Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Lögð fram til kynningar jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs 2017 til Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Á fundinn komu Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri, Andri Ómarsson verkefnastjóri og Haraldur Eggertsson verkefnastjóri.
Bæjarráð fagnar jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs og þakkar starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar fyrir vel unnin störf. Viðurkenningin er staðfesting á því að bærinn rekur framsækna og metnaðarfulla stefnu í jafnréttismálum eins og kemur fram í rökstuðningi Jafnréttisráðs.
Tillaga um launuð námsleyfi lögð fram. Lagt er til að 4 fái 2ja mánaða námsleyfi og 1 fái 3ja vikna námsleyfi. Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætti til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um námsleyfi.
Lagt fram bréf til kynningar frá samtökum ferðaþjónustunnar dags.13.okt. sl.
Lagt fram.
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsþjónustu að tímabundnum bílastæðum (klukkustæðum). Til umræðu.
Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins.
Tekið til umræðu.
Endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðarleigusamningur vegna Lónsbrautar 28 verði endurnýjaður.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðarleigusamningur vegna Strandgötu 37 verið endurnýjaður.
Afturköllun lóðaúthlutunar. Ás styrkarfélag hefur óskað eftir því að skila inn lóðinni nr. 50 við Arnarhraun.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar Arnarhrauns 50 til styrktarfélagsins Áss verði afturkölluð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Arnarhrauni 50 verði úthlutað til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að stofna til byggingar búsetukjarna fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 12 verði úthlutað til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að stofna til byggingar íbúða samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 16 verði úthlutað til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að stofna til byggingar íbúða samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Lagt fram til kynngar bréf frá Megin, lögmannsstofu, dags. 19.okt. sl.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins.
Lagt fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar stefna frá Lex lögmannsstofu.
Lagt fram bréf frá Landsneti um stofnun verkefnahóps vegna Suðurnesjalínu 2 og tilnefningu í hópinn.
Bæjarráð frestar tilnefningu í verkefnahópinn og ítrekar ósk um fund með stjórn Landsnets vegna Hamraneslínu.
Til umræðu hvernig rétt er að halda áfram vinnu við útfærsla hugmynda um framtíðarnýtingu St. Jósefsspítala skv. skýrslu frá starfshópi.
Bæjarráð samþykkir að starfshópurinn starfi áfram og útfæri nánar tillögu 1 um Lífsgæðasetur. Afrakstri þeirrar vinnu verði skilað til bæjarráðs 15. janúar 2018.
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 27.okt.sl.
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.október sl.
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.okt.sl.