Bæjarráð

4. október 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3473

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður
  • Sverrir Garðarsson Varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1708254 – Sandskeiðslína 1, framkvæmdaleyfi, kæra mál 84/2017

      Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets mætti til fundarins.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi stjórnar Landsnets og bæjarráðs Hafnarfjarðar.

    • 1710025 – Hóp- og heilsuefling fyrir starfsfólk, SidekickHealth

      Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætti til fundarins og kynnti hóp- og heilsueflingu fyrir starfsfólk bæjarins.

      Mannauðsstjóri kynnti hóp- og heilsueflingu fyrir starfsfólk bæjarins.

    • 1710027 – Minnisblað um starfslokanámskeið fyrir starfsfólk sem lætur af störfum vegna aldurs

      Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætti til fundarins og kynnti starfslokanámskeið fyrir starfsfólk sem lætur af störfum vegna aldurs.

      Mannauðsstjóri kynnti starfslokanámskeið fyrir starfsfólk sem lætur af störfum vegna aldurs.

    • 1705229 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar - 2017

      Ása Sigríður Þórsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar mætti til fundarins ásamt Lindu Hilmarsdóttur og Pétri Óskarssyni úr stjórn Markaðsstofunnar.

      Einar Bárðarson samskiptastjóri sat fundinn undir þessum lið.

      Fulltrúar frá Markaðsstofu Hafnarfjarðar kynntu tillögur MsH.

    • 1709660 – Höfuðborgarstofa, ferðamenn, viðhorfskönnun

      Lögð fram viðhorfskönnun íbúa á höfuðborgarsvæðinu til ferðamanna. Einar Bárðason samskiptastjóri mætti til fundarins.

      Samskiptastjóri kynnti viðhorfskönnun íbúa á höfuðborgarsvæðinu til ferðamanna.

    • 0708125 – Hellnahraun III, gatnagerð

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði á fundi sínum 20.sept sl., 4. liður, eftirfarandi til bæjarráðs:

      Tekin til umræðu áframhaldandi gatnagerð í Hellnahrauni III. Óskað er eftir útboðsheimild en ekki er gert ráð fyrir fjármagni í þessa framkvæmd á árinu 2017.
      Heildarkostnaður vegna framkvæmdanna er 75 millj. kr. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggignarhæfar næsta vor.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð:
      “Bæjarráð heimilar að farið verði í útboð í Hellnahrauni III og kostnaður vegna framkvæmda við að gera 30 lóðir byggingarhæfar á svæðinu verði tekinn af gatnagerðargjöldum vegna atvinnulóða.”

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kom á fundinn.

      Bæjarráð heimilar að farið verði í útboð í Hellnahrauni III og kostnaður vegna framkvæmda við að gera 30 lóðir byggingarhæfar á svæðinu verði tekinn af gatnagerðargjöldum vegna atvinnulóða. Bæjarráð samþykkir jafnframt að lóðirnar verði auglýstar til úthlutunar.

    • 1710023 – Hljóðvist, reglur, endurnýjun

      Lagðar fram reglur um styrki vegna hljóðvistar frá mars 2000.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætti til fundarins.

      Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að uppfæra reglur um hljóðvist.

    • 1708577 – Skarðshlíð 2. áfangi, tilboðslóðir

      Pétur Ólafsson ehf átti hæsta tilboð í Víkurskarð 5, Drangsskarð 10, Móbergsskarð 14 og Móbergsskarð 16.

      Óðalhús ehf átti hæsta tilboð í Glimmerskarð 2.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði og úthluta Petri Ólafssyni ehf lóðunum Víkurskarði 5, Drangsskarði 10, Móbergsskarði 14 og Móbergsskarði 16.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði og úthluta Óðalhúsum ehf lóðinni Glimmerskaði 2.

      Bæjarráð samþykkir að tilboðslóðir sem út af standa verði auglýstar að nýju og óskað eftir tilboðum.

    • 1709653 – Fimleikafélagið Björk, erindi

      Lagt fram erindi frá Fimleikafélaginu Björk dags. 18.sept.sl.

      Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    • 1709519 – Sörli, reiðstígar

      Reiðvegir á félagssvæði Sörla, ósk um framkvæmdafé.

      Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    • 1710024 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fjárhagsáætlun 2018

      Lagt fram.

      Lagt fram.

    • 1710026 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, gjaldskrár 2018, tillögur

      Lagðar fram tillögur að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.

      Lagt fram.

    • 1709644 – Alþingiskosningar 2017

      Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara 28.október n.k. lögð fram. Á kjörskrá eru 20.835.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara 28. október nk.

    • 1704106 – Strætó bs, eigendafundir, fundargerð 2017

      Lögð fram fundargerð 14.eigendafundar Strætó bs frá 4.sept. sl.

    Fundargerðir

Ábendingagátt