Bæjarráð

29. júní 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3467

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Einar Birkir Einarsson varamaður

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1701018 – Sandskeiðslína 1,framkvæmdaleyfi

      Nils Gústavsson framkvæmdastjóri hjá Landsneti og Þórarinn Bjarnason mætir til fundarins og gerir grein fyrir stöðu framkvæmda við flutning á línum innan Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1705229 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar - 2017

      Lagt fram ársfjórðungsyfirlit Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Til fundarins mæta Ása Sigríður Þórsdóttir og Linda Hilmarsdóttir.

      Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1706369 – Hestamannafélagið Sörli, Reiðhöll

      Telma Víglundsdóttir formaður, Þórunn Ansnes framkvæmdastjóri og Atli Már Ingólfsson varaformaður Sörla mæta til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1606514 – Starfskjör og starfsumhverfi kjörinn fulltrúa.

      Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri, Helga Ingólfsdóttir og Einar Birkir Einarsson gera grein fyrir niðurstöðu starfshópsins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að heildstæðum reglum um starfskjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa. Reglurnar gilda jafn um fulltrúa í bæjarstjórn og aðra kjörna fulltrúa í ráðum og nefndum Hafnarfjarðarbæjar. Stærsta einstaka breytingin sem verður með gildistöku reglnanna snýr að starfskjörum nefndarfólks sem eftirleiðis fær greidda fasta mánaðarlega þóknun fyrir störf sín í stað þóknunar fyrir hvern fund. Einnig eru gerðar mikilvægar breytingar kjörum varabæjarfulltrúa. Kostnaðaráhrif breytinganna eru metnar óverulegar fyrir bæjarsjóð.

      Bæjarráð samþykkir einnig tillögu nefndarinnar um breyttan fundartíma bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra að undirbúa breytingar á samþykktum Hafnarfjarðarbæjar þess efnis sem verði lagðar fram til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar en gert verði ráð fyrir að síðari umræða um breytinguna fari fram á fyrsta fundi fullskipaðrar bæjarstjórnar á fyrsta fundi hennar að afloknu sumarleyfi.

      Einar Birkir Einarsson vék af fundi kl. 09:40

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir breytt skilyrði í lánasamningum við Íslandsbanka. Ákvæði um hámark fjárfestinga verður fellt niður.

    • 1703088 – Skarðshlíð 2.áf.,undirbúningur fyrir úthlutun

      Fyrir bæjarráð er lögð fram eftirfarandi tillaga:
      Bæjarráð samþykkir að við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða í 2. áfanga Skarðshlíðar geti einungis einstaklingar sótt um.

      Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

    • 1705310 – Strandgata 4 - leiga

      Lögð fram tilboð í Strandgötu 4.

      Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við tilboðsgjafa.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali

      Lagt fram svar við fyrirspurn Samfylkingar og VG frá 21.júní sl.

      Lagt fram.

    • 1706312 – Starfshópur, mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala

      Lagt fram drög erindisbréf. Skipun í starfshóp.

      Bæjarráð samþykkir erindisbréfið.
      Bæjarráð samþykkir að skipa eftirtalda í starfshópinn:
      Guðrún Berta Daníelsdóttir
      Sigríður Björk Jónsdóttir
      Karl Guðmundsson
      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir

      Starfsmaður og verkefnastjóri hópsins er Sigríður Kristinsdóttir

    • 1704402 – Hollvinasamtök - St. Jósefsspítala

      Lagt fram bréf Hollvinasamtaka St. Jósefsspítala ásamt skýrslu stjórnar og fundargerð aðalfundar samtakanna.

      Lagt fram.

    • 1312019 – Hraðlest, fluglest

      Lagt fram erindi frá stjórn SSH dags. 14.júní sl.er varðar tillögu að nýjum samningstexta milli SSH og Fluglestarinnar-þróunarfélags ehf.

      Afgreiðslu málsins er frestað þar til lögfræðileg umsögn sem SSH hefur óskað eftir, liggur fyrir.

