Bæjarráð

7. september 2017 kl. 08:15

Sjá fundargerðarbók

Fundur 3471

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir, yfirmaður stjórnssýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Lögmaður á stjórnsýslusviði

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir, yfirmaður stjórnssýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1709070 – SORPA bs/Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, sameining/samvinna

      Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri SORPU bs., ásamt Þresti Sigurðssyni og Snædísi Helgadóttur frá KPMG mæta til fundarins og kynna vinnu um hugsanlega sameiningu/frekari samvinnu þessara félaga.

      Fulltrúum Sorpu og KPMG þökkuð kynningin.

    • 1708046 – Baoding Kína, vinabæjarheimsókn 2017

      Vinabæjarheimsókn frá Baoding í Kína. Andri Ómarsson mætir til fundarins.

      Andri Ómarsson, verkefnastjóri, mætti til fundarins.

    • 1709082 – Árshlutauppgjör 2017

      Lagt fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins. Árshlutauppgjör 2017 lagt fram.

    • 1706399 – Álfhella 2, umsókn um lóð

      Skipulags- og byggingaráð vísaði á fundi sínum 24.ágúst sl. eftirfarandi erindi til bæjarráðs:

      Strókur ehf sækir um lóðina Álfhella 2 með bréfi og skissum dags. 27.07.2017, fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, m.a. að lóðin yrði skilgreind sem verslunar- og þjónustulóð.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.08.2017.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu og umsögninni til bæjarráðs.

      Þormóður Sveinsson, skipulagsfulltrúi mætti til fundarins og kynnti málið.

    • 1708672 – Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, húsnæði, erindi

      Lagt fram erindi frá Bandalagi kvenna og mæðrastyrksnefnd varðandi húsnæði f. starfsemi mæðrastyrksnefndar.

      Bæjarstjóra falið að ræða við fulltrúa Mæðrastyrksnefndar.

    • 1707118 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, Bugl, legudeild

      Lagður fram tölvupóstur frá Landspítala, rekstrarsviði.

    • 1706252 – Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, 10.október, styrkbeiðni

      Lögð fram styrkbeiðni vegna alþjóða geðheilbrigðisdagsins 10.október nk.

      Styrkveitingum fyrir árið 2017 er lokið og ekki unnt að verða við framkominni beiðni.

    • 1708716 – Hellisgerði, tré, gróðursetning

      Lagt fram til kynningar

      Erindi frá þjóðleikshússtjóra lagt fram.

    • 1709027 – Skarðshlíð 2.áf., úthlutun

      Dregið úr umsóknum um einbýlis- og parhúsalóðir, einstaklingar.

      Fyrir fundinum liggja 36 umsóknir um 13 einbýlahúsalóðir og 15 umsóknir um 18 parhúsalóðir í Skarðshlíð. Jóhann Gunnar Þórarinsson fulltrúi sýslumanns hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar.

      Um umsóknarferlið og úthlutun lóðanna gilda Almennar reglur um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar sem samþykktar voru í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 21. júní sl.

      Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl. 10:20

      Dregið var úr gildum umsóknum og fer val lóða fram með þeim hætti að sá sem er dreginn út fyrstur fær að velja fyrstur úr þeim lóðum sem er i boði og svo framvegis. Ef einhver af þeim sem dreginn er út sem aðalmaður hættir við að þiggja lóð færist valréttur til varamanna í þeirri röð sem þeir eru dregnir út, þó munu allir aðalmenn velja áður en fyrsti varamaður velur sér lóð.

      Fór útdrátturinn með eftirfarandi hætti.

      Einbýlahúsalóðir:

      Aðalmenn

      1. 1708310 Örn Tryggvi Gíslason og Katrín Sigmarsdóttir
      2. 1708299 Inga Steinþóra Guðbjartsdóttir og Sigurður Pétur Jónsson
      3. 1708301 Erlendur Eiríksson
      4. 1708305 Sædís Alda Búadóttir og Stefán Laufdal Gíslason
      5. 1708328 Björgvin Valur Sigurðsson og Jóhanna Gyða Stefánsdóttir
      6. 1708330 Böðvar Ingi Guðbjartsson og Lína Guðnadóttir
      7. 1708357 Ólafur Hjálmarsson og Emilía Karlsdóttir
      8. 1708366 Ástþór Ingvi Ingvason og Anna Margrét Magnúsdóttir
      9. 1708316 Birgitta Rós Björgvinsdóttir og Andri Þór Ólafsson
      10. 1708320 Pétur Þórarinsson og Íris Björk Gylfadóttir
      11. 1708346 Vignir Stefánsson og Anna Berglind Sigurðardóttir
      12. 1708292 Rakel Ósk Sigurðardóttir og Ernir Eyjólfsson
      13. 1708370 Jón Karl Grétarsson og Petra Sif Jóhannsdóttir

      Jafnframt var dregnar út 6 umsóknir til vara:

      1. 1708335 Arnar Skjaldarson og Sigríður Þormar Vigfúsdóttir
      2. 1708298 Gylfi Andrésson
      3. 1708302 Guðlaugur Kristbjörnsson og Andrea Graham
      4. 1708401 Benedikt Eyþórsson og Valgerður Þórunn Bjarnadóttir
      5. 1708304 Haukur Berg Gunnarsson og Halldóra Stefánsdóttir
      6. 1708354 Sigurður Valgeirsson og Birna Leifsdóttir

