Bæjarráð

15. desember 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3454

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1510229 – Jafnréttisáætlun, framkvæmdaáætlun, beiðni

      Kynning starfshóps á jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar. Framlögð jafnréttisstefna lögð fram til samþykktar.

      Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri kemur á fundinn.

      Lagt fram og mannauðsstjóra falið að vinna að þeim breytingum og ábendingum sem komu fram á fundinum.

    • 1612026 – Fasteignagjöld 2017, breyting á gjalddögum, minnisblað

      Breyting á gjalddögum fasteignagjalda 2017.

      Bæjarráð samþykkir breytingu á gjalddögum fasteignagjalda 2017 þannig að gjalddagi verði 1. hvers mánaðar í 10 mánuði.

    • 1612204 – Sveinssafn, erindi

      Lagt fram erindi frá Sveinssafni, þar sem m.a. kemur fram beiðni um stuðning vegna hitunarkostnaðar húss,gerð menningarsamnings við safnið auk beiðni um úttektarmenn til að leggja mat á viðhaldsþörf húss safnsins.

      Bæjarráð felur stjórn Hafnarborgar og menningar- og ferðamálanefnd að skoða mögulega aðkomu bæjarins að safninu til framtíðar litið. Umhverfis- og skipulagsþjónustu er falið að meta ástand og viðhaldsþörf hússins og veita umsögn um erindið.

    • 1612203 – Íslandsmótið í skák 2017, styrkbeiðni

      Lögð fram beiðni Skáksambands Íslands um fjárstuðning vegna skákmóts í Hafnarfirði.

      Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar.

    • 1212008 – Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

      Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 2.des.sl. varðandi aðlögunaráætlun og fjárhagsáætlun 2017-2020.

      Lagt fram.

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      Bæjarráð samþykkir að stofnuð verði eftirlitsnefnd með fjármálum íþróttafélaga. Einnig að samstarfssamningur við ÍBH verði tekinn til endurskoðunar.
      Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um eignarhald bæjarins í íþróttamannvirkjum íþróttafélaga í Hafnarfirði.

    • 1612144 – Húsnæðismál, framtíðarskipan

      Lagt fram bréf dags. 1. des.sl.frá Sambandi ísl. sveitarfélaga. Framtíðarskipun húsnæðismála.

      Lagt fram.

    • 1612156 – Jafnréttisþing, Svíþjóð

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um sænska jafnréttisþingið sem haldið verður 31.janúar 2017, þar sem fram kemur boð um að senda fulltrúa á þingið.

      Lagt fram.

    • 1612167 – Fatlað fólk, húsnæðisáætlanir, stofnframlag, skyldur sveitarfélags

      Lagt fram bréf frá Landsamtökum Þroskahjálp dags. 7.des.sl.

      Lagt fram.

    • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

      Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 7.des. sl. að vísa tillögu um Barnvænt samfélag, vottun, til bæjarráðs.

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að óska eftir samstarfi við Unicef og Akureyrabæ við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í allt sitt starf, reglur, samþykktir og stefnur til að uppfylla þær kröfur til að gerast Barnvænt samfélag og ná því markmiði að fá vottun vegna þessa og felur bæjarráði úrvinnslu þess og stofnun stýrihóps um verkefnið.”

      Bæjarráð óskar eftir kynningu frá Unicef fyrir bæjarfulltrúa um næstu skref í innleiðingu verkefnisins.

    • 1612166 – Persónuvernd, vefkerfið Mentor, starfshópur, skil

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi nýjar persónuverndarreglur.

      Lagt fram.

    • 1612205 – Reykjavíkurvegur 60, Ölhúsið, tímabundið áfengisleyfi

      Beiðni um umsögn um tímabundið áfengisleyfi laugardaginn 31. desember 2016 frá kl. 24 til 06:00 og sunnudaginn 1. janúar 2017 frá kl. 14:00 til 04.00 vegna áramóta- og nýjársskemmtunar sem halda á í Ölhúsinu Reykjavíkurvegi 60.

      Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tímabundið áfengisleyfi Ölhússins þann 31. desember nk.

    • 1609050 – Enor gegn Ríkiskaupum, Hafnarfjarðarbæ og PwC, dómsmál, útboð

      Lagt fram. Stefna Enor ehf gegn Ríkiskaupum, Hafnarfjarðarkaupstað og PwC

      Lagt fram.

    • 1210332 – Hjúkrunarheimili á Völlum 7, Sólvellir ses

      Lagður fram dómur Héraðsdóm Reykjaness í máli E-446/2016, frá 9.des. sl. Sólvellir ses gegn Hafnarfjarðarkaupstað.

      Lagt fram.

    Umsóknir

    • 1612199 – Selhella 6, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Verkefnis ehf um lóðina Selhellu 6.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Verkefni ehf verði úthlutað lóðinni Selhellu 6.

    • 1612163 – Einhella 6, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn Stróks ehf um lóðina Einhellu 6.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Stróki ehf verði úthlutað lóðinni Einhellu 6.

    • 1611371 – Norðurhella 13, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn Selsins Fasteignafélags ehf um lóðina Norðurhellu 13.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Norðurhellu 13 verði úthlutað til Selsins Fasteignafélags ehf.

    Fundargerðir

    • 1612003F – Hafnarstjórn - 1496

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 8.des.sl.

    • 1611022F – Menningar- og ferðamálanefnd - 276

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 24. nóv. sl.

      Lögð fram fundargerð menningar-og ferðamálanefndar frá 24.nóv. sl.

    • 1612008F – Menningar- og ferðamálanefnd - 277

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 8.des. sl.

Ábendingagátt