Bæjarráð

14. desember 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3482

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1712168 – Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar, stytting vinnuvikunnar, kynning

      Lóa Birna Birgisdóttir starfsmannastjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Harpa Hrund Berndsen mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg mættu til fundarins og kynntu verkefnið.
      Berglind Bergþórsdóttir mannauðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

      Umræðu frestað til næsta fundar.

    • 1603516 – Lyngbarð 2, Þorlákstún, uppbygging og stöðuleyfi

      Farið yfir stöðu mála. Andri Árnason hrl. mætti til fundarins.

      Tillaga um afturköllun lóðar:

      “Með vísan til vanefnda lóðarhafa, Syðra Langholts ehf., á lóðarleigusamningi, dags. þann 28. mars og 4. apríl 2006, um lóðina Lyngbarð 2, Hafnarfirði, (Þorlákstún), og þar sem lóðarhafi hefur ekki, þrátt fyrir áskoranir Hafnarfjarðarkaupstaðar um að bæta úr þeim vanefndum, og viðræður um aðra lausn málsins hafa ekki skilað árangri, samþykkir Hafnarfjarðarkaupstaður að beita heimild í 18. gr. framangreinds lóðarleigusamnings, og lýsir því hér með yfir að lóðarúthlutun Hafnarfjarðarkaupstaðar til Syðra Langholts ehf. á lóðinni Lyngbarði 2, Hafnarfirði, (Þorlákstún), er hér með afturkölluð.”

      Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu næsta bæjarstjórnarfundar 20. desember nk.

    • 1505068 – Suðurgata 7, húsaleigusamningur

      Lögð fram beiðni um framlengingu á gildistíma samnings vegna Suðurgötu 7, Gúttó.
      Lagt fram minnisblað bæjarminjavarðar.

      Bæjarstjóra falið að ganga til viðræðna um framlengingu samnings vegna Suðurgötu 7 í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1708254 – Sandskeiðslína 1, framkvæmdaleyfi, kæra mál 84/2017 - Lyklafellslína

      Stjórn Landsnets kemur í heimsókn 21.des. nk.

      Bæjarstjóri kynnti heimsókn stjórnar Landsnets til Hafnarfjarðar.

    • 1712122 – Stofnframlag, úthlutun

      Lögð fram tillaga að úthlutun stofnframlaga

      Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

    • 1707207 – Straumsvík 123154, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Endurnýjun lóðarleigusamnings

      Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.

    • 1711365 – Fjarðargata 13-15, lóðarleigusamningur

      Endurnýjun lóðarleigusamnings

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    • 1709027 – Skarðshlíð 2.áf., úthlutun

      Lögð fram tillaga að auglýsa lausar parhúsalóðir.

      Bæjarráð samþykkir að úthlutunarlóðir sem út af standa verði auglýstar til úthlutunar að nýju og að við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða í 2. áfanga Skarðshlíðar skuli einstaklingar hafa forgang umfram lögaðila.

    • 1708309 – Glimmerskarð 14, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Glimmerskarði 14 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar Glimmerskarð 14 til Sandra Freys Gylfasonar og Guðmundar Más Einarssonar verði afturkölluð.

    • 1708296 – Móbergsskarð 1, Umsókn um lóð, úthlutun

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Móbergsskarði 1 þar sem þau óska eftir að afsala sér 50% í lóðinni Móbergsskarð 1

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun 50% lóðarinnar Móbergsskarð 1 til Birgis Gunnarssonar og Ásthildar Björnsdóttur verði afturkölluð.

    • 1711174 – Skjalavarsla og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa, eftirlitskönnun

      Lagt fram bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands dags. 10.nóv sl. um eftirlitskönnun með skjalavörslu og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa.

      Lagt fram.

    • 1702167 – Höfundaréttarvarið efni, notkun, samningur

      Lagt fram bréf frá Fjölís dags. 16.nóv. sl. varðandi samning um afritun höfundaréttarvarins efnis.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan samning og felur bæjarstjóra að afgreiða málið.

    • 1712087 – Átakið Í skugga valdsins, erindi

      Lögð fram bókun stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24.nóv. sl.

      Berglind Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætti til fundarins og kynnti vinnu við gerð uppfærðrar viðbragðsáætlunar vegna eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustöðum.

      Bókun Sambands ísl. sveitarfélaga er vísað til umræðu í bæjarstjórn.

    • 1712017 – Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, forsendur, skýrsla nefndar

      Lögð fram skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands ásamt samþykkt stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga vegna hennar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1712095 – EES EFTA sveitarstjórnarvettvangur, erindi

      Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um fund EES og EFTA á sveitarstjórnarstiginu sem haldinn verður í Reykjavík í lok júní 2018.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1712116 – Finnland, samkomulag ríkis og sveitarfélaga á Helsinki svæðinu, landnýting, húsnæðismál og samgöngur, fordæmi

      Lagður fram tölvupóstur frá SSH þar sem vakin er athygli á samningum finnska ríkisins við sveitarfélög á Helsinkisvæðinu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1712112 – Votlendi, vernd og endurheimt

      Lögð fram samþykkt stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24.nóv. sl. um vernd og endurheimt votlendis.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1705360 – Framkvæmdasjóður aldraðra, hjúkrunarrými, Hafnarfjörður

      Lögð fram bréf dags. 7.des. sl. til heilbrigðisráðherra og Framkvæmdasjóðs aldraðra.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1712001F – Hafnarstjórn - 1517

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 8.des. sl.

    • 1711021F – Menningar- og ferðamálanefnd - 295

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 24.nóv. sl.

    • 1702068 – Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24.nóv. sl.

    • 1701343 – Sorpa bs, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 21.nóv. sl.

Ábendingagátt