Bæjarráð

2. nóvember 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3479

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • jGuðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1709539 – Tilnefning til jafnréttisverðlauna Jafnréttisráðs fyrir árið 2017

   Lögð fram til kynningar jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs 2017 til Hafnarfjarðarkaupstaðar.

   Á fundinn komu Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri, Andri Ómarsson verkefnastjóri og Haraldur Eggertsson verkefnastjóri.

   Bæjarráð fagnar jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs og þakkar starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar fyrir vel unnin störf. Viðurkenningin er staðfesting á því að bærinn rekur framsækna og metnaðarfulla stefnu í jafnréttismálum eins og kemur fram í rökstuðningi Jafnréttisráðs.

  • 1710597 – Launuð námsleyfi vor 2018

   Tillaga um launuð námsleyfi lögð fram.
   Lagt er til að 4 fái 2ja mánaða námsleyfi og 1 fái 3ja vikna námsleyfi.
   Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætti til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um námsleyfi.

  • 1710399 – Bílaleigubílar, vörugjöld, bílaleigufyrirtæki, skattbyrði

   Lagt fram bréf til kynningar frá samtökum ferðaþjónustunnar dags.13.okt. sl.

   Lagt fram.

  • 1509207 – Miðbær, bílastæði

   Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsþjónustu að tímabundnum bílastæðum (klukkustæðum). Til umræðu.

   Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins.

   Tekið til umræðu.

  • 1710543 – Lónsbraut 28, lóðarleigusamningur

   Endurnýjun lóðarleigusamnings

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðarleigusamningur vegna Lónsbrautar 28 verði endurnýjaður.

  • 1710235 – Strandgata 37, endurnýjun lóðarleigusamnings

   Endurnýjun lóðarleigusamnings

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðarleigusamningur vegna Strandgötu 37 verið endurnýjaður.

  • 1306167 – Arnarhraun 50, lóðarúthlutun

   Afturköllun lóðaúthlutunar. Ás styrkarfélag hefur óskað eftir því að skila inn lóðinni nr. 50 við Arnarhraun.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar Arnarhrauns 50 til styrktarfélagsins Áss verði afturkölluð.

  • 1710563 – Arnarhraun 50, búsetukjarni fyrir fatlað fólk-húsnæðissjálfseignarstofnun

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Arnarhrauni 50 verði úthlutað til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að stofna til byggingar búsetukjarna fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.

  • 1710564 – Hádegisskarð 12,lóðarúthlutun

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 12 verði úthlutað til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að stofna til byggingar íbúða samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.

  • 1710565 – Hádegisskarð 16,lóðarúthlutun

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 16 verði úthlutað til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að stofna til byggingar íbúða samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.

  • 1710500 – Brekkugata 25, Selvogsgata 3, framkvæmdir, bótaskylda

   Lagt fram til kynngar bréf frá Megin, lögmannsstofu, dags. 19.okt. sl.

   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1710601 – Hellubraut 5 og 7, dómsmál

   Lögð fram til kynningar stefna frá Lex lögmannsstofu.

   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1710499 – Suðurnesjalína 2, stofnun verkefnaráðs

   Lagt fram bréf frá Landsneti um stofnun verkefnahóps vegna Suðurnesjalínu 2 og tilnefningu í hópinn.

   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins.

   Bæjarráð frestar tilnefningu í verkefnahópinn og ítrekar ósk um fund með stjórn Landsnets vegna Hamraneslínu.

  • 1706312 – Starfshópur, mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala

   Til umræðu hvernig rétt er að halda áfram vinnu við útfærsla hugmynda um framtíðarnýtingu St. Jósefsspítala skv. skýrslu frá starfshópi.

   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir að starfshópurinn starfi áfram og útfæri nánar tillögu 1 um Lífsgæðasetur. Afrakstri þeirrar vinnu verði skilað til bæjarráðs 15. janúar 2018.

  Fundargerðir

  • 1710020F – Hafnarstjórn - 1514

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 27.okt.sl.

  • 1701687 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2017.

   Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.október sl.

  • 1710011F – Menningar- og ferðamálanefnd - 293

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.okt.sl.

Ábendingagátt