Bæjarráð

23. febrúar 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3458

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Guðríður Guðmundsdóttir lögfræðingur

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

   Heilsustefna Hafnarfjarðar lögð fram til samþykktar. Sigríður Hrafnkelsdóttir og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir mæta til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi heilsustefnu og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

  • 1606249 – Sveitarfélög, fasteignaskattur o.fl. á mannvirki, ferðaþjónusta, ábendingar

   Lögð fram greinagerð starfshóps um mótun framtíðarstefnu á uppbyggingu ferðaþjónustu. Andri Ómarsson og Unnur Lára Bryde mæta til fundarins.

   Lagt fram.

  • 1606046 – Reykdalsvirkjun, stytta, umsókn

   Björn Ingi Sveinsson kynnir frumhugmyndir að styttu af Jóhannesi Reykdal og staðsetningu.

   Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti hugmyndir að staðsetningu styttu af Jóhannesi Reykdal og vísar úrvinnslu málsins til umhverfis- og skipulagsþjónustu í samráði við umsækjanda.

  • 1602158 – Reglur um viðmið fyrir gjafir og viðurkenningar starfsfólks

   Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins og leggur fram breytingartillögu við reglur um gjafir og viðurkenningar starfsfólks.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögu við reglur um gjafir og viðurkenningar starfsfólks.

  • 1701476 – Frístundaþjónusta, tilfærsla

   Lagt fram minnisblað, svar við fyrirspurn frá fulltrúm Samfylkingar frá 26. janúar s.l.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að endurskipulagningu á þeirri starfsemi sem farið hefur fram í Húsinu í samráði við fjölskyldu- og frístundaþjónustu og fjölskylduþjónustu og í samræmi við umræður á fundinum.

   Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

   Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa furðu yfir þeim vinnubrögðum sem hér hafa verið viðhöfð. Hér hefur átt sér stað, að því er virðist, stór pólitísk ákvörðun án aðkomu kjörinna fulltrúa. Ákvörðunin felst ekki eingöngu í því að verið sé að færa ákveðna starfsemi á milli sviða heldur er verið að leggja niður hugmyndafræði um Ungmennahús í Hafnarfirði þar sem Húsið verður ekki lengur opið öllu ungu fólki heldur eingöngu skjólstæðingum félagsþjónustunnar. Frá og með áramótum er ekki lengur starfandi félagsmiðstöð fyrir fólk 16 ára og eldri í Hafnarfirði. Þessi ákvörðun er einnig á skjön við þá hugmyndafræði sem innleidd var hjá Hafnarfjarðarbæ við yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríkinu til bæjarins um að innleiða alla starfsemi inn í þá sem fyrir var og koma þannig í veg fyrir aðskilnað fatlaðra og ófatlaðra hjá Hafnarfjarðarbæ. Frá og með áramótum er gerður greinarmunur á frístundum fatlaðra og frístundum ófatlaðra hjá Hafnarfjarðarbæ sem er með öllu óviðunandi og ekki til umræðu af okkar hálfu.

  • 1702357 – Reglur um eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga

   Lagðar fram reglur um eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga samþykktar í bæjarráði 4. desember 2008 og athugasemdir íþrótta- og tómstundafulltrúa.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og koma með tillögu að nýjum reglum á næsta fundi ráðsins.

  • 1606514 – Fulltrúar í sveitarstjórnum, viðmiðunarlaunatafla

   Fundarhlé var gert kl. 10:30.
   Fundi fram haldið kl. 10:47.

   Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi tillögu:

   Áheyrnafulltrúi Vinstri grænna leggur fram þá tillögu að í stað þess, að tengja laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði við þingfararkaup og taka svo í heilu lagi inn um rúmlega 44% launahækkun kjararáðs á þingfararkaupi sem nýlega var samþykkt af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, þá haldist eldra viðmið launa og launlaunahækkanir kjörinna fulltrúa verði innan þess 32% ramma sem Salek samkomulagið kveður á um og gildir um allt almennt launafólk.

   Samþykkt að vísa tillögunni í starfshóp um starfsumhverfi kjörinna fulltrúa.

   Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

   Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar benda á að ákvörðun um að tengja laun við þingfararkaup var samþykkt af öllum fulltrúum í bæjarráði í júlí 2016, að fenginni samantekt og birtingu viðmiðunarlaunatöflu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

   Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

   Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað að engin rök hafa komið fram um að fresta eigi málinu og augljóst að fulltrúar meirihlutans séu enn og aftur að reyna að fresta því að láta afstöðu sína koma fram.
   Það kom mjög ítarlega fram hjá fulltrúim meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á bæjarstjórnarfundi þann 18. janúar sl. þar sem ákveðið var að afturkalla frestun á launabreytingum kjörinna fulltrúa, að nákvæmlega þetta málefni væri ekki á starfssviði starfshóps um starfsumhverfi kjörinna fulltrúa. Því skýtur það verulega skökku við og er með öllu óskiljanlegt að vísa tillögu þessari í starfshópinn.

