Bæjarráð

1. desember 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3453

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1609090 – Upplýsingastefna, endurskoðun

   Kynning á vinnu starfshópsins að framlagðri upplýsingastefnu. Upplýsingastefna lögð fram til samþykktar.

   Einar Birkir Einarsson, Kristín María Thoroddsen og Árdís Ármannsdóttir komu á fundinn.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða upplýsingastefnu.

  • 1509207 – Miðbær, bílastæði

   Lögð fram drög að reglum um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar.

   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kom á fundinn.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1611379 – Einkaframkvæmdasamningar, óháð úttekt.

   Fundarhlé gert kl. 9:39.
   Fundi fram haldið kl. 9:50.

   Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

   Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að fram fari óháð úttekt á þeim einkaframkvæmdasamningum sem gerðir voru í Hafnarfirði á árunum 1998-2002.

   Úttektinni er m.a. ætlað að varpa ljósi á hvernig staðið var að ákvörðunum um einkaframkvæmd í byggingu og rekstri hafnfirskra leik- og grunnskóla, hvernig hagsmunir sveitarfélagsins voru tryggðir í þeim samningum, hvernig einkaframkvæmdaleiðin hafi komið út fjárhagslega fyrir sveitarfélagið, hver samningstaða bæjarins er gagnvart þeim samningum sem enn eru í gildi og hvaða áhrif þeir kunna að hafa á framtíð skólastarfs í viðkomandi skólahverfum. Jafnframt verði möguleikar bæjarins til að leysa til sín umræddar eignir kannaðar með hliðsjón af gildandi samningum, lögum og fjárhagslegum forsendum.

   Bæjarráð samþykkir að skipa þverpólitíska nefnd sem undirbúi verkefnið, leggi drög að erindisbréfi og tilnefni óháða úttektaraðila sem standast kröfur um sérfræðiþekkingu á sviði opinberrar stjórnsýslu, samningagerðar og fjárhagslegrar greiningar.

   Tillagan felld með þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar.

   Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar legggja fram svohljóðandi tillögu:

   Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggaja til að bæjarstjóra verði falið að halda áfram samningaviðræðum við FM-hús með það að markmiði að Hafnarfjarðarbær eignist skólahúsnæði Áslandsskóla og tveggja leikskóla í bænum. Jafnframt er bæjarstjóra falið að vinna áfram að endurskoðun rekstrarsamninga milli aðila

   Tillagan samþykkt. Fulltrúar Samfylkingar sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

  • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

   Tekið fyrir að nýju.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram með málið í samræmi við umræður á fundinum.

  • 1611405 – Álfholt 56C, íbúð - kaup

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Álfholti 56C sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

  • 1610409 – Fyrirspurn, félagslegt húsnæði

   Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:

   Hve margir til viðbótar hafa verið teknir út af listanum vegna þess að þeir endurnýjuðu ekki umsóknir sínar í tæka tíð og hve margir í þeim hópi má gera ráð fyrir að muni endurnýja umsóknir sínar? Hve margir til viðbótar féllu út vegna þess að þeir voru ekki lengur álitnir í “brýnni þörf” og hvaða atriði réðu þar mestu um? Svar við síðari spurningunni óskast sundurliðað svo bæjarfulltrúum gefist betri kostur á að leggja upplýstara mat á núgildandi stigakerfi og endurskoða það í ljósi reynslunnar. Einnig óskast upplýsingar um hvernig tekjuviðmið og íbúðaeign hafa þróast síðustu 5 ár?

   Lagt fram.

  • 1610411 – Fyrirspurn, starfshópar frá september 2014, fjöldi

   Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

   Fulltrúi Samfylkingar óskar viðbótar upplýsinga um hvenær viðkomandi starfshópum var ætlað samkvæmt erindisbréfi að skila niðurstöðum (dags), hvort viðkomandi starfhópur hefur skilað niðurstöðum og þá hvenær það hafi verið gert?

   Lagt fram.

  • 1606514 – Fulltrúar í sveitarstjórnum, viðmiðunarlaunatafla

   Skipun í starfshóp sem hefur það verkefni að endurskoða starfsumhverfi kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ.

   Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf og að skipa eftirfarandi fulltrúa í starfshóp um að endurskoða starfsumhverfi kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ:

   Einar Birki Einarsson, form.
   Helgu Ingólfsdóttur
   Margréti Gauju Magnúsdóttur
   Elvu Dögg Ásu- og Kristinsdóttur

  • 1611225 – Fasteignaskattur, rökstuðningur, beiðni

   Erindi frá Félagi atvinnurekenda um rökstuðning fyrir álagningarprósentu fasteignaskatts af atvinnuhúsnæði.

   Lagt fram.

  • 1611247 – Almennar íbúðir, framboð á lóðum, uppbygging

   Lagt fram bréf frá velferðarráðuneytinu.

   Lagt fram.

  • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

   Farið yfir stöðu viðræðna við ríkið um kaup Hafnarfjarðarbæjar á húsnæði fyrrum St.Jósefsspítala.

  • 1604079 – Rekstrarform húsnæðisskrifstofu.

   Lagt fram.

  • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

   Rætt um tillögur um breytingar á fjárhagsáætlun fyrir síðari umræðu.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn.

   Bæjarráð samþykkir að leggja til að breytingar verði gerðar á fjárhagsáætlun í samræmi við það sem kemur fram á meðf. minnisblaði.

  • 1512210 – Brunavarnaáætlun, gildistími

   Lagt fram erindi frá Mannvirkjastofnun.

   Lagt fram.

  • 1611413 – Skólastjórafélag Reykjaness, ályktun

   Lögð fram ályktun stjórnar Skólastjórafélags Reykjaness.

   Lagt fram.

  Umsóknir

  • 1611112 – Kvistavellir 66-72, umsókn um lóð

   Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Snorra ehf verði úthlutað raðhúsalóðinni Kvistavöllum 66 – 72.

  • 1611373 – Einhella 4,lóðarumsókn

   Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að IsoTec ehf verði úthlutað lóðinni Einhellu 4.

  • 1611378 – Hafravellir 4,tilboð í lóð

   Lagt fram tilboð í lóðina Hafravelli 4 frá Albert Guðmundssyni.

   Bæjarráð hafnar framlögðu tilboði þar sem ekki er um tilboðslóð að ræða.

  Fundargerðir

  • 1611018F – Hafnarstjórn - 1495

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 23.nóv. sl.

  • 1602122 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2016.

   Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópasvogssvæðis frá 28.nóv. sl.

  • 1611015F – Menningar- og ferðamálanefnd - 275

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.nóv. sl.

  • 1601857 – Sorpa bs, fundargerðir 2016

   Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 25.nóv. sl.

  • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

   Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 4. og 18.nóv. sl.

Ábendingagátt