Bæjarráð

10. ágúst 2017 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 3469

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Ívar Bragason hdl. Lögmaður á stjórnsýslusviði

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1701385 – Opið bókhald

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur Sverrisson mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir að bókhald bæjarfélagsins verði opnað í dag í samræmi við kynningu á fundinum.

  • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

   Lagt fram minnisblað vegna fjárhagsáætlunar 2018-2021

   Rósa Steingrímsdóttur mætir til fundarins.

  • 1705026 – JAF, Jafnlaunakerfi, 2017

   Kynning á jafnlaunamerki sem velferðarráðuneytið hefur veitt Hafnarfjarðarbæ. Berglind G. Bergþórsdóttir, Lúvísa Sigurðardóttir og Haraldur Eggertsson mæta til fundarins vegna þessa liðar.

   Bæjarráð fagnar því að Hafnarfjarðarbær hafi hlotið jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins, fyrst íslenskra sveitarfélaga. Með þessu hefur Hafnarfjarðarbær innleitt formlega verkferla og eftirfylgni með aðgerðum sem snúa að launaákvörðunum og unnið verður samkvæmt aðgerðaráætlun þar um.

  • 1508512 – Gjaldfrjáls skóli - ókeypis skólagögn

   1. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 14. júlí sl.
   Fræðsluráð leggur til að frá og með komandi hausti muni Hafnarfjarðarbær útvega grunnskólanemendum námsgögn, þe. ritföng og stílabækur, þeim að kostnaðarlausu. Áætlaður kostnaður er um 20 milljónir króna. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar og viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

   Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar málinu til bæjarstjórnar og viðauka við fjárhagsáætlun 2017. Fræðslustjóra er falið að vinna að útfærslu málsins í samráði við skólastjóra.

   Fulltrúar Samfylkingar og VG fagna því að tillaga sem minnihlutinn hefur ítrekað lagt fram skuli loks hafa hlotið hljómgrunn og vera samþykkt hér í dag.

   Fulltrúar Bjartar framtíðar og Sjálfstæðisflokks benda á að þetta er ekki samþykkt á tillögu minnihlutans. Sú tillaga gekk út á að ritfangakaup féllu niður frá og með 2018. Nú er lagt til og samþykkt hér að gera betur og hefja þetta verkefni strax í haust.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með vísan til viðauka við fjárhagsáætlun 2017 sem liggur fyrir í lið 6 á fundinum.

  • 1610266 – Frístundaakstur

   4. liður í fundargerð fræðsluráðs frá 14. júlí sl.
   Drög að framkvæmd frístundaaksturs kynnt.
   Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu sem kemur fram í minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa um frístundaakstur og vísar málinu til bæjarstjórnar og í viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
   Markmið verkefnisins er að nýta betur íþróttamannvirki, stytta vinnudag yngstu grunnskólabarnanna og koma betur til móts við óskir foreldra.

   Geir Bjarnason mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með vísan til viðauka við fjárhagsáætlun 2017 sem liggur fyrir í lið 6 á fundinum.

   Bæjarráð leggur áherslu á að þessu fyrsta skrefi í endurvakningu frístundaaksturs verði fylgt eftir í samstarfi við alla aðila sem sinna frístundastarfi barna í Hafnarfirði. Útfærð verði þjónusta vegna tónlistarskóla, sundæfinga og annarrar tómstundaiðkunar.

   Minnihluti leggur fram eftirfarandi bókun:

   “Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja óeðlilegt og ekki í samræmi við jafnræðissjónarmið að samkvæmt tillögunni verði ekki hægt að nýta frístundabílinn fyrir annað en æfingar hjá þremur félögum og einungis í tengslum við þátttöku í fimleikum, handbolta og fótbolta. Leggjum við áherslu á að frístundaakstur eigi að standa til boða fyrir öll börn á umræddu aldursbili og öllum íþrótta- og tómstunda- félögum og skólum verði gert kleift að aðlaga þjónustu sína að verkefninu og skipuleggja kennslutíma og æfingatíma í samræmi við boðaða aksturstíma.”

  • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

   Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi viðauka.

  • 1705310 – Strandgata 4 - leiga

   Upplýst er um viðræður við tilboðsgjafa.

   Bæjarráð hafnar framkomnum tilboðum.

  • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

   Lagt fram svar við erindi um fjölgun hjúkrunarrýma við Sólvang.

   Meirihluti bæjarráðs fagnar því að velferðarráðuneytið opnar á umræðu við bæjaryfirvöld um fjölgun hjúkrunarrýma á Sólvangi og felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við velferðarráðuneytið þar um.

   Fulltrúar minnihlutans leggja fram eftirfarandi bókun:

   “Með svarbréfi ráðuneytisins er staðfest það sem fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað bent á að ekkert hefur legið fyrir um forsendur þess að fjölga hjúkrunarrýmum í tengslum við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangi ólíkt því sem haldið var fram í tengslum við þá ákvörðun núverandi meirihluta að hætta við byggingu nýs heimilis sem taka átti í notkun í ársbyrjun 2016.”

  • 1707118 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, Bugl, legudeild

   Lagt fram erindi Landspítalans um að taka upp viðræður við Hafnarfjarðarbæ um leigu á hluta af húsnæði St. Jósefsspítala.

   Bæjarstjóri upplýsir um viðræður við fulltrúa BUGL.

  • 1708012 – Örnefnanefnd, Skarðshlíð 2, lóðir, erindi

   Lagt fram bréf frá Örnefnanefnd vegna götuheita í Skarðshlíð.

   Málinu vísað til skoðunar til umhverfis- og skipulagsþjónustu.

  • 1708046 – Baoding Kína, vinabæjarheimsókn 2017

   Fyrirhuguð heimsókn fulltrúa frá Baoding til Hafnarfjarðar í September.

   Lagt fram.

  • 1708082 – Jafnréttisnefndir sveitarfélaga, landsfundur 2017

   Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga í Stykkishólmsbæ þann 15. september.

  • 1603516 – Lyngbarð 2, Þorlákstún, uppbygging og stöðuleyfi

   Tekið fyrir málefni lóðarinnar Lyngbarðs 2, Þorlákstún.

   Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætti til fundarins undir þessum lið. Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram að málinu í samræmi við bréf bæjarlögmanns sem sent var lóðarhafa, dags. 14. júní 2016.

  • 1708014 – Selskarð, jörð, framkvæmdaleyfi

   Lagt fram erindi frá fulltrúum eigenda jarðarinnar Selskarð.

  • 1702440 – Stuðlaberg 70, stækkun lóðar

   19. liður í fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 19. júlí sl.

   Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 19.7. s.l., samþykkti skipulags og byggingarfulltrúar fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun á lóðinni nr. 70 við Stuðlaberg og vísaði málinu áfram til afgreiðslu bæjarráðs.

   Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir umbeðna lóðarstækkun á lóðinni nr. 70 við Stuðlaberg.

  • 1206073 – HS veitur ehf, lóðarleigusamningar fyrir ýmsar lóðir

   Lögð fram til samþykktar drög að lóðarleigusamningi við HS veitur vegna tilgreindra lóða. Á lóðunum er gert ráð fyrir dreifi- og spennustöðvum.

   Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir drög að framlögðum lóðarleigusamningi við HS veitur hf. vegna þeirra lóða sem tilgreindar eru í framlögðu skjali.

  • 1707207 – Straumsvík 123154, endurnýjun lóðarleigusamnings.

   Lagt fram erindi Rio Tinto á Íslandi hf., dags. 20. júlí sl., þar sem óskað er eftir endurnýjun á gildandi lóðarleigusamningi.

  Fundargerðir

  • 1708001F – Skipulags- og byggingarráð - 627

Ábendingagátt