    • 1706314 – Hænur, umsókn um leyfi til að halda hænur

      Lögð fram umsókn um leyfi til að halda hænur í íbúðahverfi.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að veita leyfi til hænsnahalds skv. fyrirliggjandi umsókn með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu frá 12. júní 2017.

    • 1706330 – Drekavellir 20, 227-5457,íbúð,kaup

      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Drekavöllum 20.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir kaup á íbúð í Drekavöllum 20 sbr. framlagt kauptilboð.

    • 1612416 – Gjáhella 13, lóðarumsókn, úthlutun

      Lögð fram beiðni um framsal á lóðinni Gjáhella 13.

      Bæjarráð hafnar framkominni beiðni um framsal á lóðinni Gjáhella 13.

    • 0704123 – Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, nýtt deiliskipulag

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 27.júní sl.
      Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 06.04.2017-18.05.2007. Lagðar fram athugasemdir sem bárust ásamt umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. júní 2017.
      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. júní 2017 vegna athugasemda sem bárust.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir nýtt deiliskipulag með áorðnum breytingum fyrir Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar og að skipulaginu verði lokið í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.”
      Pétur Óskarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu skipulags- og byggingaráðs.

    • 1706058 – Norðurbraut 26, fyrirspurn um lóðarstækkun

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðsfrá 27.júní s.
      Íbúar við Norðurbraut 26 óska eftir lóðarstækkun. Núverandi bílaplan nær ekki út að götu. Vilji er til þess að helluleggja og ganga snyrtilega frá yfirborði bílastæðis. Því er óskað eftir að lóðin nái út að götu svo ekki verði óhirtur flái eftir milli götu og bílastæðis.
      Einnig er óskað eftir að stækka lóðina meðfram Norðurbraut en íbúar við nr. 26 hafa hirt og snyrt ræmuna undanfarin ár. Lögð fram umsögn umhverfis-og skipulagsþjónustu.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við umbeðna lóðarstækkun og leggur til við bæjarstjórn:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lóðastækkun við Norðubraut 26 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmáls umhverfis- og skipulagsþjónsutu.”

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu skipulags- og byggingaráðs

    • 1404083 – Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag

      5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 27.júní sl.
      Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi ásamt breytingu á afmörkunum þeirra deiliskipulagsáætlana þar sem vegurinn liggur um en bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að það yrði auglýst á fundi sínum 15.2.2017.

      Auglýsingatíma er lokið, athugasemdir bárust.
      Lögð fram umsögn dags. 19. júní 2017 og uppfærður uppdráttur dags. 3. febrúar 2017.

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 30. maí sl. var ákveðið að bregðast við athugsemdum þar sem 4 lykilatriði verða endurskoðuð.
      Allar göngutengingar verða skoðaðar betur og gert verður ráð fyrir undirgöngum undir Ásvallabraut til þess að tenging við upplandið verði sem öruggust.
      Það verður gert ráð fyrir stoppustöð Strætó Mosahlíðarmeginn.
      Settar verða hljóðmanir við Mosahlíð og hljóðvistin verður skoðuð nánar með raunmælingu á staðnum.
      Settar verða upp hraðadempandi aðgerðir í Klettahlíð til að koma í veg fyrir hraðakstur þar í gegn.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. júní 2017 vegna athugasemda sem bárust.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir nýtt deiliskipulag Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut og að skipulaginu verði lokið í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.”

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu skipulags- og byggingaráðs.

    • 1706409 – Vinátta í verki,Grænland,hamfarir

      Lagður fram tölvupóstur frá sambandi ísl. sveitarfélaga

      Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 1.000.000 kr. til verkefnisins.

    Fundargerðir

    • 1706015F – Hafnarstjórn - 1509

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 21.júní sl.

    • 1706018F – Menningar- og ferðamálanefnd - 288

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21.júní sl.

    • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9.júní sl.

    • 1706021F – Skipulags- og byggingarráð - 626

      Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 27.júní sl.

Ábendingagátt