Bæjarráð

30. nóvember 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3481

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1704039 – Rekstrartölur fyrir bæjarráð 2017

   Rekstrarreikningur jan.-sept. 2017 lagður fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.

   Farið yfir rekstrarreikning jan.-sept. 2017.

  • 1711334 – Ráðningarbréf endurskoðanda 2017

   Lagt fram bréf ráðningarbréf endurskoðanda dags. 14.nóv. sl. varðandi endurskoðun PwC fyrir Hafnarfjarðarkaupstað.

   Lagt fram.

  • 1711316 – Fjárhagsáætlun 2018, fyrirspurnir

   Lögð fram svör við fyrirspurnum bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna.

   Rósa Steingrímsdóttir, sviðsstjóri fjármásviðs og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mættu til fundarins.

   Lagt fram.

  • 1602412 – Eignasjóður, eignabreyting

   Lagt til að auglýsa Straum til sölu. Fastanr. 208-1150 mannvirki ásamt 3.000 m² lóð. Áður er eignin er auglýst til sölu skal gera lóðarleigusamning um lóðina.

   Bæjarráð samþykkir að fasteignin Straumur, fastanr. 208-1150 verði auglýst til sölu. Áður en eignin er auglýst til sölu skal gera lóðarleigusamning um þá lóð sem tilheyrir eigninni.

   Bæjarstjóra falið að vinna að málinu.

  • 1701378 – Rekstrarsamningur, þjónustusamningur, Björgunarsveit Hafnarfjarðar ósk um endurskoðun

   Lagður fram rekstrarsamningur milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Andri Ómarsson verkefnastjóri mætti til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi rekstrarsamning með áorðnum breytingum.

  • 1711172 – Cuxhaven, jólatré 2017

   Lagt fram erindi frá Cuxhaven þar sem tilkynnt er um jólatré að gjöf. Andri Ómarsson verkefnastjóri mætti til fundarins.

   Jólatré frá Cuxhaven hefur verið sett upp við Flensborgarhöfn og verða ljósin tendruð kl. 15:00 þann 1. desember.

  • 1711200 – Mötuneyti leik- og grunnskóla 2017-2018, Skólamatur ehf, samningur

   Samningur um mötuneyti fyrir leik- og grunnskóla 2017-2018 lagður fram til staðfestingar. Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætti til fundarins.

   Bæjarráð samþykktir framlagðan samning og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

  • 1706134 – Skarðshlíð íbúðafélag, húsnæðissjálfseignarstofnun

   Lagðar fram undirritaðar samþykktir og stofnfundargerð frá 30. október 2017 um húsnæðissjálfseignarstofnunina Skarðshlíð íbúðafélag hses til staðfestingar.

   Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætti til fundarins.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framliggjandi undirritaðar samþykktir og stofnfundargerð, dags. 30. október 2017, um húsnæðissjálfseignarstofnunina Skarðshlíð íbúðafélag hses. og þar með samþykkja stofnun þess.

  • 1710563 – Arnarhraun 50, búsetukjarni fyrir fatlað fólk, húsnæðissjálfseignarstofnun

   Lagðar fram undirritaðar samþykktir og stofnfundargerð frá 30. október 2017 um húsnæðissjálfseignarstofnunina Arnarhraun 50, íbúðafélag hses til staðfestingar.

   Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætti til fundarins.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framliggjandi undirritaðar samþykktir og stofnfundargerð, dags. 30. október 2017, um húsnæðissjálfseignarstofnunina Arnarhraun 50 íbúðafélag hses. og þar með samþykkja stofnun þess.

  • 1711176 – Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, erindi

   Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar dags. 14. nóv.sl. varðandi ræktunarsvæði.

   Erindinu er vísað til umhverfis- og skipulagsþjónustu.

  • 1711256 – Sólvangsvegur 1, fastanr. kaup á íbúð

   Lagt fram kauptilboð í íbúð að Sólvangsvegi 1

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið sé frá kaupum á íbúð að Sólvangsvegi 1 í samræmi við framlagt kauptilboð.

  • 1711240 – Engjavellir 5b, fastanr. 26-9388, kaup á íbúð

   Lagt fram kauptilboð í íbúð að Engjavöllum 5b.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið sé frá kaupum á íbúð að Engjavöllum 5b í samræmi við framlagt kauptilboð.

  • 1711337 – Álfhella 4, lóðarumsókn

   Lögð fram umsókn KB Verks ehf, kt. 481117-0460, um lóðina Álfhella 4.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að KB Verki ehf. verði úthlutað lóðinni Álfhellu 4.

  • 1708327 – Móbergsskarð 5, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal

   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Móbergsskarði 5 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar Móbergsskarð 5 til Jóns Ármanns Arnoddssonar verði afturkölluð.

  • 1710073 – Líknarfélagið Von, ósk um styrk

   Lagt fram bréf dags. 4.okt.sl. frá líknarfélaginu Von þar sem sótt er um styrk vegna jólahátíðar fyrir fólk með fötlun.

   Styrkveitingum fyrir árið 2017 er lokið og ekki unnt að verða við framkominni beiðni.

  Fundargerðir

  • 1711017F – Hafnarstjórn - 1516

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 22.des. sl.

  • 1701687 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2017.

   Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.nóv.sl.

  • 1701341 – Stjórn SSH, fundargerðir 2017

   Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 30.okt. og 13.nóv. sl.

Ábendingagátt