Bæjarráð

11. apríl 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3462

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

  1. Almenn erindi

    • 1704121 – Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2016

      Ársreikningur 2016 lagður fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins.

      Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    • 1704039 – Rekstrartölur fyrir bæjarráð 2017

      Rekstrarreikningur jan.-febr. 2017. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins.
      Kynning á endurbættu vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar til vinnslu í viðkomandi ráðum.

    • 1701116 – Kirkjuvellir 1, Ástjarnarkirkja, safnaðarheimili, fjármögnun og útleiga

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1606249 – Sveitarfélög, fasteignaskattur o.fl. á mannvirki, ferðaþjónusta, ábendingar

      Bæjarstjóra falið að láta taka saman minnisblað um frekari útfærslu á tillögunum og greiningu á því hvaða áhrif tillögurnar geta haft.

Ábendingagátt