Bæjarráð

7. febrúar 2017 kl. 15:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3457

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Ívar Bragason hdl. Lögmaður á stjórnsýslusviði

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1701377 – Gallup, þjónusta sveitarfélaga 2016, könnun

   Jóna Sverrisdóttir frá Gallup mætir til fundarins.

   Niðurstaða fundarins:

   Farið yfir niðurstöður Gallup í könnun um þjónustu sveitarfélaga.

  • 1701385 – Opið bókhald

   Til kynningar.
   Guðmundur Sverrisson rekstrarstjóri og Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri mæta til fundarins

   Niðurstaða fundarins:

   Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Capacent um lausn til þess að innleiða opið bókhald hjá sveitarfélaginu.

  • 1701656 – Rammasamningar, umsýsluþóknun, breytt fyrirkomulag

   Lögð fram tilkynning frá Ríkiskaupum til opinberra aðila.Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mætir til fundarins.

   Niðurstaða fundarins:

   Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með þá ákvörðun sem kemur fram er í umræddri tilkynningu Ríkiskaupa og skorar á ríkisvaldið að draga hana til baka. Bæjarráð óskar eftir því að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga taki málið til umfjöllunar hjá sér.

  • 1612254 – Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, ósk um fjárstuðning

   Auður Hauksdóttir forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur mætir til fundarins.

   Niðurstaða fundarins:

   Auði þökkuð góð kynning á fyrirhugaðri opnun Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

  • 1305351 – Vinabæjarsamstarf, undirbúningsfundur 2016, mót 2017

   Kynnt verða drög að dagskrá vinabæjarmótsins sem haldið verður 1.-3.júní nk.
   Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

   Niðurstaða fundarins:

   Andra þökkuð kynning á drögum að dagskrá vinabæjarmótsins.

  • 1701116 – Kirkjuvellir 1, Ástjarnarkirkja, safnaðarheimili, fjármlögnun og útleiga

   Niðurstaða fundarins:

   Málið rætt og bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga fyrir næsta fund bæjarráðs.

  • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, ósk um nýtt húsnæði

   Lagt fram erindi frá Leikfélagi Hafnarfjarðar dags. 31.jan.sl. þar sem óskað er eftir viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um útvegun húsnæðis fyrir starfsemi leikfélagsins.

   Niðurstaða fundarins:

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið betur.

  • 1509207 – Miðbær, bílastæði

   Niðurstaða fundarins:

   Bæjarráð vísar fyrirliggjandi reglum um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

  • 1701515 – Norðurhella 1, lóðarumsókn

   Lögð fram umsókn Festi fasteignafélags ehf. um lóðina Norðurhella 1

   Niðurstaða fundarins:

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Norðurhellu 1 verði úthlutað til Festi fasteignafélags ehf.

  • 1701062 – Hafravellir 4, lóðarumsókn

   Lögð fram umsókn Alberts Guðmundssonar og Írisar Ragnarsdóttur um lóðina Hafravellir 4.

   Niðurstaða fundarins:

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hafravellir 4. verði úthlutað til Alberts Guðmundssonar og Írisar Ragnarsdóttur.

  • 1702119 – Tjarnarvellir 7, lóðarumsókn

   Lögð fram umsókn Lauga ehf um lóðina Tjarnarvelli 7.

   Niðurstaða fundarins:

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tjarnavellir 7 verði úthlutað til Lauga ehf.

  • 1702099 – Hringhella 5, lóðarumsókn

   Lögð fram umsókn HS Veitna um lóðina Hringhellu 5.

   Niðurstaða fundarins:

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hringhellu 5 verði úthlutað til HS Veitna hf.

  • 1606514 – Fulltrúar í sveitarstjórnum, viðmiðunarlaunatafla

   Fullltrúar sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:

   1) Óskað er eftir upplýsingum um hlutfallslega þróun launa kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði frá því áður en laun þeirra voru lækkuð 1.janúar 2009 og til 1. Setp. 2016. Einnig að birtur verði samanburður á launaþróun kjörinna fulltrúa og annarra starfsmanna sveitarfélaga á sama tímabili.

   2) Óskað er eftir upplýsingum um laun fyrir eftirtalin störf kjörinna fulltrúa í fimm stærstu sveitarfélögum landsins (fyrir utan Rvík) annars vegar og Hafnarfirði hins vegar 1. sept. 2016.
   bæjarfulltrúi
   forseti bæjarstjórnar
   form. bæjarráðs
   alm. bæjarráðsfulltrúi
   alm ráðsmaður
   varabæjarfulltrúi

   3) Óskað er eftir upplýsingum og að birt verði viðmiðunarlaunatafla sem Samband íslenskra sveitarfélaga kynnti í júní 2016.

  Fundargerðir

  • 1701022F – Hafnarstjórn - 1500

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 1.febr.sl.

  • 1701687 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2017.

   Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar-og Kópavogssvæðis frá 30.jan.sl. 220.fundur.

   Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar-og Kópavogssvæðis frá 30.jan.sl. 220.fundur.

  • 1702068 – Samband ísl.sveitarfélaga,fundargerðir 2017

   Lögð fram fundargerð 846.fundar stjórnar sambands ísl. sveitarfélaga frá 27.jan.sl.

  • 1701343 – Sorpba bs, fundargerðir 2017.

   Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 27.jan. sl.

  • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

   Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 20.jan.sl.

  • 1701018F – Menningar- og ferðamálanefnd - 279

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 27.jan.sl.

Ábendingagátt