      Parhúsalóðir:

      1. 1708315 Jórunn Jónsdóttir, Sigurður Sveinbjörn Gylfason, Jón B. Björgvinsson og Halldóra Oddsdóttir
      2. 1708322 Steinunn Guðmundsdóttir og Stefán Hallsson
      3. 1708327 Jón Ármann Arnoddsson, Svanhildur Guðrún Leifsdóttir Sigurþór Stefánsson og Elsa Pálsdóttir
      4. 1708293 Sigurður Björn Reynisson, Ásta Björg Guðjónsdóttir, Dagný Lóa Sigurðardóttir og Friðrik Þór Halldórsson
      5. 1708296 Jóhann Bjarni Kjartansson, Borghildur Sverrisdóttir, Birgir Gunnarsson og Ásthildur Björnsdóttir
      6. 1708353 Hreinn Guðlaugsson, Viktoría Dröfn Ólafsdóttir, Sigurður Daníel Einarsson og Katrín Hulda Guðmundsdóttir
      7. 1708309 Sandri Freyr Gylfason og Guðmundur Már Einarsson
      8. 1708333 Haukur Geir Valsson og Baldur Örn Eiríksson
      9. 1708344 Ingi Þórarinn Friðriksson, Jóna Hulda Pálsdóttir, Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir og Kristján Uni Óskarsson
      10. 1708345 Magnús Héðinsson, Margrét Þórarinsdóttir, Helgi Vigfússon og Elín Anna Hreinsdóttir
      11. 1708314 Friðbert Elí Friðbertsson, Kristín M Kristjánsdóttir, Gísli Páll Friðbertsson og Kristín Margrét Sigurðardóttir
      12. 1708329 Björgvin Valur Sigurðsson, Jóhanna Gyða Stefánsdóttir, Einar Jóhannes Lárusson og Sólveig Birna Gísladóttir
      13. 1708342 Helgi Vigfússon Elín Anna Hreinsdóttir, Magnús Héðinsson og Margrét Þórarinsdóttir
      14. 1708297 Valgeir Pálsson, Heba Rut Kristjónsdóttir Kjartan Hrafnkelsson y
      15. 1708306 Andrés Þór Hinriksson, Sif Gunnlaugsdóttir, Drífa Andrésdóttir og Gunnar Freyr Þórisson

      Öllum umsækjendum verður sent bréf þar sem tilkynnt er um ofangreinda niðurstöðu. Einnig verður haldinn kynningarfundur fyrir þá aðila sem dregnir voru og mun fundurinn fara fram nk. mánudag þann 11. september kl. 17 að Norðurhellu 2. Valfundur mun fara fram fimmtudaginn 14. september kl. 17 einnig að Norðurhellu 2.

    • 1606514 – Starfskjör og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa

      Tillaga frá fundi bæjarráðs 23.febr.sl.
      Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi tillögu:

      Áheyrnafulltrúi Vinstri grænna leggur fram þá tillögu að í stað þess, að tengja laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði við þingfararkaup og taka svo í heilu lagi inn um rúmlega 44% launahækkun kjararáðs á þingfararkaupi sem nýlega var samþykkt af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, þá haldist eldra viðmið launa og launlaunahækkanir kjörinna fulltrúa verði innan þess 32% ramma sem Salek samkomulagið kveður á um og gildir um allt almennt launafólk.

      Samþykkt að vísa tillögunni í starfshóp um starfsumhverfi kjörinna fulltrúa.

      Lögð fram tillaga um að málinu verði vísað frá og er hún samþykkt með 3 atkvæðum og einu á móti.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun:

      “Bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks benda á að með samhljóða samþykkt bæjarráðs þann 29. júní sl., um breytt fyrirkomulag á kjörum og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa, hafi tenging við þingfararkaup verið staðfest. Afstaða til tillögunnar hefur þannig þegar verið tekin.”

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:

      “Tillagan sem hér liggur fyrir var lögð fram í bæjarráði þann 23. febrúar 2017 og vísað til umfjöllunar í starfshópi um endurskoðun á starfsumhverfi kjörinna fulltrúa. Þeirri vísun var harðlega mótmælt af hálfu fulltrúa minnihluta sem taldi málefnið ekki á verksviði starfshópsins. Starfshópurinn taldi tillöguna ekki falla undir sitt verksvið samkvæmt erindisbréfi og vísaði tillögunni því frá sér án þess að taka afstöðu til hennar. Meirihluti bæjarstjórnar hafði áður tekið ákvörðun um tengingu þóknunnar til kjörinna fulltrúa við þingfararkaup á bæjarstjórnarfundi þann 18. janúar sl. en eftir stendur þessi tillaga óafgreidd. Það er því skilningur fulltrúa minnihlutans að þar sem tillagan hafi hvergi fengið afgreiðslu sé henni hafnað af hálfu fulltrúa meirihlutans.”

    • 1511159 – Álverið í Straumsvík

      Málefni álversins tekin til umræðu.

    Fundargerðir

    • 1701687 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2017.

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 22.ágúst sl.

    • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 18.ágúst sl.

    • 1708018F – Menningar- og ferðamálanefnd - 290

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 30.ágúst sl.

Ábendingagátt