  • 1612254 – Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, ósk um fjárstuðning

   Tekið fyrir að nýju. Til afgreiðslu.

   Bæjarráð samþykkir að veita 750.000.- kr. til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á yfirstandandi fjárhagsári. Að öðru leyti er erindinu vísað til fjárhagsáætlunarvinnu.

  • 1701592 – Flensborgarskóli, námsferð, styrkbeiðni

   Lögð fram styrkbeiðni frá Flensborgarskóla vegna námsferðar til Danmerkur.

   Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

  • 1702359 – Sveitarfélögin og ferðaþjónustan, málþing

   Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um málþing sem haldið verður föstudaginn 3. mars n.k. undir yfirskriftinni “Sveitarfélögin og ferðaþjónustan.”

   Lagt fram.

  • 1509207 – Miðbær, bílastæði

   Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þ. 15.febr. sl. reglur um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar.

   Lagt til að fela skipulags- og umhverfisþjónustu að koma með tillögu að úrvinnslu málsins.

   Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og umhverfisþjónustu að gera tillögu að úrvinnslu málsins.

   Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna lagði fram svohljóðandi bókun:

   Fulltrúi Vinstri grænna furðar sig á því að nú liggi fyrir í Bæjarráði tillaga um að fela skipulags- og umhverfisþjónustu að koma með tillögu um „skífubílastæði“ eins og boðað var í fundargerð sem nú hefur verið breytt í að fela skipulags- og umhverfisþjónustu að gera tillögu að málinu.
   Við samþykkt Bæjarstjórnar á samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar sem lögð var fram á síðasta Bæjarstjórnarfundi og unnin var að tillögu fulltrúa meirihluta Sjálfstæðismanna og Bjartrar framtíðar, kannaðist enginn í meirihlutanum við að til stæði að setja stöðumæla og skífustæði því engin ákvörðun lægi fyrir. Nú hinsvegar liggur einmitt fyrir tillaga um að skoða Skífustæði. Fulltrúi Vinstri grænna bókar einnig aftur bókun frá síðasta bæjarstjórnarfundi, þann 15. febrúar 2017, svohljóðandi: Fulltrúi Vinstri grænna furðar sig á því að Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skuli samþykkja samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar, þar sem kveðið er á um stofnun Bílastæðasjóðs Hafnarfjarðar og eru m.a. í samþykktinni ákvæði um klukkustæði og stöðumælastæði og heimildir til gjaldtöku vegna bílastæða í Hafnarfirði, án þess að tekin hafi verið um það sérstök ákvörðun og hvað þá tekin vitsmunaleg og fagleg umræða með aðkomu almennings um hvort eigi að hefja gjaldtöku bílastæða í Hafnarfirði eða ekki.

  • 1702205 – Tjarnarvellir 5,lóðarumsókn

   Lögð fram umsókn JFK fasteigna um lóðina Tjarnarvellir 5.

   Bæjarráð synjar erindinu og vísar til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs frá 21. feb. 2017.

  • 1702344 – Tjarnarvellir 5,lóðarumsókn

   Lögð fram umsókn Haga hf. um lóðina Tjarnarvellir 5.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

  • 1702336 – HS Veitur hf, aðalfundur

   Lagt fram fundarboð HS Veitna hf., þar sem boðað er til aðalfundur 22.mars nk.

   Bæjarráð samþykkir að Skarphéðinn Orri Björnsson fari með umboð bæjarstjórnar á aðalfundi HS Veitna hf.

  • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

   Lagt fram bréf frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar dags. 20.febr.sl.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram með málið í samræmi við umræður á fundinum.

  • 1702347 – Kaplakriki, veðsetning, aflétting

   Lagt fram erindi frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar dags. 20.febr. sl. þar sem óskað er eftir að Hafnarfjarðarbær aflétti veðsetningu.

   Lagt fram.

  • 1702346 – Gatnagerðargjöld, ósk um viðræður

   Lagt fram erindi Fimleikafélags Hafnarfjarðar dags. 20.febr. sl. – þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum vegna gatnagerðargjalda.

   Lagt fram.

  • 1702007F – Hafnarstjórn - 1501

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 15.febr.sl.

  Fundargerðir

  • 1702004F – Menningar- og ferðamálanefnd - 280

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.febr.sl.

  • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

   Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.febr. sl.

Ábendingagátt