Bæjarráð

17. nóvember 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3451

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi
 • Gunnar Axel Axelsson varamaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður.

Ritari

 • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður.

 1. Almenn erindi

  • 1604024 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur, erindi

   Á fundi menningar- og ferðamálanefndar 05.11.2016 var eftirfarandi mál tekið fyrir og afgreiðsla þess var:

   1604024 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur, erindi
   Samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Gaflaraleikhússins lagður fram og samþykktur.

   Menningar- og ferðamálanefnd harmar að ekki hafi náðst samkomulag um endurnýjun samstarfssamnings milli Gaflaraleikhúss og Leikfélags Hafnarfjarðar í anda fyrri samnings.

   Bæjarráð staðfestir samstarfssamninginn og felur bæjarstjóra að ræða við Leikfélag Hafnarfjarðar um framhaldið.

  • 1411212 – Borgarlína strætó

   Lagt fram erindi frá SSH: Tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu (Borgarlínan).

   Á fundinn komu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Eyjólfur Rafnsson verkefnastjóri hjá SSH.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og beinir því til skipulags-og byggingaráðs að setja vinnu við greiningu á legu borgarlínunnar í Hafnarfirði í forgang.

  • 1610409 – Fyrirspurn, félagslegt húsnæði

   Lagt fram svar við fyrirspurn sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 27.10.2016 og ítrekuð á fundi 03.11.2016.

   Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna leggur fram eftirfarandi bókun og fyrirspurnir:

   Þrátt fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í að stytta vaxandi biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði er enn a.m.k. 161 umsækjandi talinn í brýnni þörf fyrir slíkt úrræði. Hve margir til viðbótar hafa verið teknir út af listanum vegna þess að þeir endurnýjuðu ekki umsóknir sínar í tæka tíð og hve margir í þeim hópi má gera ráð fyrir að muni endurnýja umsóknir sínar? Hve margir til viðbótar féllu út vegna þess að þeir voru ekki lengur álitnir í “brýnni þörf” og hvaða atriði réðu þar mestu um? Svar við síðari spurningunni óskast sundurliðað svo bæjarfulltrúum gefist betri kostur á að leggja upplýstara mat á núgildandi stigakerfi og endurskoða það í ljósi reynslunnar. Einnig óskast upplýsingar um hvernig tekjuviðmið og íbúðaeign hafa þróast síðustu 5 ár?
   Þróun síðustu ára sýnir að þrátt fyrir þá formlegu styttingu sem sem hér um ræðir er við alvarlegt vandamál að glíma sem einungis mun aukast ef ekki verður brugðist við með ábyrgum aðgerðurm. Áheyrnarfulltrúi VG skorar því á bæjarráð að finna þegar í stað leiðir til að það fé sem lagt verður í þennan málaflokk á næsta ári nýtist til fulls, eins og ný lög um stofnframlög gera ráð fyrir, hvort heldur bærinn geri það sjálfur eða í samstarfi aðra. Það gengi þvert gegn hagsmunum bæjarins ef sjóðir hans yrðu nýttir til að greiða fullt verð fyrir íbúðir á sama tíma og bænum býðst að lána einungis 12% til kaupa á hverri íbúð.

   Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

   Fulltrúar Samfylkingar í bæjarráði ítreka mikilvægi þess að þeim uppsafnaða vanda sem hér birtist og endurspeglar brýna þörf fyrir fjölgun félagslegra íbúða verði mætt með viðunandi hætti í fjárhagsáætlun næsta árs. Ástæða er til að benda á að um lögbundið hlutverk sveitarfélagsins er að ræða samkvæmt lögum um félagsþjónustu.
   Gunnar Axel Axelsson
   Adda María Jóhannsdóttir

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

   Biðlisti eftir félagslegu húsnæði í Hafnarfirði hefur verið langur um árabil. Síðasta verulega breyting á framboði á félagslegu húsnæði varð árið 2008 þegar 10 íbúðir voru keyptar, en frá þeim tíma hefur ein íbúð verið keypt og önnur seld. Fjöldi íbúða undanfarin ár hefur þannig verið 238, þar til í lok árs 2016 þegar 3 íbúðir bætast við. Nýgert samkomulag við ASÍ um uppbyggingu leiguhúsnæðis í Hafnarfirði kveður á um að bærinn fái til umráða 25% íbúða til félagslegra nota. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 er lagt til að 200 milljónum verði varið til uppbyggingar félagslegs húsnæðis.
   Starfshópur um félagslegt húsnæði er starfandi, á grunni samstarfssáttmála Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks, þar sem segir: “Rekstur félagslega húsnæðiskerfisins endurskoðaður með fjölgun íbúða að markmiði.”
   Það er löngu tímabært að gangskör sé gerð í þessum málum og er nú komið í farveg.

