Bæjarráð

1. júní 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3465

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir, bæjarlögmaður og sviðsstjóri á stjórnsýslusviði.[line][line]Í upphafi fundarins vill bæjarráð óska íbúum Hafnarfjarðar til hamingju með 109 ára afmæli sveitarfélagsins sem er í dag 1. júní.

Ritari

 • Ívar Bragason hdl. Lögmaður á stjórnsýslusviði

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir, bæjarlögmaður og sviðsstjóri á stjórnsýslusviði.[line][line]Í upphafi fundarins vill bæjarráð óska íbúum Hafnarfjarðar til hamingju með 109 ára afmæli sveitarfélagsins sem er í dag 1. júní.

 1. Almenn erindi

  • 1705290 – Brekkugata 24, lóðarstækkun

   Lagður fram endurnýjaður lóðarleigusamningur vegna leiðréttingar á lóðarstærð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði endurnýjun á lóoðarleigusamningi vegna Brekkugötu 24.

  • 1704187 – Einhella 3 og 5, lóðarumsókn

   Lögð fram umsókn Björg Real Estate ehf.,kt.590315-1680 um lóðirnar við Einhellu 3 og 5

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðunum við Einhellu 3 og 5 verði úthlutað til Björg Real Estate ehf.

  • 1704448 – Hesthúsalóðir, úthlutun

   Lagðir fram lóðaleigusamningar og úthlutunarskilmálar til afgreiðslu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningum og framlagða úthlutunarskilmála vegna hesthúsalóða.

  • 1705453 – Rokkur Friggjar, leikhópur, styrkbeiðni

   Lagt fram erindi frá leikhópnum Rokkur Friggjar.

   Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu. Bent er á að úthlutun menningarstyrkja fer fram í gegnum menningar- og ferðamálanefnd sem auglýsir styrki einu sinni á ári. Síðasta úthlutun fór fram 19. apríl sl.

  • 1702488 – Styrkur, umsókn, Víkingahátíð 14.-18.júní 2017

   Lögð fram umsókn Jóhannesar Viðars Bjarnasonar um styrk vegna Víkingahátíðarinnar sem fram fer 14-18.júní nk.

   Bæjarráð samþykkir að veita Víkingahátíðinnni styrk að fjárhæð kr. 400.000.-.

   Bæjarstjóra er falið að ræða við skipuleggjendur Víkingahátíðarinnar um framtíð hennar og samstarfið við Hafnarfjarðarbæ. Ennfremur er óskað eftir því að gæðastjóra bæjarins verði falið að leggja fram tillögur um framtíðarfyrirkomulag við úthlutun styrkja bæjarráðs.

  • 1612204 – Sveinssafn, erindi

   Lagðar fram umsagnir forstöðumanns Byggðasafnsins og stjórnar Hafnarborgar

   Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í starfshópnum Krýsuvík, framtíðarnotkun.

  • 1705286 – Fyrirspurnir, afdrif

   Lagt fram svar við fyrirspurn.

   Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:

   “Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna átelja þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið varðandi afgreiðslu og meðferð eftirfarandi tillagna sem lagðar hafa verið fram.
   Tillaga um lýðræðisviku var lögð fram í bæjarstjórn í desember 2014 og vísað til umfjöllunar í bæjarráði þar sem hún var samþykkt þann 15. janúar 2015. Bæjarstjóra var falið að vinna áfram að málinu, leggja drög að umsókn og gera áætlun um framkvæmd og kostnað eins og fram kemur í afgreiðslu fundarins. Í svari því sem lagt er fram hér kemur í ljós að ekkert hefur verið unnið í þessari tillögu frá því að hún var lögð fram.
   Tillaga um stofnun leigufélags var lögð fram í bæjarstjórn þann 29. mars sl. Þeirri tillögu var einnig vísað til bæjarráðs þar sem hún var tekin til umfjöllunar þann 6. apríl og bæjarstjóra falið að skoða málið. Í svari við fyrirspurninni er því svarað til að stofnun slíks félags hafi verið í skoðun frá því að lög um almennar íbúðir nr. 52/2016 hafi tekið gildi. Hér er greinilega um misskilning að ræða því tillaga minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar um stofnun leigufélags byggir ekki á lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 eins og fram kemur í svari við fyrirspurn um afdrif tillögunnar heldur byggir á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 eins og kemur fram í tillögunni sjálfri. Það getur því ekki staðist að tillaga minnihlutans hafi verið til skoðunar frá því að lög um almennar íbúðir nr. 52/2016 tóku gildi.
   Því er aftur óskað upplýsinga um afdrif tillögu minnihlutans um stofnun leigufélags (sjálfseignarstofnunar) sem ekki er rekið í hagnaðarskyni (non profit leigufélag) skv. heimild 38. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál.”

  • 1305351 – Vinabæjarsamstarf, undirbúningsfundur 2016, mót 2017

   Sviðsstjóri kynnir dagskrá vinabæjarmótsins sem haldið er
   1-3.júní nk.

  • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, ósk um nýtt húsnæði

   Málefni Leikfélags Hafnarfjarðar tekin til umræðu. Bæjarstjóra falið að skoða málið frekar.

  Fundargerðir

  • 1705006F – Hafnarstjórn - 1506

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 10.maí sl.

  • 1705018F – Hafnarstjórn - 1507

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 24.maí sl.

  • 1701687 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2017.

   Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.maí sl.

  • 1705013F – Menningar- og ferðamálanefnd - 286

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 19.maí sl.

  • 1702068 – Samband ísl.sveitarfélaga,fundargerðir 2017

   Lögð fram fundargerð stjórnar sambands ísl.sveitarfélaga frá 19.maí sl.

  • 1701341 – Stjórn SSH, fundargerðir 2017

   Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 8.maí sl.

  • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

   Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12.maí sl.

Ábendingagátt