleg tillaga forsetanefndar þann 30. september sl. og samþykkt af bæjarráði þann 6. október að hlutfall af þingfararkaupi yrði útfært á þann veg að ekki leiddi til launahækkanna. Laun bæjarfulltrúa hafa tekið breytingum í samræmi við almenna launaþróun og óhóflegar hækkanir líkt og Kjararáð hefur nú úrskurðað um getum við ekki gengist undir. Því leggjum við til að bæjarráð staðfesti að launahækkanir samkvæmt úrskurði Kjararáðs þann 1. nóvember muni ekki hafa áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði.

      Afgreiðslu tillögunnar er frestað til næsta fundar ráðsins.

    • 1606445 – Kynning á fjárhagsáætlun.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:

      Ferlið við kynningu á fjárhagsáætlun hefur verið með ýmsu móti undanfarin ár en hefð var að myndast við að vera með opinberar kynningar á fjárhagsáætlun. Opnir íbúafundir á milli umræðna hafa verið haldnir en einnig hefur kynningafundur fjármálastjóra, fyrir bæjarstjórnarfund þar sem fyrri umræða fjárhagsáætlunar er á dagskrá, verið varpað beint á vefveitu bæjarins og auglýst vel. Þetta var gert með þessum hætti 2012 en þá var varpað á vef bæjarins frá bæjarráðsfundi en árið 2013 var varpað beint frá kynningu fjármálastjóra á bæjarstjórnarfundi.

      Tillaga:
      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna fara fram á að slíkt verklag verður endurtekið í ár og að kynning fjármálastjóra á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 verður varpað beint á vef bæjarins fyrir bæjarstjórnafundinn 9. nóvember og verði aðgengilegt fyrir íbúa bæjarins líkt og aðrir bæjarstjórnarfundir. Þessi kynning verður opin fjölmiðlum og íbúum bæjarins og auglýst vel á vef bæjarins og bæjarblöðum.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna telja þessi vinnubrögð í samræmi við þær nútímakröfur hvað varðar upplýsingagjöf hins opinbera, opnu lýðræði og þessi aðferð mældist mjög vel fyrir hvað varðar fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2014.

      Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

    • 1610409 – Fyrirspurn, félagslegt húsnæði

      Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

      Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna ítrekar fyrirspurnir sínar frá 27.október sl um stöðu húsnæðismála. Það er öllum ljóst að kallað væri eftir þessum upplýsingum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar og því brýnt að veita svör fljótt og vel. Minni ég því á í því samhengi á rétt kjörinna fulltrúa til að afla þeirra upplýsinga sem þeir telja sig þurfa til að taka upplýstar ákvarðanir, sbr. 28 grein sveitastjórnarlaga.

      1. Hver er heildarfjöldi umsókna eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá bænum og hve margar eru frá örorkulífeyrisþegum? Brýnt er fá þessar upplýsingar þegar í stað. 2. Hver hefur fjöldi umsókna verið í árslok síðustu 5 árin? 3. Hve margir einstaklingar eru á bak við heildarfjölda umsókna, þ.m.t. börn undir 18 ára aldri. 4. Hvað er talið að margir búi nú í félagslegum leiguíbúðum á vegum bæjarins og hve margar eru þær í dag?

    Umsóknir

    • 1610306 – Öldugata 45, lóðarumsókn

      Landssamtökin Þroskahjálp leggja fram umsókn vegna lóðarinnar Öldugötu 45.
      Jafnframt sækir Þroskahjálp um stofnframlag skv. lögum um almennar íbúðir.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Öldugata 45 verði úthlutað til Landssamtakanna Þroskahjálp.

    • 1611007 – Koparhella 1, umsókn um lóð

      GT hreinsun ehf. sækir um lóðina Koparhellu 1.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Koparhellu 1 verði úthlutað til GT hreinsun ehf.

    Fundargerðir

    • 1602122 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2016.

      Lögð fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.10.2016.

    • 1602157 – Stjórn SSH, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð SSH frá 10.október sl., 434.fundur.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21.okt.sl., 253.fundur.

    • 1603166 – Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2016.

      Lögð fram fundargerð stjórnar sambands ísl. sveitarfélaga frá 28.okt. sl.

Ábendingagátt