Bæjarráð

4. maí 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3463

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1704352 – Brú, lífeyrissjóður, A-deild, breyting, vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.

      Lagt fram bréf dags. 21.mars sl. frá Brú lífeyrissjóði varðandi breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
      Gerður Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri mætti til fundarins.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.

      Gerður Guðjónsdóttir kynnti breytingar á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

    • 1311212 – Jafnlaunastaðall, tilraunaverkefni

      Til fundarins mættu jafnlaunaráð Hafnarfjarðar, Berglind Bergþórsdóttir mannauðsstjóri, Haraldur Eggertsson verkefnisstjóri, Andri Ómarsson verkefnisstjóri og Lúvísa Sigurðardóttir gæðastjóri og Þorkell Guðmundsson ráðgjafi hjá PwC.

      Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem jafnlaunaráðið vinnur að við innleiðingu jafnlaunastaðals fyrir Hafnarfjarðarbæ en markmiðið er að eyða launamun kynjanna. Þá ber sérstaklega að fagna þeim framförum sem koma fram í niðurstöðum launakönnunar milli ára, þ.e. frá árinu 2012 til 2016. Óskað er eftir því að aðgerðaráætlun jafnlaunaráðs verði kynnt á næsta fundi bæjarráðs

    • 1305351 – Vinabæjarsamstarf, undirbúningsfundur 2016, mót 2017. Andri Ómarsson verkefnastjóri mætti á fundinn.

      Tilnefna fulltrúa til þátttöku í vinabæjarmótinu.

      Bæjarráð samþykkir að tilnefna eftirtalda til þátttöku í vinabæjarmóti 2017:

      Guðlaugu Kristjánsdóttur
      Helgu Ingólfsdóttur
      Elvu Dögg Ásudóttur Kristinsdóttur

    • 1701116 – Kirkjuvellir 1, Ástjarnarkirkja, safnaðarheimili, fjármögnun og útleiga

      Lagður fram leigusamningur til afgreiðslu.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi tillögu:

      “Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna óska eftir að leigusamningurinn sem hér um ræðir verði sendur til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdarráðs og í senn verði gerð úttekt á húsnæðisþörf fyrir félagstengda starfsemi á Völlunum og kannað hvort ekki sé hægt að nýta það húsnæði sem fyrir er t.d á Ásvöllum, Hraunvallaskóla og Ásvallalaug betur til þessa verkefna.”

      Tillagan er felld með 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan leigusamning með 3 atkvæðum og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi bókun:

      “Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að ekki hafi verið sýnt fram á þörf bæjarins fyrir húsnæði af þessu tagi, á þessu svæði, til svo langs tíma. Teljum við að eðlilegra væri, ef áhugi er fyrir hendi að styrkja verkefnið, að það sé gert með gagnsæjum hætti en sá leigusamningur sem hér liggur fyrir er mjög ógagnsær.
      Það skýtur skökku við að taka húsnæði til leigu á svæði þar sem nóg er framboð af svipuðu húsnæði á svæðinu til félagstengdrar starfsemi og ekki sé gætt jafnræðis félagasamtaka á svæðinu. Einnig er það yfirlýst stefna meirihlutans að draga úr húsnæðiskostnaði bæjarsjóðs og selja eignir bæjarins en á sama tíma er verið að leigja hér húsnæði til 5 ára, fyrir 30 milljónir, í óskilgreinda starfsemi”

    • 1601218 – Opnunartími sundlauga

      3.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 27.apríl sl.

      8.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 7.apríl sl.
      Á fundi ÍTH þann 29. mars var vísað til fræðsluráðs tillögum nefndarinnar um aukna opnun sundstaða Hafnarfjarðar.

      Fræðsluráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auka opnunartíma í sundlaugum Hafnarfjarðar. Farið verði að tillögum ÍTH sem fela í sér annars vegar að opið verði á svokölluðum ,,Rauðum dögum“, þe. á tilteknum hátíðisdögum í kringum páska, jól ofl. og hins vegar sumaropnun í Suðurbæjarlaug, þe. að sundlaugin verði opin lengur á kvöldin í tvo mánuði í sumar frá því sem verið hefur hingað til. Aukið aðgengi að sundlaugum er á meðal þess sem lögð er áhersla á í nýlegri Heilsustefnu Hafnarfjarðar og aðgerðaráætlun hennar. Kostnaður við þessa auknu þjónustu nemur um 3.500.000 kr á fjárhagsárinu 2017 og er lagt til að honum verði mætt með auknum tekjum af fasteignagjöldum umfram áætlun. Bæjarráð leggi til viðauka skv. þessari tillögu. Frekari útfærslur á auknu aðgengi að sundlaugum bæjarins verði teknar til skoðunar í fjárhagsáætlunargerð 2018.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirlagða tillögu um að auka opnunartíma í sundlaugum Hafnarfjarðar.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur upp í umræðu um fundarsköp.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs með 11 greiddum atkvæðum.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun.

      Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    • 1612204 – Sveinssafn, erindi

      Lagt fram erindi frá Sveinssafni.

      Bæjarráð óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu komi á næsta fund ráðsins.

    • 1704168 – Golf, Íslandsmót í höggleik 2017,styrkbeiðni

      Lagt fram erindi dags. 5.apríl sl.frá Golfklúbbnum Keili.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi.

    • 1704448 – Hesthúsalóðir,úthlutun Lilja Ólafsdóttir lóðaskrárritari kom á fundinn.

      Lagðir fram úthlutunarskilmálar til afgreiðslu

      Rósa Guðbjartsdóttir vék af fundi kl. 10:25.

      Afgreiðslu úthlutnarskilmála og lóðarleigusamnings er frestað til næsta fundar ráðsins. Leitað verður eftir umsögn Hestamannafélagsins Sörla.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að auglýsa lóðir til úthlutunar á athafnasvæði Sörla við Flugu- og Kaplaskeið.

      Rósa Guðbjartsdóttir tók aftur sæti á fundinum kl. 10:50.

    • 1704485 – Umsögn um tillögu til þingályktunar um fjármálaáætlun 2018-2022

      Lögð fram umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga.

      Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga.

    • 1210332 – Hjúkrunarheimili á Völlum 7, Sólvellir ses

      Lögð fram áfrýjunarstefna í málinu Sólvellir ses gegn Hafnarfjarðarkaupstað þar sem Sólvellir tilkynna um áfrýjun héraðsdóms frá 9.desember sl. til Hæstaréttar.

      Lagt fram.

    • 1704497 – Álfhella 15, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn BYGG um lóðina Álfhellu 15.

      Bæjarráð samþykkir að lóðinni Álfhellu 15 verði úthlutað til BYGG og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1704046 – Breiðhella 4 og 6, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn Samhentir Kassagerð hf – um lóðina Breiðhella 4 og 6

      Bæjarráð samþykkir að lóðinni Breiðhellu 4 og 6 verði úthlutað til Samhentir Kassagerð hf og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1701687 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2017.

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 24.apríl sl.

      Bæjarráð þakkar heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis fyrir umsögn um frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og vísar umfjöllun um málið til bæjarstjórnar.

    • 1701108 – Rimmugýgur, húsnæðismál

      Adda María Jóhannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

      Bæjarstjóri kynnti stöðun málsins. Bæjarstjóra er falið að vinna áfram að málinu.

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram svohljóðandi bókun:

      “Þar sem ljóst er að húsnæðismál víkingafélagsins Rimmugýgjar eru í uppnámi og fyrirséð að félagið lendi í miklum vanda á næstu dögum þar sem þeim hefur verið gert að rýma núverandi húsnæði sitt að Lækjargötu 2 sem stendur til að rífa. Í ljósi þessa leggjum við til að félagið fái inni í Straumi, eins og þeir hafa lýst sig tilbúna til, a.m.k. tímabundið þar til önnur og varanlegri lausn verður fundin á húsnæðismálum félagsins. Félagið hefur um árabil komið að og staðið fyrir ýmsum viðburðum í bænum og tengjast ásýnd hans sterkt, enda Hafnarfjörður gjarnan kallaður Víkingabærinn. Teljum við óhæft að þeir þurfi að leita út fyrir bæjarfélagið með aðstöðu fyrir starfsemi sína.”

    Fundargerðir

    • 1704103 – Sorpa bs, eigendafundur,fundargerð 2017

      Lögð fram fundargerð eigendafundar SORPU bs. frá 3.apríl sl.,

    • 1704106 – Strætó bs, eigendafundir, fundargerð 2017

      Lögð fram fundargerð frá eigendafundi Strætó bs. frá 3.apríl sl.

    • 1702068 – Samband ísl.sveitarfélaga,fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 31.mars sl.

    • 1701341 – Stjórn SSH, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 3.apríl sl.

    • 1701343 – Sorpa bs, fundargerðir 2017.

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 7.apríl sl.

    • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7.apríl sl.

Ábendingagátt