  • 1610411 – Fyrirspurn, starfshópar frá september 2014, fjöldi

   Lagt fram svar við fyrirspurn sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 27.10.2016.

   Lagt fram.

   Fulltrúi Samfylgingar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

   Fulltrúi Samfylkingar óskar viðbótar upplýsinga um hvenær viðkomandi starfshópum var ætlað samkvæmt erindisbréfi að skila niðurstöðum (dags), hvort viðkomandi starfhópur hefur skilað niðurstöðum og þá hvenær það hafi verið gert?
   Gunnar Axel Axelsson

  • 1611041 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar, vörumerkjastefna

   Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Hafnarfjarðar um mótun vörumerkjastefnu fyrir Hafnarfjörð.

   Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skoða málið frekar.

  • 1611030 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, gjaldskrá

   Gjaldskrá SHS lögð fram.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá SHS verði samþykkt.

  • 1611026 – Borgarleikhúsið, ósk um viðræður

   Erindi frá Leikfélagi Reykjavíkur ses um viðræður um aðkomu að rekstri Borgarleikhússins.

   Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

  • 1611123 – Neytendasamtökin, styrkbeiðni 2017

   Lagt fram erindi frá Neytendasamtökunum um styrk á árinu 2017.

   Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

  • 1611182 – Ráðningarbréf endurskoðanda

   Ráðningarbréf endurskoðenda og staðfesing á óhæði lögð fram.

   Lagt fram.

  • 1604079 – Rekstarform Húsnæðisskrifstofu.

   Skoðað verði að Húsnæðisskrifstofa Hafnarfjarðar verði gerð að fyrirtæki eða sjálfseignarstofnun.

   Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skoða málið.

   Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

   Fulltrúi Samfylkingar gerir athugasemd við að hér sé lögð fram tillaga sem enginn vill þó kannast við að hafa lagt fram eða treystir sér til að setja nafn sitt við.
   Gunnar Axel Axelsson
   Adda María Jóhannsdóttir

  • 1611209 – Erindi vegna fjárhagsáætlunar 2017

   Lagðar fram athugasemdir frá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar við frumvarp um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2017.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa ÍBH vegna málsins.

  • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

   Tillaga að samningi við Fimleikafélag Hafnarfjarðar lögð fram.

   Fundarhlé gert kl.10:58
   Fundi fram haldið kl. 11:02

   Afgreiðslu málsins er frestað.

  • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

   Rekstararuppgjör janúar – september lagt fram.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.

   Sviðsstjóri fjármálasviðs kynnti rekstraruppgjör janúar-september.

  • 1604079 – Húsnæðisstefna

   Lögð fram drög að reglum um stofnframlög.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur um stofnframlög verði samþykktar.

  • 1611103 – Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017

   Borist hefur tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að fjármálaráðstefna sveitarfélaga verði haldin dagana 5. og 6. október 2017.

   Lagt fram.

  • 1611102 – Samband íslenskra sveitarfélaga, XXXI. landsþing 2017

   Borist hefur tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að landsþing Sambandsins verði haldið föstudaginn 24. mars 2017

   Lagt fram.

  • 1606445 – Álagningarhlutfall útsvars 2017

   Skv. 1. málsgr. 24. gr. laga nr. 4/1995 skal sveitarstjórn ákveða fyrir 1. desember ár hvert hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á næsta ári.

   Tillaga um að álagningarhlutfall útsvars árið 2017 verði 14,48%.

   Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu um að álagningarhlutfall útsvars árið 2017 verði 14,48% til bæjarstjórnar.

  • 1611233 – Grunnskólakennarar, undirskriftalisti

   Lagður fram undirskriftarlisti sem grunnskólakennarar afhentu í upphafi íbúafundar 15.11.2016.

   Lagt fram.

  Umsóknir

  • 1611210 – Selhella 4, lóðarumsókn

   Tillaga: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Agli Árnasyni ehf. verði úthlutað lóðinni Selhellu 4.

   Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Agli Árnasyni ehf. verði úthlutað lóðinni Selhellu 4.

  • 1611003F – Hafnarstjórn - 1494

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 10.nóv. sl.

  • 1611006F – Menningar- og ferðamálanefnd - 274

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 5.nóv. sl.

  Fundargerðir

  • 1602157 – Stjórn SSH, fundargerðir 2016

   Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 24.okt. og 7.nóv. sl.

Ábendingagátt